Lífið

Falleg íslensk heimili: Ungt fólk sem hefur komið sér einstaklega vel fyrir úti á Seltjarnarnesi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Fallegt heimili.
Fallegt heimili.
Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og heitir hann Falleg íslensk heimili.

Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Að þessu sinni fóru sérfræðingarnir í heimsókn á Skerjabrautina á Seltjarnarnesinu. Þar hafa þau  Margrét Edda Einarsdóttir og Valgeir Gunnlaugsson komið sér virkilega vel fyrir í huggulegri íbúð á Iðunnarreitnum svokallaða á Seltjarnarnesi.

Seltjarnarnes breyttist úr fámennum sveitahrepp yfir í nútíma byggðarlag með skipulögðum íbúðarhverfum á 6. og 7. áratug 20. aldar. Nálægðin við hafið og náttúruna höfðaði til margra og því var snemma eftirsótt að búa á nesinu. Byggðin einkenndist í upphafi af einbýlis- og tvíbýlishúsum en um 1968 risu fyrstu stóru fjölbýlishúsin við götuna Tjarnarból.

Á Iðunnarreitnum svokallaða standa nú fjölbýlishús. Árið 1966 stóð á lóðinni hús Prjónastofunnar Iðunnar h.f. sem framleiddi prjónavörur um hálfrar aldar skeið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×