Getum látið gott af okkur leiða með samstöðu Magnús Guðmundsson skrifar 15. apríl 2017 10:30 Auður Hauksdóttir segir að hugmyndina að Vigdísarstofnun megi rekja til ferðalags hennar til Japan um síðustu aldamót. Visir/Stefán Vigdís,“ svarar björt og glaðleg rödd þegar hringt er í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til þess að falast eftir viðmælanda. Það er Vigdís Finnbogadóttir sjálf sem greip símann og þó svo hún sé til í að spjalla um heima og geima þá er hún fljót að vísa frá sér viðtalsbeiðni og segir að það eigi að vera Auður Hauksdóttir sem sé upphafskona að þessu ævintýri, en Vigdísarstofnun verður opnuð formlega í nýju húsi þann 20. þessa mánaðar. Það er heldur ekki í kot vísað að spjalla við Auði sem hefur frá upphafi leitt stofnunina og hún segir að það sé ágætlega lýsandi fyrir stofnunina og það létta yfirbragð sem þar ríkir að frú Vigdís grípi af og til í símsvörun. „Það sem er svo dásamlegt við þetta verkefni er einmitt hvað það hefur myndast ótrúlega breið og góð samstaða um það og hversu margir sýna okkur velvild á ýmsan hátt. Það er algjört æði.“Byrjaði í Japan Auður segir að upphaf þessa ævintýris megi rekja til þess að hún hafi farið til Japans árið 2000 til þess að heimsækja dóttur sína sem þá var þar í námi. „Ég kom í háskóla þar og hitti fyrir japanska fræðimenn og það kom fyrir að þeir áttu það til að rugla saman Íslandi og Írlandi. Þeir leystu það yfirleitt með því að spyrja hvort það væri landið þaðan sem ljóshærði kvenforsetinn kæmi?“ segir Auður og hlær við tilhugsunina. „Mér fannst svo ótrúlegt að vera komin hinum megin á hnöttinn og að fólk setti þar Ísland á heimskortið út frá þessari konu en að við Íslendingar værum ekkert að gera með þetta sjálf eða að sýna ómetanlegu framlagi hennar þann sóma sem vert væri. Þetta vakti mig til umhugsunar og í framhaldinu fór ég á fund Páls Skúlasonar sem þá var rektor og ræddi hvort að Háskóli Íslands ætti ekki að taka að sér forystuna í þessu máli. Páll og allir kollegar mínir hér innan tungumálanna tóku þessu strax ákaflega vel og við fórum að ræða þetta og fljótlega barst umræðan að hugðarefnum Vigdísar í bland við þessi viðbrögð í Japan.Áhugi og virðing Vigdís hafði komið oftar en einu sinni til Japans og í því samhengi áttuðum við okkur á því hvers vegna fólk mundi svo vel eftir henni. Hún hafði komið þangað til þess að vera við jarðarför Hirohitos og áttað sig á því, líklega ein fárra þjóðarleiðtoga, að sorgarliturinn í Japan er ljós klæðnaður sem hún auðvitað klæddist, ein innan um alla hina dökkklæddu. Fyrir vikið vakti hún feykilega athygli og var í öllum fjölmiðlum og allir þekktu hana frá öllum hinum þjóðarleiðtogunum. Við höfðum áður áttað okkur á því að ástæða þess að Vigdís náði svona góðu sambandi við t.d. Norðurlandaþjóðir að hún bjó yfir menningarlæsi. Hún lagði sig eftir tungumálunum, hún lagði sig eftir menningunni og nálgaðist þá sem hún heimsótti á þeirra forsendum. Hún var sannkallaður heimsborgari. Á þessu eigum við Íslendingar oft erfitt með að átta okkur. Að við séum ekki einvörðungu að segja öðrum hvers við erum megnug eða hvað menning okkar sé sérstök. Heldur einmitt að sýna öðrum virðingu og nálgast aðra á þeirra forsendum og af einlægum áhuga. Þetta er það sem menningarlæsi og tungumálakunnátta gengur út á. Þess vegna þróaðist þetta í þessa átt hér innan heimspekideildarinnar sem þá var og okkur fannst þessi nálgun því blasa við enda algjörlega í samræmi við fræðilegar kenningar um samskipti af þessum toga.