Umfjöllun og viðtöl: Keflavík - Skallagrímur 80-64 | Keflvíkingar í úrslit Aron Ingi Valtýsson skrifar 13. apríl 2017 22:00 Ariana Moorer var stigahæst á vellinum. vísir/andri marinó Keflavík er komið í úrslit Domino's deildar kvenna eftir sigur á Skallagrími, 80-64, í oddaleik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Það verða því Snæfell og Keflavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2017 sem hefst á mánudaginn í Stykkishólmi. Fyrri hálfleikur var eins og búast mátti við, vel tekist á og mikil spenna. Skallagrímsstúlkur voru grimmar undir körfunni og tóku tíu sóknar fráköst. Ragnheiður réð öllu undir sinni eigin körfu og setti niður 14 stig. Varnarleikurinn hjá gestunum var þó ekki nægilega þéttur og áttu þær í erfiðleikum með Ariönu Moorer. Jóhanna Björk Sveinsdóttir fékk sína þriðju villu um miðjan annan leikhluta og settist á bekkinn. Keflavík var að spila flottan körfubolta. Ariana fór fyrir sínu liði og var alls ráðandi í sóknarleiknum og skoraði 20 stig. Keflavíkur stúlkur voru að dreifa boltanum vel og náðu oft upp góðu flæði þar sem þær ógnuðu um allan völl. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var að sýna flotta takta sem minntu óendanlega á Jón Nordal Hafsteinsson upp á sitt besta. Heimastúlkur leiddu með 8 stigum, 48-40 í hálfleik. Í þriðja leikhluta misstu Skallagrímsstúlkur hausinn við gott gengi Keflavíkur og fóru að pirra sig á litlum hlutum, taka ótímabær skot og reyna að skora fleiri en eina körfu í hverri sókn. Jóhanna setti niður flotta flautukörfu í lok leikhlutans sem kveikti heldur betur í sínum stúlkum. Varnarleikurinn small hjá gestunum og sóknarleikurinn fór að skila auðveldum körfum. Kristrún Sigurjónsdóttir var ákveðin í að þetta væri ekki hennar síðasti leikur á tímabilinu, kom Skallagrím aftur inn í leikinn og náði að minka muninn niður í sex stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. En Kristrún gat ekki klárað þetta ein, hún hefði þurft að fá meira frá liðsfélögum sínum. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og setti Erna Hákonardóttir niður tvo stóra þrista sem gaf Keflavík aukinn kraft. Litlu slátrararnir settu allt í lás og héldu Borgnesingum í fjórum stigum mest megnið af leikhlutanum. Þegar heimastúlkur voru komnar með 20 stiga forystu fóru þær að slaka á sem kom í bakið á þeim í byrjun fjórða leikhluta. Þegar vörninn hjá Skallagrím small saman kom smá stress í liðið og þær fóru að taka ótímabær skot. Sverrir Þór Sverrisson tók leikhlé og náði að gíra sínar stelpur upp fyrir síðustu mínúturnar. Tvær körfur úr mjög erfiðu færi kom heimastúlkum aftur af stað og kláruðu leikinn örugglega 80-64.Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru mun ákveðnari í þessum leik. Þegar á hólminn var komið langaði heimastúlkur þetta miklu meira. Þær voru að vinna fyrir hvor aðra í staðin fyrir einstaklings eintak líkt og Skallagrímur var að treysta á. Stemningsþristarnir sem Erna Hákonardóttir setti niður voru gífurlega mikilvægir fyrir Keflavík og setti það þungar byrgðar á gestina.Bestu menn vallarins: Ariana fór fyrir liði Keflavíkurstúlkna í kvöld og setti niður 27 stig, 5 stoðsendingar og 8 fráköst. Hún stjórnaði sóknarleik Keflvíkinga eins og herforingi, keyrði vel að körfunni og var að finna opna leikmenn þar á meðal Ernu sem átti skínandi leik. Erna var með 20 stig þar af 6 af 9 í þriggjastiga skotum og 2 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Ragnheiður stigahæst með 14 stig og 5 fráköst. Hún