Umfjöllun og viðtöl: Snæfell - Keflavík 69-75 | Keflvíkingar stálu heimavellinum Arnór Óskarsson skrifar 18. apríl 2017 23:00 Ariana Moorer átti frábæran leik. vísir/daníel þór Keflavík tók forystuna í úrslitaeinvíginu við Snæfell í Domino's deild kvenna með 69-75 sigri í fyrsta leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík er þar með komið með forystuna í einvíginu og heimavallaréttinn. Strax í upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin væri hafin. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og byrjuðu leikinn af fullum krafti. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta sem einkenndist, eins og restin af leiknum, af mikilli baráttu í bæði vörn og sókn. Snæfell virtist vera skrefinu á undan framan af en í öðrum leikhluta sýndu Keflvíkingar hvað í þeim býr. Keflavík mætti með læti og uppskar meðal annars 11-0 kafla fyrir frábæra frammistöðu sem Snæfellingar réðu illa við. Heimamenn komu þó aftur til baka en hálfleikstölur urðu 34-37. Í seinni hálfleik héldu allir leikmenn áfram að skuttla sér eftir hverjum einasta bolta. Aaryn Ellenberg sá nánast ein um sóknarleik Snæfells en Keflavík hélt sínu striki og hljóp sín kerfi. Liðin skiptust á að skora það sem eftir var þriðja leikhlutans og fór ekki að draga til tíðinda fyrr en undir lok fjórða leikhlutans þegar Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði mikilvægan þrist sem kom Keflavík yfir. Strax í næstu sókn bætti Ariana Moorer öðrum þristi við og var þá ljóst að Snæfell kæmi til með að tapa á heimavelli. Af hverju vann Keflavík? Leikurinn var frekar jafn og erfitt að greina hvað nákvæmlega olli því að gestirnir frá Keflavík unnu Hólmara í kvöld. Lengst af hefði sigurinn geta fallið beggja megin og var það ekki fyrr enn í blálok leiksins sem Keflvíkingar kláruðu mótherjana sína með tveimur þristum. Keflavík sýndi mjög agaðan sóknar- og varnarleik sem gerði þeim kleift að stjórna leiknum á köflum en líklegast var það fyrst og fremst baráttugleði hópsins sem skilaði sigri á einum sterkasta heimavelli landsins. Bestu menn vallarins: Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði mikilvægan þrist og var stigahæðst í liði Keflvíkinga með 23 stig. Jafnframt tók hún 10 fráköst. Ariana Moorer sýndi einnig framúrskarandi frammistöðu í kvöld en hún skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Aaryn Ellenberg var nánast allt í öllu í sóknarleik Snæfells en hún skoraði rúmlega helming stigana eða alls 42 af 69.Tölfræðin sem vakti athygli: Tölfræðin ber þess vitni að Snæfell treysti nánast einungis á leikstjórnandan sinn Aaryn Ellenberg í kvöld. Gestirnir dreifðu aftur á móti verkefnunum aðeins betur sín á milli. Annars voru bæði lið mjög jöfn í helstu tölfræðiþáttum. Hvað gekk illa? Snæfell átti á köflum í erfiðleikum með fráköstin. Illa gekk að stiga mótherjana út sem leiddi til þess að Keflavík fékk oft á tíðum mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar. Snæfell-Keflavík 69-75 (22-18, 12-19, 22-17, 13-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg 42/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/10 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/5 fráköst, María Björnsdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 23/10 fráköst, Ariana Moorer 20/15 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/7 fráköst/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3.Ingi Þór: Mjög súrt að tapa heimavallaréttinum „Keflavík gerði mjög vel. Þær hittu gríðarlega stórum skotum í lokin sem reyndist vera munurin á liðunum í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur í lok leiks. Varðandi framhaldið sagði Ingi Þór: „Nú þurfum við að fara yfir hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að koma fleirum í leikin hjá okkur. Þetta eru mjög jöfn lið og litlir hlutir skipta stórkostlegu máli. Þannig að núna þurfum við að laga þessa hluti og fara með það til Keflavíkur og gera betur.