Mæta samkeppni frá netinu og komu Costco með allt að 40 prósent verðlækkunum Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 11. apríl 2017 13:12 Sólning er dekkjaverkstæði. Vísir/GVA Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“ Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Sólning ætlar að lækka verð á dekkjum um allt að 40 prósent. Framkvæmdastjóri fyrirtækisins segir að hagstæðara gengi, niðurfellingar á tollum og lægra innkaupsverð spili þar stóran þátt en fyrirtækið sé einnig að mæta breyttum aðstæðum á markaði. Í samtali við Vísi segir Gunnar Gunnarsson, framkvæmdastjóri Sólningar að fyrirtækið hafi í auknum mæli orðið var við það að fólk hafi verið farið að kaupa dekk á netinu, líkt og Vísir hefur fjallað um. Gunnar segir að erfitt geti verið fyrir dekkjaverkstæðið að keppa við slíkt en hagstæð gengisþróun að undanförnu geri verðlækkanir nú mögulegar. „Þetta er náttúrulega svar við því,“ segir Gunnar. „Á meðan netverslun er alltaf með gengi dagsins þá er er gengismunurinn kominn strax inn.“Koma Costco hefur valdið titringi á markaði.Vísir/Jóhann K.Krónan hefur styrkst mikið að undanförnu og bendir Gunnar á að sumardekkin sem Sólning keypti inn í fyrra hafi verið keypt þegar evran kostaði 140 krónur. Nú kostar evran hins vegar um 120 krónur. Þá hafi tollar lækkað um áramótin og Sólning náð hagstæðum samningum við byrgja. Allt þetta skili sér í allt að 40 prósent verðlækkunum. Þá segir Gunnar að Sólning hafi ákveðið að einfalda sölukerfi sitt þannig að viðskiptavinir geti alltaf séð á netinu hvað kosti að kaupa dekk hjá Sólningu. Þannig sé auðvelt að meta fyrir viðskiptavini kostnaðinn við dekkjaskipti. „Það þarf ekkert að vera að skrá sig í klúbba til að geta fengið dekk á góðu verði,“ segir Einar og bætir við að dekkjafyrirtæki verði að laða sig að breyttum aðstæðu, ekki síst með tilkomu netverslunar. Í tilkynningu frá Sólningu í gær sem birt var á vef Mbl.is minntist Gunnar á fyrrnefnda þætti. Margir hafa talið að stærsta ástæðan væri koma Costco en Gunnar segir að nokkur óvissa sé um hvaða áhrif koma Costco muni hafa. „Svo kemur Costco inn, ég veit ekki hvernig verðin verða hjá þeim en þeir birta bara eitt verð. Þá er erfitt fyrir okkur að ætla að fara í verðsamanburð.“ En óttast Gunnar áhrif komu Costco á markaðinn? „Við erum ekki hræddir við þá en þeir munu hafa áhrif á markaðinn,“ segir Gunnar. „Ég veit svo sem ekki hvernig þetta verður hjá þeim en þeir munu hafa þau áhrif að verð á markaðnum verða gegnsærri.“
Costco Neytendur Tengdar fréttir Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14 Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44 Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00 Mest lesið „Okkur langar til að búa til nýja tegund af bjórmenningu“ Atvinnulíf Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Viðskipti innlent Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Viðskipti innlent Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Viðskipti innlent Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Fleiri fréttir Eybjörg Helga ráðin forstjóri Eirar, Skjóls og Hamra Akademias tekur yfir rekstur Avia Fjögur ráðin í stjórnendastöður hjá Íslandsbanka Lyfjastofnun Evrópu tekur umsókn Alvotech til umsagnar Spá auknu atvinnuleysi og hagvexti Snúrunni lokað fyrir fullt og allt Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Sjá meira
Koma Costco hefur áhrif á verðmat á bréfum í N1 Hagfræðideild Landsbankans hefur lækkað verðmat sitt á bréfum í olíufélaginu N1 úr 138,1 krónu á hlut í 132,9 krónur. 23. mars 2017 11:14
Hreykja sér af því að fólk eyði fjórum sinnum meira en það ætlar sér í Costco "Það er galdurinn við Costco – fólk kaupir aldrei bara það sem það ætlaði sér,“ segir Steve Pappas. 23. mars 2017 13:44
Heildsalar lækka verð vegna komu Costco Ölgerðin og Sláturfélag Suðurlands (SS) vinna að samningum við erlenda birgja um lægra innkaupsverð vegna innreiðar Costco hingað til lands. 15. febrúar 2017 07:00