var nýta skotin sín í kringum teiginn og að rífa niður sóknarfráköst. Kristrún kom sterk inn í fjórðaleikhluta og átti mest allan þátt í að Skallagrímur kom til baka. Kristrún var með 12 stig og var með 5 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Keflavíkurstúlkur voru í vandræðum með að stíga út í fyrri hálfleik sem hélt Skallagrím inn í leiknum. Um miðjan seinni hálfleik þegar þær voru komnar með gott forskot fóru þær að slaka á sem Skallagrímur nýtti sér og kom sér aftur inn í leikinn um miðjan fjórðaleikhluta. Skallagrímur missti hausinn í fjórða leikhluta þegar Keflavík náði góðu áhlaupi. Þær fóru að pirra sig á dómurum og byrjuðu að brjóta harkalega til að reyna ná slátrurunum úr jafnvægi sem gekk ekki upp. Mikilvægir leikmenn í liðinu voru ekki að sýna sínar spari hliðar og treystu allt of mikið á erlendan leikmann sinn Tavelyn Tillman sem átti ekki góðan leik í kvöld.Sverrir: Alveg slétt sama hver skorar Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var hrikalega ánægður með liðið sitt í leik kvöldsins og er sammála því að betra liðið vann í dag. „Já algjörlega, við hleyptum þeim aðeins inn í þetta en svo kláruðum við þetta bara með stæl. Þær voru frábærar í dag, stelpurnar okkar,“ sagði Sverrir. Nú tekur við úrslita rimma á móti Snæfell um Íslandsmeistaratitilinn og vill hann ekki meina að þreyta verði í liðinu þegar í rimmuna verður komið. „Núna eru þrír dagar sem við eigum ekki leik og mér finnst það alveg næg hvíld. Ég er með marga leikmenn og Snæfellsliðið er allt öðruvísi lið en Skallagrímur. Ég held að Snæfell og við mötsum vel upp á móti hver öðrum, við getum notað marga leikmenn, með bæði fullt af bakvörðum og nokkrar stórar. Þannig að það verður hægt að rúlla vel á mannskap þar og það verður engin þreyta. Við þurfum bara að mæta tilbúin. Snæfell er náttúrlega með hörku lið og það veður virkilega gaman að fá að kljást við þær í úrslitunum.“ Eins og Sverrir segir getur hann dreift álaginu og margir leikmenn að skila framlægi til liðsins. Þegar leikmenn eru ekki að skila sínu stíga aðrir upp. „Mér er alveg slétt sama hver skorar stigin fyrir okkur, bara ef að sóknin okkar er að virka og við erum að skora nóg sem lið þá er mér alveg sama hver skorar. Þær eiga að vera ógnandi, þær eiga að vera tilbúnar að grípa boltann og skora og þær eiga að vera tilbúnar að sækja á körfuna. Það er flott að við séum ekki að stóla á einhvern einn leikmann en Ariana var líka frábær í dag. Hún var að keyra vel á körfuna og var að skora. Erna var náttúlega frábær með einhverja sex þrista sem voru okkur mjög mikilvægir. Svo var varnarframlagið hjá mörgum mjög gott,“ sagði Sverrir að lokum.Manuel: Stoltur af mínu liði Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, var svekktur með tapið en hrósaði Keflavík fyrir flottan leik. „Vandamálið var að við áttum erfitt með að stoppa pick-and-roll hreyfinguna hjá Keflavík. Þær skoruðu margar körfur út frá því. Í síðasta leik náðum við að stoppa það en í dag ekki og þegar að þú spilar ekki góða vörn á móti góðu liði eins og Keflavík ertu í vandræðum,“ sagði Manuel. „Þegar það voru aðeins 3 mínútur eftir og við vorum 6 stigum undir var þetta mjög tæpt en Keflavík spilaði betur í kvöld. Þær eiga hrós skilið.“ Manuel var mjög ánægður með stelpurnar í vetur og vill vera áfram „Já, auðvitað. Ég er samt sem áður mjög stoltur af mínu liði, þær eru búnar að standa sig vel á þessu tímabili. Mér líður mjög vel hér í Borganesi. Ég er mjög ánægður með liðið og stuðninginn. Ég vill þakka fólkinu þar fyrir!“Bein lýsing: Keflavík - SkallagrímurTweets by @Visirkarfa1 Dominos-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Keflavík er komið í úrslit Domino's deildar kvenna eftir sigur á Skallagrími, 80-64, í oddaleik í TM-höllinni í Keflavík í kvöld. Það verða því Snæfell og Keflavík sem leika til úrslita um Íslandsmeistaratitilinn 2017 sem hefst á mánudaginn í Stykkishólmi. Fyrri hálfleikur var eins og búast mátti við, vel tekist á og mikil spenna. Skallagrímsstúlkur voru grimmar undir körfunni og tóku tíu sóknar fráköst. Ragnheiður réð öllu undir sinni eigin körfu og setti niður 14 stig. Varnarleikurinn hjá gestunum var þó ekki nægilega þéttur og áttu þær í erfiðleikum með Ariönu Moorer. Jóhanna Björk Sveinsdóttir fékk sína þriðju villu um miðjan annan leikhluta og settist á bekkinn. Keflavík var að spila flottan körfubolta. Ariana fór fyrir sínu liði og var alls ráðandi í sóknarleiknum og skoraði 20 stig. Keflavíkur stúlkur voru að dreifa boltanum vel og náðu oft upp góðu flæði þar sem þær ógnuðu um allan völl. Emelía Ósk Gunnarsdóttir var að sýna flotta takta sem minntu óendanlega á Jón Nordal Hafsteinsson upp á sitt besta. Heimastúlkur leiddu með 8 stigum, 48-40 í hálfleik. Í þriðja leikhluta misstu Skallagrímsstúlkur hausinn við gott gengi Keflavíkur og fóru að pirra sig á litlum hlutum, taka ótímabær skot og reyna að skora fleiri en eina körfu í hverri sókn. Jóhanna setti niður flotta flautukörfu í lok leikhlutans sem kveikti heldur betur í sínum stúlkum. Varnarleikurinn small hjá gestunum og sóknarleikurinn fór að skila auðveldum körfum. Kristrún Sigurjónsdóttir var ákveðin í að þetta væri ekki hennar síðasti leikur á tímabilinu, kom Skallagrím aftur inn í leikinn og náði að minka muninn niður í sex stig þegar leikhlutinn var hálfnaður. En Kristrún gat ekki klárað þetta ein, hún hefði þurft að fá meira frá liðsfélögum sínum. Keflavík byrjaði seinni hálfleikinn af miklum krafti og setti Erna Hákonardóttir niður tvo stóra þrista sem gaf Keflavík aukinn kraft. Litlu slátrararnir settu allt í lás og héldu Borgnesingum í fjórum stigum mest megnið af leikhlutanum. Þegar heimastúlkur voru komnar með 20 stiga forystu fóru þær að slaka á sem kom í bakið á þeim í byrjun fjórða leikhluta. Þegar vörninn hjá Skallagrím small saman kom smá stress í liðið og þær fóru að taka ótímabær skot. Sverrir Þór Sverrisson tók leikhlé og náði að gíra sínar stelpur upp fyrir síðustu mínúturnar. Tvær körfur úr mjög erfiðu færi kom heimastúlkum aftur af stað og kláruðu leikinn örugglega 80-64.Af hverju vann Keflavík? Keflavík voru mun ákveðnari í þessum leik. Þegar á hólminn var komið langaði heimastúlkur þetta miklu meira. Þær voru að vinna fyrir hvor aðra í staðin fyrir einstaklings eintak líkt og Skallagrímur var að treysta á. Stemningsþristarnir sem Erna Hákonardóttir setti niður voru gífurlega mikilvægir fyrir Keflavík og setti það þungar byrgðar á gestina.Bestu menn vallarins: Ariana fór fyrir liði Keflavíkurstúlkna í kvöld og setti niður 27 stig, 5 stoðsendingar og 8 fráköst. Hún stjórnaði sóknarleik Keflvíkinga eins og herforingi, keyrði vel að körfunni og var að finna opna leikmenn þar á meðal Ernu sem átti skínandi leik. Erna var með 20 stig þar af 6 af 9 í þriggjastiga skotum og 2 stoðsendingar. Hjá Skallagrím var Ragnheiður stigahæst með 14 stig og 5 fráköst. Hún var nýta skotin sín í kringum teiginn og að rífa niður sóknarfráköst. Kristrún kom sterk inn í fjórðaleikhluta og átti