Umfjöllun og viðtöl: Valur - ÍBV 31-27 | Valsmenn náðu í oddaleik Stefán Árni Pálsson skrifar 12. apríl 2017 22:45 Úr leiknum í kvöld. vísir/anton brink Valur náði að knýja fram oddaleik eftir sigur á ÍBV, 31-27, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla en liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Vignir Stefánsson var frábær í liði Vals og gerði átta mörk og mörg hver mjög svo mikilvæg. Sigurbergur Sveinsson gerði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en staðan eftir 30 mínútur var 15-13 fyrir Valsmenn og Eyjamenn heldur betur inn í leiknum. Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar staðan var 5-2 fyrir Val og það var þegar Alexander Örn Júlíusson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni og allt varð vitlaust í höllinni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn strax á því að jafna leikinn í 15-15 og þá héldu margir að þeir væru að fara taka yfir. Svo var ekki og Komst Valur fljótlega í 21-16 og með fín tök á leiknum þegar korter var eftir. Eyjamenn náðu að jafna metin í 25-25 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn voru ótrúlega serkir á lokakaflanum og unnu að lokum frábæran karaktersigur 31-27. Það verður því oddaleikur út í Vestmannaeyjum um laust sæti í undanúrslitunum. Sá leikur fer fram á laugardaginn klukkan 16:00. Guðlaugur: Ýmir hljóp ítrekað af velli til að æla„Þetta var frábær sigur hjá okkur og það skein í gegn allan tímann að liðið er með rosalega mikinn karakter,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Það sem vantaði upp á í leiknum út í Eyjum á sunnudaginn kom fram í dag.“ Anton Rúnarsson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna veikinda. Sveinn Aron Sveinsson kom ekkert við sögu í kvöld og sat allan tímann á bekknum en hann var að glíma við pest og það sama má segja um Ýmir Örn Gíslason sem var reyndar frábær í vörninni hjá Val. „Það stakk sér niður pest hjá liðinu og það voru nokkrir leikmenn ælandi í gær. Ýmir hljóp til að mynda reglulega af bekknum í kvöld til að æla og spilaði engu að síður vörnina mjög vel. Anton var bara rúmliggjandi og gat með engu móti spilað í kvöld. Þessi karakter í strákurinn vinnur leiki.“ Guðlaugur segir að hann verði nauðsynlega að fá alla leikmenn inn í liðið fyrir laugardaginn. „Við erum bara á leiðinni í stríð á erfiðasta útvöll landsins.“ Róbert Aron: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum bara virkilega lélegir í kvöld og skelfilegir varnalega,“ segir Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, eftir tapið í kvöld. „Við vorum líka að láta henda okkur mikið útaf og það kostaði sitt. Mér fannst við ekkert vera vanmeta þá þrátt fyrir einhvern veikindi en kannski var það alltaf í hausnum á okkur að staðan væri 1-0 fyrir okkur. Róbert segir að liðið hafi einfaldlega spilað illa í kvöld og ekki haldið sig við planið. „Fyrir næsta leik þurfum við bara að bæta allt, bæði sóknarleik og varnarleik,“ segir Róbert. ÍBV jafnaði metin í 25-25 en síðan skoraði liðið bara tvö mörk. „Við vorum ekkert bensínlausir og við eigum að klára svona leiki. Ég vil bara sjá fullan kofa á laugardaginn og við förum alltaf áfram.“ Bein textalýsing frá leiknum í kvöldLeik lokið 31-27: Það verður oddaleikur á laugardaginn. 29-25 (59.mín): Vignir Stefánsson setur boltann í netið eftir hraðaupphlaup. Þessi leikur er búinn. Það er oddaleikur. 27-25 (58.mín): Theodór setur boltann framhjá úr víti. Þetta sést ekki oft á ári. Á rosalegum tímapunkti. Orri Freyr var að fá sína þriðju brottvísun hjá Val og því rautt. 27-25 (57.mín): Gric skorar í autt markið yfir allan völlinn. 