Greta Salóme fór á kostum Jónas Sen skrifar 13. apríl 2017 11:00 Gréta Salóme fór á kostum á Freyjujazz tónleikum á Listasafni Íslands í vikunni. Visir/Anton Brink Ég kom við í Listasafni Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Leiðin lá fyrst í kaffiteríuna, en á meðan ég var að ganga upp stigann heyrðist ofsafenginn hljóðfæraleikur. Hann barst að neðan og var vægast sagt framandi. Þetta var auðheyrilega sígaunatónlist. Laglínurnar voru flúraðar, sterk austurlensk áhrif voru greinanleg, takturinn var skoppandi, hljómagangurinn líflegur og mikið um svokallaða minnkaða hljóma. Til að kóróna allt var fiðlan í forgrunni. Þetta var Greta Salóme sem var að hita sig upp. Hún var að fara að koma fram á tónleikum. Landsmenn þekkja Gretu fyrst og fremst sem fulltrúa þjóðarinnar á Eurovison fyrir skemmstu. Hún er þó ekki bara poppdíva og lagasmiður, heldur hámenntaður fiðluleikari sem á m.a. heima í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er augljóslega ákaflega fjölhæf. Með Grétu spiluðu Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Dagskráin einkenndist af sígaunastíl. Slík tónlist er sjaldheyrð á Íslandi, en þó ekki. Haydn, Brahms, Mozart og félagar eru fluttir hér í hverri viku á hinum og þessum tónleikum, og þeir voru hugfangnir af tónlist sígauna. Kaflar í verkum þeirra eru innblásnir af slíkri músík, og maður heyrir þá oft. Greta var hins vegar ekki að spila klassík heldur djass og henni fórst það einstaklega vel úr hendi. Leikstíllinn minnti mjög á Stephane Grappelli, tónarnir voru tærir en samt dásamlega tvíræðir, eins mótsagnarkennt og það hljómar. Hrynjandin var hárnákvæm og alls konar hröð tónahlaup voru létt og leikandi. Tónleikarnir voru hluti af röð sem hefur vakið töluverða athygli. Hún ber heitið Freyjujazz og er hugarfóstur Sunnu Gunnlaugs djasspíanista. Markmiðið, fyrir utan það að skemmta áheyrendum, er að auka veg kvenna í djassinum. Það kemur því alltaf fram a.m.k. ein kona á tónleikum raðarinnar. Sem fyrr segir var sígaunastíllinn þema tónleikanna, en það voru undantekningar. Moon River er ekkert sígaunalag. Það var þó ákaflega fallega spilað, fiðlan var draumkennd og ljóðræn. Eitt lagið á dagskránni var eftir móður Gretu, það var fjörlegt og grípandi. Meðleikararnir voru magnaðir. Gunnar Hilmarsson á gítarnum var frábær. Hann spilaði af gríðarlegri fimi og innlifun, svo mjög að það var alveg einstakt. Leifur á bassann var líka afar rytmískur og kröftugur. Samspil þeirra þriggja var vandað og samtaka, þau spiluðu eins og ein manneskja. Þetta var skemmtileg stund. Hádegistónleikar eru notaleg leið til að brjóta upp daginn og hverfa frá amstrinu. Oftast er talað um flótta frá veruleikanum sem eitthvað neikvætt, en svo þarf aldeilis ekki að vera. Stundum er gott að gleyma sér aðeins og hvað er þá betra en lifandi og safarík tónlist?Niðurstaða: Sígaunadjass í Listasafninu var flottur. Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira
Ég kom við í Listasafni Íslands í hádeginu á þriðjudaginn. Leiðin lá fyrst í kaffiteríuna, en á meðan ég var að ganga upp stigann heyrðist ofsafenginn hljóðfæraleikur. Hann barst að neðan og var vægast sagt framandi. Þetta var auðheyrilega sígaunatónlist. Laglínurnar voru flúraðar, sterk austurlensk áhrif voru greinanleg, takturinn var skoppandi, hljómagangurinn líflegur og mikið um svokallaða minnkaða hljóma. Til að kóróna allt var fiðlan í forgrunni. Þetta var Greta Salóme sem var að hita sig upp. Hún var að fara að koma fram á tónleikum. Landsmenn þekkja Gretu fyrst og fremst sem fulltrúa þjóðarinnar á Eurovison fyrir skemmstu. Hún er þó ekki bara poppdíva og lagasmiður, heldur hámenntaður fiðluleikari sem á m.a. heima í Sinfóníuhljómsveit Íslands. Hún er augljóslega ákaflega fjölhæf. Með Grétu spiluðu Gunnar Hilmarsson á gítar og Leifur Gunnarsson á kontrabassa. Dagskráin einkenndist af sígaunastíl. Slík tónlist er sjaldheyrð á Íslandi, en þó ekki. Haydn, Brahms, Mozart og félagar eru fluttir hér í hverri viku á hinum og þessum tónleikum, og þeir voru hugfangnir af tónlist sígauna. Kaflar í verkum þeirra eru innblásnir af slíkri músík, og maður heyrir þá oft. Greta var hins vegar ekki að spila klassík heldur djass og henni fórst það einstaklega vel úr hendi. Leikstíllinn minnti mjög á Stephane Grappelli, tónarnir voru tærir en samt dásamlega tvíræðir, eins mótsagnarkennt og það hljómar. Hrynjandin var hárnákvæm og alls konar hröð tónahlaup voru létt og leikandi. Tónleikarnir voru hluti af röð sem hefur vakið töluverða athygli. Hún ber heitið Freyjujazz og er hugarfóstur Sunnu Gunnlaugs djasspíanista. Markmiðið, fyrir utan það að skemmta áheyrendum, er að auka veg kvenna í djassinum. Það kemur því alltaf fram a.m.k. ein kona á tónleikum raðarinnar. Sem fyrr segir var sígaunastíllinn þema tónleikanna, en það voru undantekningar. Moon River er ekkert sígaunalag. Það var þó ákaflega fallega spilað, fiðlan var draumkennd og ljóðræn. Eitt lagið á dagskránni var eftir móður Gretu, það var fjörlegt og grípandi. Meðleikararnir voru magnaðir. Gunnar Hilmarsson á gítarnum var frábær. Hann spilaði af gríðarlegri fimi og innlifun, svo mjög að það var alveg einstakt. Leifur á bassann var líka afar rytmískur og kröftugur. Samspil þeirra þriggja var vandað og samtaka, þau spiluðu eins og ein manneskja. Þetta var skemmtileg stund. Hádegistónleikar eru notaleg leið til að brjóta upp daginn og hverfa frá amstrinu. Oftast er talað um flótta frá veruleikanum sem eitthvað neikvætt, en svo þarf aldeilis ekki að vera. Stundum er gott að gleyma sér aðeins og hvað er þá betra en lifandi og safarík tónlist?Niðurstaða: Sígaunadjass í Listasafninu var flottur.
Tónlistargagnrýni Mest lesið Fær stóru tíðindin á sama tíma og við hin Lífið Myndaveisla: Rífandi stemning og hópsöngur í Breiðholti Lífið Myndaveisla: Dansað fram á nótt á þorrablóti Keflavíkur Lífið Meintur stuldur á borð RÚV Lífið „Að maður geti gert allt sjálfur hefur kennt mér margt“ Lífið Deila um gervigreind skekur Hollywood í aðdraganda Óskarsins Bíó og sjónvarp Kennir óprúttnum aðila um Instagram aðförina að eiginkonunni Lífið Ofsafengin sjálfsrækt getur reynst stórskaðleg Lífið Fyrsta samfélagsmiðlastjarna Íslands: „Ert þú að segja að ég sé feitur?“ Lífið Guðni og Margrét selja svansvottaða eign á Selfossi Lífið Fleiri fréttir Litríkar umbúðir en lítið innihald Illa bruggaðar Guðaveigar Vínartónleika skorti léttleika: Dansararnir stálu senunni Kynferðislega ófullnægður forstjóri finnur sér ungan graðfola Nýársswing með handbremsu Getuleysi á stóra sviðinu Barist um arfinn í Borgó Brostnar væntingar á Frostrósum Jólakötturinn hvæsti á tónleikagesti Bríet olli vonbrigðum Sjá meira