Það er hægt Ragna Sigurðardóttir skrifar 11. apríl 2017 08:46 Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ragna Sigurðardóttir Tengdar fréttir Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30 Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun 100 þúsund á mánuði Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Á Nordiske Ordförande Möte (NOM) síðastliðna helgi undirrituðu landssamtök stúdenta á Norðurlöndunum og í Eystrasaltsríkjunum yfirlýsingu til stuðnings íslenskra stúdenta. Tilefnið var undirfjármögnun íslensku háskólanna, sem hefur reyndar verið viðvarandi í áraraðir. Háskóli Íslands setti fram áætlun fyrr á árinu þar sem kom fram að leggja ætti niður 50 námskeið við skólann á næsta starfsári til að mæta aðhaldskröfu stjórnvalda. Sú þróun er hins vegar ekki ný af nálinni þar sem fjöldi námskeiða hefur verið felldur niður síðustu ár vegna undirfjármögnunar skólans. Framlög til háskólans hafa ekki aukist í takt við nemendafjölgun í gegnum árin sem gerir það að verkum að skólinn hefur staðið enn verr að vígi en ella. Miðað við fast verðlag hafa framlög á hvern nemanda í raun lækkað á liðnum áratug. Rúman milljarð vantar upp á fjárveitingu til Háskóla Íslands til að ná fyrri stöðu í framlögum á hvern nemanda, sem samt var lág þá í samanburði við nágrannalönd. Annan rúman milljarð vantar upp á til viðbótar til þess að ríkisstjórnin nái markmiði sínu um endurskoðun reiknilíkans skólakerfisins, eins og er lýst að eigi að gera í stjórnarsáttmála hennar. Það er víst orðið þreytt, að vinna að markmiðum. Vísinda- og tækniráð, sem forsætisráðherra og menntamálaráðherra sitja í, setti ríkisstjórninni það markmið árið 2014 að ná ætti meðaltali OECD-ríkjanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda árið 2016. 8 milljarða vantar upp á miðað við fjárlög yfirstandandi fjárlagaárs, til að því markmiði verði náð. Það verður ekki gert miðað við núverandi fjármálaáætlun. Það er ekki metnaðarfullt markmið að vera á pari við hið meðal-OECD-ríki. Aðeins metnaðarfyllra er að vera á pari við hin Norðurlöndin í framlögum til háskólakerfisins. Eins og staðan er í dag eru framlög til íslenskra háskóla, deilt niður á hvern háskólanema, um það bil helmingurinn af framlögum á hinum Norðurlöndunum. Í fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022 er ekki stefnt að því að ná því meðaltali. Því átti samt að ná árið 2020 samkvæmt stefnu og aðgerðaáætlun Vísinda- og tækniráðs frá árinu 2014. 16 milljarða vantar upp á fjármögnun háskólakerfisins til að Ísland sé á pari við hin Norðurlöndin í framlögum á hvern nemanda. Hlutfallslega eru álíka margir háskólanemar á Íslandi og á hinum Norðurlöndunum. Markviss fækkun háskólanema myndi því færa okkur enn neðar í þeim samanburði, lækka menntunarstig þjóðarinnar og draga úr samkeppnishæfni hennar. Ef einungis ætti að fækka háskólanemum til að ná meðaltali hinna Norðurlandanna í framlögum til háskólakerfisins á hvern nemanda þyrfti að leggja niður alla háskóla á Íslandi, og fækka nemendum Háskóla Íslands ennfremur um nokkrar þúsundir. Fækkun nemenda er því ekki lausnin við vanda háskólanna. Lausnin er bætt fjármögnun kerfisins. Í fjármálaáætluninni er þó viðbót. Framlög til háskólakerfisins hækka úr tæpum 41,6 milljörðum króna á árinu 2017 í tæpa 44,4 milljarða árið 2022. Á því tímabili renna þó um 3,7 milljarðar í byggingu Húss íslenskra fræða og sú hækkun skilar sér því ekki beint til reksturs háskólanna. Jafnvel þó hún gerði það þá yrðum við ekki á pari við hin Norðurlöndin árið 2020. Ekki heldur árið 2022. Ríkisstjórnin mun því ekki ná markmiðum sínum í menntamálum á næstu árum. Planið hennar til ársins 2022 gerir ekki einu sinni ráð fyrir því að ná þeim. En á sama tima hafa þessi skilaboð til ríkisstjórnarinnar líkast til aldrei verið mikilvægari: Ekki gefast upp. Enn er hægt að breyta fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar til ársins 2022. Það verður kannski ekki auðvelt en það er hægt. Ragna Sigurðardóttir, formaður Stúdentaráðs Háskóla Íslands.Þessi grein er hluti af greinaskriftaátaki Landssamtaka íslenskra stúdenta um undirfjármögnun háskólanna í ljósi tillögu að fjármálaáætlun ríkisstjórnarinnar 2018-2022.
Byggjum á bjargi Undirfjármögnun háskólanna er risavaxið vandamál sem hefur verið viðvarandi í of langan tíma enda staða háskólanna nú orðin grafalvarleg. Landssamtök íslenskra stúdenta, LÍS, eru uggandi yfir bágri stöðu háskólanna og þeim óumflýjanlegu afleiðingum sem langvarandi niðurskurður hefur í för með sér. 10. apríl 2017 11:30
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun