Fótbolti

Frábær endasprettur Lyon | Ajax í góðri stöðu

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Lyon vann ævintýralegan sigur.
Lyon vann ævintýralegan sigur. vísir/getty
Tvö mörk með mínútu millibili undir lok leiks tryggðu Lyon 2-1 sigur á Besiktas í 8-liða úrslitum Evrópudeildarinnar í kvöld.

Leiknum seinkaði talsvert vegna óláta stuðningsmanna Besiktas sem skutu flugeldum í áttina að stuðningsmönnum Lyon.

Ryan Babel kom Besiktas í 1-0 á 15. mínútu og þannig var staðan allt þangað til sjö mínútur voru til leiksloka. Þá jafnaði Corentin Tolisso metin og aðeins mínútu síðar skoraði Jeremy Morel sigurmark Lyon.

Ajax er í góðri stöðu fyrir seinni leikinn gegn Schalke 04 eftir 2-0 sigur í þeim fyrri í kvöld.

Hollenski landsliðsmaðurinn Davy Klaassen skoraði bæði mörk Ajax, það fyrra úr vítaspyrnu og það síðara eftir sendingu frá Justin Kluivert, syni Patricks Kluivert.

Það var mikið fjör í leik Celta Vigo og Genk á Balaídos. Lokatölur 3-2, Celta í vil.

Pione Sisto, Iago Aspas og John Guidetti skoruðu mörk Celta en Jean-Paul Boetius og Thomas Buffel gerðu mörk Genk.


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×