26-25 (56.min): Atli Karl með sitt þriðja mark í leiknum.25-25 (55.mín): Róbert Aron Hostert skorar og það annað mark Eyjamanna í röð. Þær jafna metin. 25-23 (54.mín): Ólafur Ægir fer bara einn í gegnum vörn ÍBV og skorar. 24-23 (53. mín): Theodór Sigurbjörnsson skorar úr víti sem Róbert Aron fiskar. 24-21 (51.mín): Gric með alveg svakalega mikilvægt mark fyrir Valsmenn. Þetta varð að koma fyrir þá. 23-21 (50.mín): Stephen Nielsen með tvær stórkostlegar vörslur og Eyjamenn fara í sókn og skora. Þar var að verki Sigurbergur Sveinsson.23-20 (49.mín): Nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og Valsmenn með boltann. Eyjamenn verða setja í fimmta gír núna. 23-19 (48.mín): Ólafur Ægir Ólafsson með flott mark fyrir Val og heldur betur mikilvægt. 22-18 (48.mín): Róbert Aron Hostert fær svo mikið dauðafæri að það verður ekkert betra. Alveg einn á línunni en Hlynur Morthens ver þetta stórkostlega. 22-18 (47): Vignir Stefánsson skorar úr víti. 21-17 (43.mín): Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, liggur sárþjáður inni á vellinum. Hann hefur meiðst mjög illa á kálfa og það kæmi manni mjög á óvart ef hann kemur aftur inn á völlinn.21-16 (42.mín): Atli Karl skorar annað markið í röð og kemur Val fimm mörkum yfir.20-16 (40.mín): Atli Karl Bachmann að fara inn úr horninu og skora fyrir Val. ÍBV tveimur mönnum færri.19-16 (37.mín): Heimamenn virtust ætla hleypa Eyjamönnum inn í þennan leik en svo virðist ekki vera. Bubbi kominn í markið og farinn að verja. 16-15 (35.mín): Valsmenn halda forystu sinni. 15-14 (32.mín): Eyjamenn með fyrsta markið í síðari hálfleik og er það enginn annar en Magnús Stefánsson frá Fagraskógi.Hálfleikur 15-13: Valsmenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta verður spennandi til loka. 13-11 (29.mín): Enginn í markinu hjá Vals og Teddi setur boltann í autt netið. 13-9 (27.mín): Orri Freyr Gíslason skorar inni á línunni eftir frábæra sendingu frá Ólafi Ægi. 12-9 (26.mín): Róbert Aron Hostert fer upp allan völlinn, stekkur upp fyrir framan vörn Vals og skorar frábært mark. Munar núna bara þremur mörkum.12-7 (25.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er að verja mjög vel hjá Val.12-7 (23.mín): Vignir Stefánsson með þriðja mark sitt í leiknum. Hann nýtir færin rosalega vel. 11-6 (20.mín): Atli Már Báruson með flott mark eftir virkilega gott samspil. 10-5 (19.mín): Eyjamenn er bara alls ekki að spila vel í kvöld. 9-5 (18. mín): Lítið að ganga hjá liðinum núna en Vignir Stefánsson með frábært mark úr þröngu færi. 8-5 (15.mín): Valsmenn hirða hér boltann af Eyjamönnum og bruna og skora. 5-4 (13.mín): Sigurbergur Sveinsson með fínt mark fyrir ÍBV. Valsmenn virðast frekar slegnir eftir þetta atvik. Rautt eftir 10 mínútna leik. 5-2 (11.mín): Alexander Örn Júlíusson fær rautt spjald!! Fer í andlitið á Agnari Smár en þetta var mjög harður dómur, það verður að segjast. 5-2 (10.mín): Róbert Aron er kominn úr skónum og verið er að teipa hann. Valsmenn byrja hrikalega vel.4-2 (8.mín): Laglegt spil og Orri Freyr með fínt mark af línunni.3-2 (6.mín): Gric með annað frábært mark. Róbert Aron Hostert lendir eitthvað illa og er að drepast í ökklanum. Hann þarf að fara af velli. Vonandi ekki alvarlegt. 2-2 (4.mín): Josip Gric með fínt mark fyrir Valsmenn. Fín byrjun á þessum leik. 1-1 (2.mín): Róbert Aron Hostert jafnar metin fyrir ÍBV og bæði lið skora í sinni fyrstu sókn.0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Eyjamanna kalla Óskar Bjarna, þjálfara Vals, til sín og biðja hann afsökunar að hafa sagt "fokkaðu þér Óskar" í síðasta leik. Óskar fær blómvönd og páskaegg og þeir syngja síðan "fyrirgefðu Óskar". Snillingar. Fyrir leik: Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, er veikur heima með streptó og er ekki með Val í kvöld. Einn besti leikmaður liðsins og þetta er skelfilegar fréttir fyrir heimamenn. Fyrir leik: Eyjamenn mæta mjög snemma og eru fleiri í húsinu núna. Fyrir leik: Þessi lið mættust hér í Valsheimilinu fyrir nokkrum dögum og þá í lokaumferðinni í Olís-deildinni. Þá vann ÍBV eins marks sigur og allt fór í háa loft. Menn létu orð eins og "fokkaðu þér" falla og mikið fjör. Þetta verður án efa svakalegur leikur í kvöld. Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp. Það verða fjölmargir í stúkunni í kvöld. Áhorfendur eru farnir að láta sjá sig hálftíma leik. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísis í Valsheimilið. Framundan er leikur Vals og ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. ÍBV leiðir einvígið 1-0 og fer áfram með sigri hér í kvöld. Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira
Valur náði að knýja fram oddaleik eftir sigur á ÍBV, 31-27, í öðrum leik liðanna í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla en liðin mættust í Valsheimilinu í kvöld. Vignir Stefánsson var frábær í liði Vals og gerði átta mörk og mörg hver mjög svo mikilvæg. Sigurbergur Sveinsson gerði einnig átta mörk fyrir ÍBV. Valsmenn byrjuðu leikinn betur og voru með yfirhöndina í fyrri hálfleiknum en staðan eftir 30 mínútur var 15-13 fyrir Valsmenn og Eyjamenn heldur betur inn í leiknum. Umdeilt atvik átti sér stað í byrjun leiksins þegar staðan var 5-2 fyrir Val og það var þegar Alexander Örn Júlíusson fékk beint rautt spjald fyrir brot á Agnari Smára Jónssyni og allt varð vitlaust í höllinni. Eyjamenn byrjuðu seinni hálfleikinn strax á því að jafna leikinn í 15-15 og þá héldu margir að þeir væru að fara taka yfir. Svo var ekki og Komst Valur fljótlega í 21-16 og með fín tök á leiknum þegar korter var eftir. Eyjamenn náðu að jafna metin í 25-25 þegar fimm mínútur voru eftir en Valsmenn voru ótrúlega serkir á lokakaflanum og unnu að lokum frábæran karaktersigur 31-27. Það verður því oddaleikur út í Vestmannaeyjum um laust sæti í undanúrslitunum. Sá leikur fer fram á laugardaginn klukkan 16:00. Guðlaugur: Ýmir hljóp ítrekað af velli til að æla„Þetta var frábær sigur hjá okkur og það skein í gegn allan tímann að liðið er með rosalega mikinn karakter,“ segir Guðlaugur Arnarson, annar þjálfari Vals, eftir sigurinn. „Það sem vantaði upp á í leiknum út í Eyjum á sunnudaginn kom fram í dag.“ Anton Rúnarsson gat ekki leikið með liðinu í kvöld vegna veikinda. Sveinn Aron Sveinsson kom ekkert við sögu í kvöld og sat allan tímann á bekknum en hann var að glíma við pest og það sama má segja um Ýmir Örn Gíslason sem var reyndar frábær í vörninni hjá Val. „Það stakk sér niður pest hjá liðinu og það voru nokkrir leikmenn ælandi í gær. Ýmir hljóp til að mynda reglulega af bekknum í kvöld til að æla og spilaði engu að síður vörnina mjög vel. Anton var bara rúmliggjandi og gat með engu móti spilað í kvöld. Þessi karakter í strákurinn vinnur leiki.“ Guðlaugur segir að hann verði nauðsynlega að fá alla leikmenn inn í liðið fyrir laugardaginn. „Við erum bara á leiðinni í stríð á erfiðasta útvöll landsins.“ Róbert Aron: Þurfum að laga allt fyrir næsta leik„Við vorum bara virkilega lélegir í kvöld og skelfilegir varnalega,“ segir Róbert Aron Hostert, leikmaður ÍBV, eftir tapið í kvöld. „Við vorum líka að láta henda okkur mikið útaf og það kostaði sitt. Mér fannst við ekkert vera vanmeta þá þrátt fyrir einhvern veikindi en kannski var það alltaf í hausnum á okkur að staðan væri 1-0 fyrir okkur. Róbert segir að liðið hafi einfaldlega spilað illa í kvöld og ekki haldið sig við planið. „Fyrir næsta leik þurfum við bara að bæta allt, bæði sóknarleik og varnarleik,“ segir Róbert. ÍBV jafnaði metin í 25-25 en síðan skoraði liðið bara tvö mörk. „Við vorum ekkert bensínlausir og við eigum að klára svona leiki. Ég vil bara sjá fullan kofa á laugardaginn og við förum alltaf áfram.