“Húsinu glæsilega sem hýsir Vigdísarstofnun verður gefið nafn næsta þriðjudag. Visir/StefánÞurfum að bæta í Auður segir að allt frá árinu 2001 hafi verið unnið eftir þessari hugmyndafræði og fljótlega hafi komið upp sá möguleiki að stofnunin öðlaðist alþjóðlegt hlutverk. ,,Okkur langaði að leggjast á árar með Vigdísi í starfi hennar sem velgjörðarsendiherra tungumála og heiðra þannig og halda á lofti því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið á alþjóðavettvagni. Strax í upphafi var mikill áhugi á því að markera þýðingar innan stofnunarinnar vegna þess að þær eru eins og líftaug okkar Íslendinga við umheiminn. Þær bæði koma okkar menningu á framfæri við aðra og bera menningarstrauma hingað heim. Þetta er svo mikilvægt og ef við hugsum um íslenskuna og stöðu hennar þá get ég ekki hætt að undrast að Biblían hafi verið þýdd í heild sinni hér árið 1584, aðeins 34 árum eftir að Danir fengu Biblíu. Berum það saman við Noreg og Færeyjar þar sem Biblían var ekki þýdd fyrr en á nítjándu og tuttugustu öld með þeim afleiðingum að skóla- og kirkjumálið varð danska. Sálmarnir voru á dönsku og þannig eru þeir enn stundum kyrjaðir í Færeyjum. En hér strax eftir siðaskipti eru sálmarnir og trúarlífið strax allt á íslensku og það breytti vitaskuld öllu fyrir stöðu tungumálsins.“ Auður segist oft hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif það hefur þegar þekking á öðru tungumáli verður mjög almenn, eins og er með enskuna hér í dag en var með dönskuna áður. „Það er allt gott um það að segja en það á að brýna okkur til þess að þýða á íslensku svo okkar tungumál haldi áfram að þróast með öllum þeim straumum og stefnum sem eru uppi á hverjum tíma. Þar eigum við að bæta í frekar en hitt.“ Auður ítrekar hversu mikilvægt það er fyrir þjóð að eiga fólk sem getur talað við umheiminn á sem flestum tungumálum. „Við sáum þetta vel í hruninu þegar það skipti okkur miklu máli að eiga fólk sem gat komið okkur til varnar í fjölmiðlum úti um allan heim. Það skiptir svo miklu máli að geta talað og skrifað inn í orðræðuhefð annarra þjóða og þetta er eitthvað sem við hjá stofnuninni erum alltaf að minna á, viljum rannsaka og síðast en ekki síst miðla til annarra þjóða.Stærsta gjöfin Eins og Auður segir þá er viðbúið að þjóðir sem standa frammi fyrir því að tungumál þeirra er í útrýmingarhættu muni leita til stofnunarinnar eða að við leitum þær uppi. „Þá höfum við, með sögu íslenskunnar í farteskinu, heilmiklu að miðla og margt að kenna enda hefur tekist vel til með að vernda íslenskuna af ýmsum ástæðum og við getum gefið mörgum margt að hugsa um, m.a. að það skipti máli fyrir tök á eigin tungu að læra aðrar tungur. Þarna erum við þó að tala um fræðasvið íslenskunnar og aðkoma íslenskufræðinga óhjákvæmileg. En svo munum við líka hafa frumkvæði að því að standa fyrir alþjóðlegum ráðstefnum. Okkur er ætlað hlutverk samkvæmt UNESCO-samningnum sem íslensk stjórnvöld gerðu og þar er áhersla á þýðingar, erlend tungumál og kennslu þeirra. Þessu munum við að sjálfsögðu sinna og ég er viss um að þetta á eftir að vaxa og dafna enda finnum við fyrir miklum áhuga víða að. Stofnunin hefur verið á góðri siglingu og það er frábært að fá þetta hús sem er það fyrsta hérlendis sem er hannað sérstaklega utan um kennslu og rannsóknir á erlendum tungumálum og sýningu á þeim. Það er einmitt skemmtileg áskorun að eiga að gera sýningar um tungumál. Hvernig sýnir maður eitthvað sem er jafn óáþreifanlegt? En við höfum ákveðið að fyrstu árin verða helguð tungumálum og tengslum tungumála á Vestur-Norðurlöndum, þ.e.a.s. á vesturströnd Noregs, í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi. Á þessum svæðum er fjölmargt að skoða og rannsaka í samvinnu við kollega þar þannig að það eru mjög spennandi tímar fram undan.“ Á sumardaginn fyrsta er komið að því að stofnunin taki til starfa í nýju húsi og Auður segist vera alsæl með hvernig þetta hefur þróast. „Við vorum að fá nýjan forstöðumann, Sebastian Drude, sem hóf störf 1. apríl, hámenntaður maður með mikla reynslu. Við höfum notið aðstoðar víða að, frá ríkinu, Happdrætti háskólans, að utan og þannig mætti áfram telja en það sem hefur verið mest gefandi er sú samstaða sem skapaðist um þetta verkefni á þeim erfiðu tímum sem við fórum í gegnum í kjölfar hrunsins. Þá var fólk og fyrirtæki reiðubúið að leggjast á árarnar með okkur sem sýnir okkur líka hve vænt Íslendingum þykir um Vigdísi og hversu víða hún nýtur mikillar virðingar. Þetta finnst mér vera stærsta gjöfin í þessu verkefni að takast að vinna þetta í almennri sátt og samvinnu allra Íslendinga. Það er ákaflega mikils virði fyrir okkur öll að verða þess áskynja að við getum látið gott af okkur leiða, bæði inn á við og út á við, þegar við stöndum þétt saman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl. Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira
Vigdís,“ svarar björt og glaðleg rödd þegar hringt er í Stofnun Vigdísar Finnbogadóttur í erlendum tungumálum til þess að falast eftir viðmælanda. Það er Vigdís Finnbogadóttir sjálf sem greip símann og þó svo hún sé til í að spjalla um heima og geima þá er hún fljót að vísa frá sér viðtalsbeiðni og segir að það eigi að vera Auður Hauksdóttir sem sé upphafskona að þessu ævintýri, en Vigdísarstofnun verður opnuð formlega í nýju húsi þann 20. þessa mánaðar. Það er heldur ekki í kot vísað að spjalla við Auði sem hefur frá upphafi leitt stofnunina og hún segir að það sé ágætlega lýsandi fyrir stofnunina og það létta yfirbragð sem þar ríkir að frú Vigdís grípi af og til í símsvörun. „Það sem er svo dásamlegt við þetta verkefni er einmitt hvað það hefur myndast ótrúlega breið og góð samstaða um það og hversu margir sýna okkur velvild á ýmsan hátt. Það er algjört æði.“Byrjaði í Japan Auður segir að upphaf þessa ævintýris megi rekja til þess að hún hafi farið til Japans árið 2000 til þess að heimsækja dóttur sína sem þá var þar í námi. „Ég kom í háskóla þar og hitti fyrir japanska fræðimenn og það kom fyrir að þeir áttu það til að rugla saman Íslandi og Írlandi. Þeir leystu það yfirleitt með því að spyrja hvort það væri landið þaðan sem ljóshærði kvenforsetinn kæmi?“ segir Auður og hlær við tilhugsunina. „Mér fannst svo ótrúlegt að vera komin hinum megin á hnöttinn og að fólk setti þar Ísland á heimskortið út frá þessari konu en að við Íslendingar værum ekkert að gera með þetta sjálf eða að sýna ómetanlegu framlagi hennar þann sóma sem vert væri. Þetta vakti mig til umhugsunar og í framhaldinu fór ég á fund Páls Skúlasonar sem þá var rektor og ræddi hvort að Háskóli Íslands ætti ekki að taka að sér forystuna í þessu máli. Páll og allir kollegar mínir hér innan tungumálanna tóku þessu strax ákaflega vel og við fórum að ræða þetta og fljótlega barst umræðan að hugðarefnum Vigdísar í bland við þessi viðbrögð í Japan.Áhugi og virðing Vigdís hafði komið oftar en einu sinni til Japans og í því samhengi áttuðum við okkur á því hvers vegna fólk mundi svo vel eftir henni. Hún hafði komið þangað til þess að vera við jarðarför Hirohitos og áttað sig á því, líklega ein fárra þjóðarleiðtoga, að sorgarliturinn í Japan er ljós klæðnaður sem hún auðvitað klæddist, ein innan um alla hina dökkklæddu. Fyrir vikið vakti hún feykilega athygli og var í öllum fjölmiðlum og allir þekktu hana frá öllum hinum þjóðarleiðtogunum. Við höfðum áður áttað okkur á því að ástæða þess að Vigdís náði svona góðu sambandi við t.d. Norðurlandaþjóðir að hún bjó yfir menningarlæsi. Hún lagði sig eftir tungumálunum, hún lagði sig eftir menningunni og nálgaðist þá sem hún heimsótti á þeirra forsendum. Hún var sannkallaður heimsborgari. Á þessu eigum við Íslendingar oft erfitt með að átta okkur. Að við séum ekki einvörðungu að segja öðrum hvers við erum megnug eða hvað menning okkar sé sérstök. Heldur einmitt að sýna öðrum virðingu og nálgast aðra á þeirra forsendum og af einlægum áhuga. Þetta er það sem menningarlæsi og tungumálakunnátta gengur út á. Þess vegna þróaðist þetta í þessa átt hér innan heimspekideildarinnar sem þá var og okkur fannst þessi nálgun því blasa við enda algjörlega í samræmi við fræðilegar kenningar um samskipti af þessum toga.“Húsinu glæsilega sem hýsir Vigdísarstofnun verður gefið nafn næsta þriðjudag. Visir/StefánÞurfum að bæta í Auður segir að allt frá árinu 2001 hafi verið unnið eftir þessari hugmyndafræði og fljótlega hafi komið upp sá möguleiki að stofnunin öðlaðist alþjóðlegt hlutverk. ,,Okkur langaði að leggjast á árar með Vigdísi í starfi hennar sem velgjörðarsendiherra tungumála og heiðra þannig og halda á lofti því brautryðjendastarfi sem hún hefur unnið á alþjóðavettvagni. Strax í upphafi var mikill áhugi á því að markera þýðingar innan stofnunarinnar vegna þess að þær eru eins og líftaug okkar Íslendinga við umheiminn. Þær bæði koma okkar menningu á framfæri við aðra og bera menningarstrauma hingað heim. Þetta er svo mikilvægt og ef við hugsum um íslenskuna og stöðu hennar þá get ég ekki hætt að undrast að Biblían hafi verið þýdd í heild sinni hér árið 1584, aðeins 34 árum eftir að Danir fengu Biblíu. Berum það saman við Noreg og Færeyjar þar sem Biblían var ekki þýdd fyrr en á nítjándu og tuttugustu öld með þeim afleiðingum að skóla- og kirkjumálið varð danska. Sálmarnir voru á dönsku og þannig eru þeir enn stundum kyrjaðir í Færeyjum. En hér strax eftir siðaskipti eru sálmarnir og trúarlífið strax allt á íslensku og það breytti vitaskuld öllu fyrir stöðu tungumálsins.“ Auður segist oft hafa velt því fyrir sér hvaða áhrif það hefur þegar þekking á öðru tungumáli verður mjög almenn, eins og er með enskuna hér í dag en var með dönskuna áður. „Það er allt gott um það að segja en það á að brýna okkur til þess að þýða á íslensku svo okkar tungumál haldi áfram að þróast með öllum þeim straumum og stefnum sem eru uppi á hverjum tíma. Þar eigum við að bæta í frekar en hitt.“ Auður ítrekar hversu mikilvægt það er fyrir þjóð að eiga fólk sem getur talað við umheiminn á sem flestum tungumálum. „Við sáum þetta vel í hruninu þegar það skipti okkur miklu máli að eiga fólk sem gat komið okkur til varnar í fjölmiðlum úti um allan heim. Það skiptir svo miklu máli að geta talað og skrifað inn í orðræðuhefð annarra þjóða og þetta er eitthvað sem við hjá stofnuninni erum alltaf að minna á, viljum rannsaka og síðast en ekki síst miðla til annarra þjóða.Stærsta gjöfin Eins og Auður segir þá er viðbúið að þjóðir sem standa frammi fyrir því að tungumál þeirra er í útrýmingarhættu muni leita til stofnunarinnar eða að við leitum þær uppi. „Þá höfum við, með sögu íslenskunnar í farteskinu, heilmiklu að miðla og margt að kenna enda hefur tekist vel til