mest allan þátt í að Skallagrímur kom til baka. Kristrún var með 12 stig og var með 5 stoðsendingar.Hvað gekk illa? Keflavíkurstúlkur voru í vandræðum með að stíga út í fyrri hálfleik sem hélt Skallagrím inn í leiknum. Um miðjan seinni hálfleik þegar þær voru komnar með gott forskot fóru þær að slaka á sem Skallagrímur nýtti sér og kom sér aftur inn í leikinn um miðjan fjórðaleikhluta. Skallagrímur missti hausinn í fjórða leikhluta þegar Keflavík náði góðu áhlaupi. Þær fóru að pirra sig á dómurum og byrjuðu að brjóta harkalega til að reyna ná slátrurunum úr jafnvægi sem gekk ekki upp. Mikilvægir leikmenn í liðinu voru ekki að sýna sínar spari hliðar og treystu allt of mikið á erlendan leikmann sinn Tavelyn Tillman sem átti ekki góðan leik í kvöld.Sverrir: Alveg slétt sama hver skorar Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var hrikalega ánægður með liðið sitt í leik kvöldsins og er sammála því að betra liðið vann í dag. „Já algjörlega, við hleyptum þeim aðeins inn í þetta en svo kláruðum við þetta bara með stæl. Þær voru frábærar í dag, stelpurnar okkar,“ sagði Sverrir. Nú tekur við úrslita rimma á móti Snæfell um Íslandsmeistaratitilinn og vill hann ekki meina að þreyta verði í liðinu þegar í rimmuna verður komið. „Núna eru þrír dagar sem við eigum ekki leik og mér finnst það alveg næg hvíld. Ég er með marga leikmenn og Snæfellsliðið er allt öðruvísi lið en Skallagrímur. Ég held að Snæfell og við mötsum vel upp á móti hver öðrum, við getum notað marga leikmenn, með bæði fullt af bakvörðum og nokkrar stórar. Þannig að það verður hægt að rúlla vel á mannskap þar og það verður engin þreyta. Við þurfum bara að mæta tilbúin. Snæfell er náttúrlega með hörku lið og það veður virkilega gaman að fá að kljást við þær í úrslitunum.“ Eins og Sverrir segir getur hann dreift álaginu og margir leikmenn að skila framlægi til liðsins. Þegar leikmenn eru ekki að skila sínu stíga aðrir upp. „Mér er alveg slétt sama hver skorar stigin fyrir okkur, bara ef að sóknin okkar er að virka og við erum að skora nóg sem lið þá er mér alveg sama hver skorar. Þær eiga að vera ógnandi, þær eiga að vera tilbúnar að grípa boltann og skora og þær eiga að vera tilbúnar að sækja á körfuna. Það er flott að við séum ekki að stóla á einhvern einn leikmann en Ariana var líka frábær í dag. Hún var að keyra vel á körfuna og var að skora. Erna var náttúlega frábær með einhverja sex þrista sem voru okkur mjög mikilvægir. Svo var varnarframlagið hjá mörgum mjög gott,“ sagði Sverrir að lokum.Manuel: Stoltur af mínu liði Manuel Rodríguez, þjálfari Skallagríms, var svekktur með tapið en hrósaði Keflavík fyrir flottan leik. „Vandamálið var að við áttum erfitt með að stoppa pick-and-roll hreyfinguna hjá Keflavík. Þær skoruðu margar körfur út frá því. Í síðasta leik náðum við að stoppa það en í dag ekki og þegar að þú spilar ekki góða vörn á móti góðu liði eins og Keflavík ertu í vandræðum,“ sagði Manuel. „Þegar það voru aðeins 3 mínútur eftir og við vorum 6 stigum undir var þetta mjög tæpt en Keflavík spilaði betur í kvöld. Þær eiga hrós skilið.“ Manuel var mjög ánægður með stelpurnar í vetur og vill vera áfram „Já, auðvitað. Ég er samt sem áður mjög stoltur af mínu liði, þær eru búnar að standa sig vel á þessu tímabili. Mér líður mjög vel hér í Borganesi. Ég er mjög ánægður með liðið og stuðninginn. Ég vill þakka fólkinu þar fyrir!“Bein lýsing: Keflavík - SkallagrímurTweets by @Visirkarfa1
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira