Ómöguleiki gengisspádóma Lars Christensen skrifar 12. apríl 2017 07:00 Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið „snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn. Ég hallast að því að gjaldeyrismarkaðir séu það sem hagfræðingar kalla „skilvirkir“ að því leyti að allar opinberar upplýsingar endurspeglist í markaðsverðinu, sem gerir það ómögulegt að snúa kerfisbundið á markaðinn nema maður hafi innherjaupplýsingar. Og síðan ég byrjaði að spá fyrir um gengisþróun hef ég þekkt til fræðilegra skrifa um gengið, og aftur og aftur hefur það sýnt sig að gengisþróunin – sérstaklega til skamms tíma – er það sem hagfræðingar kalla „slembigöngu“. Að giska á hvort gjaldmiðill fer upp eða niður (miðað við markaðsvæntingar) er eins og að kasta upp peningi. Einmitt vegna þess að gjaldeyrismarkaðir endurspegla yfirleitt nú þegar allar tiltækar opinberar upplýsingar.Af hverju að hafa fyrir því? Að gefnum þeim efasemdum sem ég hef um getuna til að snúa á markaðinn vaknar auðvitað sú spurning af hverju ég sé að reyna það. Einfalda svarið er: „Ég fæ borgað fyrir það.“ Réttara svar er: „Ég verð að gera það,“ í þeim skilningi að lífið snýst um að taka ákvarðanir. Allt sem við gerum snýst að einhverju leyti um spádóma. Þegar við förum yfir götu metum við hvort bíll muni keyra á okkur eða ekki. Við metum áhættuna. Öll fyrirtæki sem hafa útgjöld og tekjur í mismunandi gjaldmiðlum verða að hafa skoðun á því hvernig gjaldmiðlarnir muni þróast og verða að ákveða hvort þau baktryggi sig fyrir áhættunni eða ekki, á nákvæmlega sama hátt og þau ákveða hvort þau kaupi brunatryggingu.Forðist að tapa fyrir markaðnum Skoðanir mínar á gjaldeyrismarkaðnum hafa þróast mikið á síðustu 20 árum þrátt fyrir að ég sé sömu skoðunar í dag og fyrir 20 árum. Fyrir 20 árum – eins og í dag – taldi ég að maður gæti ekki kerfisbundið snúið á gjaldeyrismarkaðinn. En núna einbeiti ég mér ekki lengur að því að snúa á markaðinn heldur að því að reyna að láta markaðinn ekki snúa á mig. Og ég held að ég geti það. Þess vegna held ég að ég geti almennt komið fram með gengisspár sem eru eins góðar og spár markaðarins. Með spám markaðarins á ég við það sem svokallaðir framvirkir markaðir segja okkur um framtíðargengið. Ég hef einnig komist að þeirri staðföstu niðurstöðu að maður geti gert þetta með því að vera kerfisbundinn og einbeita sér að þeim 4-5 þáttum sem hagfræðibækurnar segja manni að knýi gengisþróunina – hlutfallslegri verðbólgu og hlutfallslegri peningamálastefnu, framleiðni, viðskiptakjörum og ytra ójafnvægi (viðskiptahalla) og ef maður gerir það á maður býsna góða möguleika á að standa sig eins vel og markaðurinn og jafnvel snúa á markaðinn annað slagið. Og það sem ég tel að skipti kannski mestu máli er að maður græðir mikið á að hunsa „pólitískan hávaða“ þegar maður spáir fyrir um gengið þar sem „pólitískur hávaði“ er oft einmitt það – hávaði. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Lars Christensen Markaðir Mest lesið Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun Þingmaðurinn og spillingin á Veðurstofunni Sigurgeir Bárðarson Skoðun Hverjir munu búa á Blikastaðalandi? Aldís Stefánsdóttir Skoðun Eignarhaldsfélag Ingu og hirðin hennar Davíð Bergmann Skoðun Hvað gerðist þegar konan talaði? Jóna Hrönn Bolladóttir,Bjarni Karlsson Skoðun Eru landeigendur við Þjórsá huldufólk? Þorgerður María Þorbjarnardóttir Skoðun Heimatilbúið „tjón“ Landsvirkjunar Vala Árnadóttir Skoðun Fjölbreytileiki í íslensku skólakerfi: Erum við á réttri leið? Inga Sigrún Atladóttir Skoðun E. coli eitrun meðal barna og aðrir skaðvaldar í mat Lárus S. Guðmundsson Skoðun Sparnaður án aðgreiningar Davíð Már Sigurðsson Skoðun
Það eru sennilega 20 ár síðan ég gerði fyrstu gengisspána mína og ég er enn að. Ég hef hins vegar aldrei farið leynt með það að ég held ekki að maður geti kerfisbundið „snúið á markaðinn“ – og sérstaklega ekki gjaldeyrismarkaðinn. Ég hallast að því að gjaldeyrismarkaðir séu það sem hagfræðingar kalla „skilvirkir“ að því leyti að allar opinberar upplýsingar endurspeglist í markaðsverðinu, sem gerir það ómögulegt að snúa kerfisbundið á markaðinn nema maður hafi innherjaupplýsingar. Og síðan ég byrjaði að spá fyrir um gengisþróun hef ég þekkt til fræðilegra skrifa um gengið, og aftur og aftur hefur það sýnt sig að gengisþróunin – sérstaklega til skamms tíma – er það sem hagfræðingar kalla „slembigöngu“. Að giska á hvort gjaldmiðill fer upp eða niður (miðað við markaðsvæntingar) er eins og að kasta upp peningi. Einmitt vegna þess að gjaldeyrismarkaðir endurspegla yfirleitt nú þegar allar tiltækar opinberar upplýsingar.Af hverju að hafa fyrir því? Að gefnum þeim efasemdum sem ég hef um getuna til að snúa á markaðinn vaknar auðvitað sú spurning af hverju ég sé að reyna það. Einfalda svarið er: „Ég fæ borgað fyrir það.“ Réttara svar er: „Ég verð að gera það,“ í þeim skilningi að lífið snýst um að taka ákvarðanir. Allt sem við gerum snýst að einhverju leyti um spádóma. Þegar við förum yfir götu metum við hvort bíll muni keyra á okkur eða ekki. Við metum áhættuna. Öll fyrirtæki sem hafa útgjöld og tekjur í mismunandi gjaldmiðlum verða að hafa skoðun á því hvernig gjaldmiðlarnir muni þróast og verða að ákveða hvort þau baktryggi sig fyrir áhættunni eða ekki, á nákvæmlega sama hátt og þau ákveða hvort þau kaupi brunatryggingu.Forðist að tapa fyrir markaðnum Skoðanir mínar á gjaldeyrismarkaðnum hafa þróast mikið á síðustu 20 árum þrátt fyrir að ég sé sömu skoðunar í dag og fyrir 20 árum. Fyrir 20 árum – eins og í dag – taldi ég að maður gæti ekki kerfisbundið snúið á gjaldeyrismarkaðinn. En núna einbeiti ég mér ekki lengur að því að snúa á markaðinn heldur að því að reyna að láta markaðinn ekki snúa á mig. Og ég held að ég geti það. Þess vegna held ég að ég geti almennt komið fram með gengisspár sem eru eins góðar og spár markaðarins. Með spám markaðarins á ég við það sem svokallaðir framvirkir markaðir segja okkur um framtíðargengið. Ég hef einnig komist að þeirri staðföstu niðurstöðu að maður geti gert þetta með því að vera kerfisbundinn og einbeita sér að þeim 4-5 þáttum sem hagfræðibækurnar segja manni að knýi gengisþróunina – hlutfallslegri verðbólgu og hlutfallslegri peningamálastefnu, framleiðni, viðskiptakjörum og ytra ójafnvægi (viðskiptahalla) og ef maður gerir það á maður býsna góða möguleika á að standa sig eins vel og markaðurinn og jafnvel snúa á markaðinn annað slagið. Og það sem ég tel að skipti kannski mestu máli er að maður græðir mikið á að hunsa „pólitískan hávaða“ þegar maður spáir fyrir um gengið þar sem „pólitískur hávaði“ er oft einmitt það – hávaði.
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun
Hvenær er lögbrot lögbrot og hvenær er lögbrot ekki lögbrot!! Sigurður Freyr Sigurðarson Skoðun