“ Bein textalýsing frá leiknum í kvöldLeik lokið 31-27: Það verður oddaleikur á laugardaginn. 29-25 (59.mín): Vignir Stefánsson setur boltann í netið eftir hraðaupphlaup. Þessi leikur er búinn. Það er oddaleikur. 27-25 (58.mín): Theodór setur boltann framhjá úr víti. Þetta sést ekki oft á ári. Á rosalegum tímapunkti. Orri Freyr var að fá sína þriðju brottvísun hjá Val og því rautt. 27-25 (57.mín): Gric skorar í autt markið yfir allan völlinn. 26-25 (56.min): Atli Karl með sitt þriðja mark í leiknum.25-25 (55.mín): Róbert Aron Hostert skorar og það annað mark Eyjamanna í röð. Þær jafna metin. 25-23 (54.mín): Ólafur Ægir fer bara einn í gegnum vörn ÍBV og skorar. 24-23 (53. mín): Theodór Sigurbjörnsson skorar úr víti sem Róbert Aron fiskar. 24-21 (51.mín): Gric með alveg svakalega mikilvægt mark fyrir Valsmenn. Þetta varð að koma fyrir þá. 23-21 (50.mín): Stephen Nielsen með tvær stórkostlegar vörslur og Eyjamenn fara í sókn og skora. Þar var að verki Sigurbergur Sveinsson.23-20 (49.mín): Nú munar aðeins þremur mörkum á liðunum og Valsmenn með boltann. Eyjamenn verða setja í fimmta gír núna. 23-19 (48.mín): Ólafur Ægir Ólafsson með flott mark fyrir Val og heldur betur mikilvægt. 22-18 (48.mín): Róbert Aron Hostert fær svo mikið dauðafæri að það verður ekkert betra. Alveg einn á línunni en Hlynur Morthens ver þetta stórkostlega. 22-18 (47): Vignir Stefánsson skorar úr víti. 21-17 (43.mín): Magnús Stefánsson, leikmaður ÍBV, liggur sárþjáður inni á vellinum. Hann hefur meiðst mjög illa á kálfa og það kæmi manni mjög á óvart ef hann kemur aftur inn á völlinn.21-16 (42.mín): Atli Karl skorar annað markið í röð og kemur Val fimm mörkum yfir.20-16 (40.mín): Atli Karl Bachmann að fara inn úr horninu og skora fyrir Val. ÍBV tveimur mönnum færri.19-16 (37.mín): Heimamenn virtust ætla hleypa Eyjamönnum inn í þennan leik en svo virðist ekki vera. Bubbi kominn í markið og farinn að verja. 16-15 (35.mín): Valsmenn halda forystu sinni. 15-14 (32.mín): Eyjamenn með fyrsta markið í síðari hálfleik og er það enginn annar en Magnús Stefánsson frá Fagraskógi.Hálfleikur 15-13: Valsmenn tveimur mörkum yfir í hálfleik. Þetta verður spennandi til loka. 13-11 (29.mín): Enginn í markinu hjá Vals og Teddi setur boltann í autt netið. 13-9 (27.mín): Orri Freyr Gíslason skorar inni á línunni eftir frábæra sendingu frá Ólafi Ægi. 12-9 (26.mín): Róbert Aron Hostert fer upp allan völlinn, stekkur upp fyrir framan vörn Vals og skorar frábært mark. Munar núna bara þremur mörkum.12-7 (25.mín): Sigurður Ingiberg Ólafsson er að verja mjög vel hjá Val.12-7 (23.mín): Vignir Stefánsson með þriðja mark sitt í leiknum. Hann nýtir færin rosalega vel. 11-6 (20.mín): Atli Már Báruson með flott mark eftir virkilega gott samspil. 10-5 (19.mín): Eyjamenn er bara alls ekki að spila vel í kvöld. 9-5 (18. mín): Lítið að ganga hjá liðinum núna en Vignir Stefánsson með frábært mark úr þröngu færi. 8-5 (15.mín): Valsmenn hirða hér boltann af Eyjamönnum og bruna og skora. 5-4 (13.mín): Sigurbergur Sveinsson með fínt mark fyrir ÍBV. Valsmenn virðast frekar slegnir eftir þetta atvik. Rautt eftir 10 mínútna leik. 5-2 (11.mín): Alexander Örn Júlíusson fær rautt spjald!! Fer í andlitið á Agnari Smár en þetta var mjög harður dómur, það verður að segjast. 5-2 (10.mín): Róbert Aron er kominn úr skónum og verið er að teipa hann. Valsmenn byrja hrikalega vel.4-2 (8.mín): Laglegt spil og Orri Freyr með fínt mark af línunni.3-2 (6.mín): Gric með annað frábært mark. Róbert Aron Hostert lendir eitthvað illa og er að drepast í ökklanum. Hann þarf að fara af velli. Vonandi ekki alvarlegt. 2-2 (4.mín): Josip Gric með fínt mark fyrir Valsmenn. Fín byrjun á þessum leik. 1-1 (2.mín): Róbert Aron Hostert jafnar metin fyrir ÍBV og bæði lið skora í sinni fyrstu sókn.0-0 (1.mín): Þá er leikurinn hafinn.Fyrir leik: Stuðningsmenn Eyjamanna kalla Óskar Bjarna, þjálfara Vals, til sín og biðja hann afsökunar að hafa sagt "fokkaðu þér Óskar" í síðasta leik. Óskar fær blómvönd og páskaegg og þeir syngja síðan "fyrirgefðu Óskar". Snillingar. Fyrir leik: Anton Rúnarsson, leikmaður Vals, er veikur heima með streptó og er ekki með Val í kvöld. Einn besti leikmaður liðsins og þetta er skelfilegar fréttir fyrir heimamenn. Fyrir leik: Eyjamenn mæta mjög snemma og eru fleiri í húsinu núna. Fyrir leik: Þessi lið mættust hér í Valsheimilinu fyrir nokkrum dögum og þá í lokaumferðinni í Olís-deildinni. Þá vann ÍBV eins marks sigur og allt fór í háa loft. Menn létu orð eins og "fokkaðu þér" falla og mikið fjör. Þetta verður án efa svakalegur leikur í kvöld. Fyrir leik: Leikmenn komnir út á gólf og farnir að hita upp. Það verða fjölmargir í stúkunni í kvöld. Áhorfendur eru farnir að láta sjá sig hálftíma leik. Fyrir leik: Heilir og sælir áhorfendur góðir og verið velkomnir til leiks með Boltavakt Vísis í Valsheimilið. Framundan er leikur Vals og ÍBV í 8-liða úrslitum Olís-deildar karla. ÍBV leiðir einvígið 1-0 og fer áfram með sigri hér í kvöld.
Olís-deild karla Mest lesið Hareide hættur með landsliðið Fótbolti Foreldrarnir vissu ekki að hún væri bardagakona Sport „Við munum þurfa að þjást í langan tíma“ Enski boltinn Geir fer aftur í Vesturbæinn Íslenski boltinn „Liverpool má alls ekki leyfa Salah að yfirgefa Anfield“ Enski boltinn Tólf leikmenn komnir til KR Íslenski boltinn Enn erfiðara að komast á heimsleikana í CrossFit á næsta ári Sport Tímabært að breyta til Handbolti Ekkert lið með meiri forystu síðan Cantona var upp á sitt besta Enski boltinn Sameinast litla bróður hjá Kolstad Handbolti Fleiri fréttir Sameinast litla bróður hjá Kolstad Tímabært að breyta til Benedikt markahæstur í sannfærandi sigri Kolstad Aftur eins marks tap en nú tekur EM við Lokað á útsendingu frá generalprufu Íslands Fulltrúar ÍBV og HSÍ hafi mætt seint: „Í mínum huga er þetta algjör þvæla“ ÍBV kærði Hauka: „Hvernig gæti HSÍ verið annarrar skoðunar en reglurnar?“ Stelpur Þóris fóru illa með fyrsta mótherja Íslands Stelpurnar okkar rændar jöfnunarmarki? Olís-deild karla: FH vann stórsigur í Breiðholti og önnur úrslit Uppgjörið: Haukar - Valur 29-33 | Valur heldur í við toppliðin með sigri gegn Haukum Íslendingaliðin töpuðu bæði Ísland tapaði með minnsta mun Ekki haft tíma til að spá í EM Framarar náðu toppliðunum að stigum Frábær endasprettur hjá Janusi Daða og félögum Viggó öflugur í dramatískum endurkomusigri Aron og Bjarki fögnuðu sigri gegn Viktori Gísla Hollensku stelpurnar í fínu formi fyrir EM „Mér finnst við alveg skítlúkka“ Kári í bann fyrir „illkvittið“ högg í andlit Fæddur árið 2007, brillerar í efstu deild og fann upp á Orra Óstöðvandi Þórey gaf ekki kost á sér: „Snýst um hlutverk mitt innan liðsins“ Frábær sigur hjá Orra og félögum á móti PSG Kristján lét að sér kveða þegar sigurgangan hélt áfram Súrt kvöld fyrir Íslendingaliðin í Meistaradeildinni „Langstærsti búningasamningur sem HSÍ hefur gert“ Viktor mætir Aroni: „Hann var átrúnaðargoðið mitt“ Landsliðin spila í Adidas næstu árin „Eigum ekki að setja sálfa okkur í þessa stöðu“ Sjá meira