með að vernda íslenskuna af ýmsum ástæðum og við getum gefið mörgum margt að hugsa um, m.a. að það skipti máli fyrir tök á eigin tungu að læra aðrar tungur. Þarna erum við þó að tala um fræðasvið íslenskunnar og aðkoma íslenskufræðinga óhjákvæmileg. En svo munum við líka hafa frumkvæði að því að standa fyrir alþjóðlegum ráðstefnum. Okkur er ætlað hlutverk samkvæmt UNESCO-samningnum sem íslensk stjórnvöld gerðu og þar er áhersla á þýðingar, erlend tungumál og kennslu þeirra. Þessu munum við að sjálfsögðu sinna og ég er viss um að þetta á eftir að vaxa og dafna enda finnum við fyrir miklum áhuga víða að. Stofnunin hefur verið á góðri siglingu og það er frábært að fá þetta hús sem er það fyrsta hérlendis sem er hannað sérstaklega utan um kennslu og rannsóknir á erlendum tungumálum og sýningu á þeim. Það er einmitt skemmtileg áskorun að eiga að gera sýningar um tungumál. Hvernig sýnir maður eitthvað sem er jafn óáþreifanlegt? En við höfum ákveðið að fyrstu árin verða helguð tungumálum og tengslum tungumála á Vestur-Norðurlöndum, þ.e.a.s. á vesturströnd Noregs, í Færeyjum, á Íslandi og Grænlandi. Á þessum svæðum er fjölmargt að skoða og rannsaka í samvinnu við kollega þar þannig að það eru mjög spennandi tímar fram undan.“ Á sumardaginn fyrsta er komið að því að stofnunin taki til starfa í nýju húsi og Auður segist vera alsæl með hvernig þetta hefur þróast. „Við vorum að fá nýjan forstöðumann, Sebastian Drude, sem hóf störf 1. apríl, hámenntaður maður með mikla reynslu. Við höfum notið aðstoðar víða að, frá ríkinu, Happdrætti háskólans, að utan og þannig mætti áfram telja en það sem hefur verið mest gefandi er sú samstaða sem skapaðist um þetta verkefni á þeim erfiðu tímum sem við fórum í gegnum í kjölfar hrunsins. Þá var fólk og fyrirtæki reiðubúið að leggjast á árarnar með okkur sem sýnir okkur líka hve vænt Íslendingum þykir um Vigdísi og hversu víða hún nýtur mikillar virðingar. Þetta finnst mér vera stærsta gjöfin í þessu verkefni að takast að vinna þetta í almennri sátt og samvinnu allra Íslendinga. Það er ákaflega mikils virði fyrir okkur öll að verða þess áskynja að við getum látið gott af okkur leiða, bæði inn á við og út á við, þegar við stöndum þétt saman.“Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 15. apríl.
Menning Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Bíó og sjónvarp Khalid kemur út úr skápnum Lífið Eins og að setja bensín á díselbíl Heilsa Hraðfréttir verða Hlaðfréttir Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Fleiri fréttir Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Varpa ljósi á mikilvægi og gæði íslenskrar hönnunar „Við þurfum öll að halda í barnið innra með okkur“ Menningarritstjóri ráðinn framkvæmdastjóri Fullt út úr dyrum þegar Eiríkur Bergmann kynnti ferðafélagann Tínu Hvað gerist þegar Laddi hittir Eirík Fjalar, Skrám og Elsu Lund? „Alltaf að fylgja hjartanu í stað þess að velja einföldu leiðina“ Usli og glæsileiki á Kjarvalsstöðum Valgeir sár og Bubbi og Bó hneykslaðir Stappfullt á eina stærstu menningarhátíð ársins Sjóðheitt menningarrými á Baldursgötu Asifa Majid hlýtur Vigdísarverðlaunin 2024 Bjarni Ben fagnaði 140 ára afmæli Listasafns Íslands Han Kang hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels Bein útsending: Hver hlýtur bókmenntaverðlaun Nóbels? „Þetta er móðgun gegn Íslandi“ Henti listaverkinu í ruslið Kúltúrkettir landsins létu sig ekki vanta í Portið „Hrátt háþróað krass, langt leitt krot“ Bjóða landsmönnum nauðbeygð til messu Allt í banönum á Brút Sjá meira