“Sverrir: Góð vörn skóp sigurinn í kvöld Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum glaður með úrslit kvöldsins. Að hans mati var það liðsheildin sem skóp sigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að Aaryn Ellenberg hafi verið að skora mikið hjá þeim þá var það góð vörn sem skóp sigurinn í kvöld. Aaryn hitti úr svakalega erfiðum skotum en við náðum að loka á aðrar,“ sagði Sverrir. „Svo voru stelpurnar ótrulega flottar og óhræddar í sóknarleiknum þegar mest á reyndi. Þetta var alger liðssigur eins og allir sigrar okkar í vetur.“Bein lýsing: Snæfell - KeflavíkTweets by @VisirKarfa2 Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Keflavík tók forystuna í úrslitaeinvíginu við Snæfell í Domino's deild kvenna með 69-75 sigri í fyrsta leik liðanna í Stykkishólmi í kvöld. Keflavík er þar með komið með forystuna í einvíginu og heimavallaréttinn. Strax í upphafi leiks var ljóst að úrslitakeppnin væri hafin. Bæði lið mættu tilbúin til leiks og byrjuðu leikinn af fullum krafti. Mikið jafnræði var með liðunum í fyrsta leikhluta sem einkenndist, eins og restin af leiknum, af mikilli baráttu í bæði vörn og sókn. Snæfell virtist vera skrefinu á undan framan af en í öðrum leikhluta sýndu Keflvíkingar hvað í þeim býr. Keflavík mætti með læti og uppskar meðal annars 11-0 kafla fyrir frábæra frammistöðu sem Snæfellingar réðu illa við. Heimamenn komu þó aftur til baka en hálfleikstölur urðu 34-37. Í seinni hálfleik héldu allir leikmenn áfram að skuttla sér eftir hverjum einasta bolta. Aaryn Ellenberg sá nánast ein um sóknarleik Snæfells en Keflavík hélt sínu striki og hljóp sín kerfi. Liðin skiptust á að skora það sem eftir var þriðja leikhlutans og fór ekki að draga til tíðinda fyrr en undir lok fjórða leikhlutans þegar Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði mikilvægan þrist sem kom Keflavík yfir. Strax í næstu sókn bætti Ariana Moorer öðrum þristi við og var þá ljóst að Snæfell kæmi til með að tapa á heimavelli. Af hverju vann Keflavík? Leikurinn var frekar jafn og erfitt að greina hvað nákvæmlega olli því að gestirnir frá Keflavík unnu Hólmara í kvöld. Lengst af hefði sigurinn geta fallið beggja megin og var það ekki fyrr enn í blálok leiksins sem Keflvíkingar kláruðu mótherjana sína með tveimur þristum. Keflavík sýndi mjög agaðan sóknar- og varnarleik sem gerði þeim kleift að stjórna leiknum á köflum en líklegast var það fyrst og fremst baráttugleði hópsins sem skilaði sigri á einum sterkasta heimavelli landsins. Bestu menn vallarins: Thelma Dís Ágústsdóttir skoraði mikilvægan þrist og var stigahæðst í liði Keflvíkinga með 23 stig. Jafnframt tók hún 10 fráköst. Ariana Moorer sýndi einnig framúrskarandi frammistöðu í kvöld en hún skoraði 20 stig, tók 15 fráköst og gaf 10 stoðsendingar. Aaryn Ellenberg var nánast allt í öllu í sóknarleik Snæfells en hún skoraði rúmlega helming stigana eða alls 42 af 69.Tölfræðin sem vakti athygli: Tölfræðin ber þess vitni að Snæfell treysti nánast einungis á leikstjórnandan sinn Aaryn Ellenberg í kvöld. Gestirnir dreifðu aftur á móti verkefnunum aðeins betur sín á milli. Annars voru bæði lið mjög jöfn í helstu tölfræðiþáttum. Hvað gekk illa? Snæfell átti á köflum í erfiðleikum með fráköstin. Illa gekk að stiga mótherjana út sem leiddi til þess að Keflavík fékk oft á tíðum mörg tækifæri til að klára sóknirnar sínar. Snæfell-Keflavík 69-75 (22-18, 12-19, 22-17, 13-21)Snæfell: Aaryn Ellenberg 42/10 fráköst, Bryndís Guðmundsdóttir 9/10 fráköst, Andrea Björt Ólafsdóttir 8, Berglind Gunnarsdóttir 6/8 fráköst, Gunnhildur Gunnarsdóttir 2/5 fráköst, María Björnsdóttir 2/5 fráköst.Keflavík: Thelma Dís Ágústsdóttir 23/10 fráköst, Ariana Moorer 20/15 fráköst/10 stoðsendingar/6 stolnir, Birna Valgerður Benónýsdóttir 14/7 fráköst/3 varin skot, Þóranna Kika Hodge-Carr 7, Emelía Ósk Gunnarsdóttir 5, Irena Sól Jónsdóttir 3, Erna Hákonardóttir 3.Ingi Þór: Mjög súrt að tapa heimavallaréttinum „Keflavík gerði mjög vel. Þær hittu gríðarlega stórum skotum í lokin sem reyndist vera munurin á liðunum í kvöld,“ sagði Ingi Þór Steinþórsson, þjálfari Snæfells, svekktur í lok leiks. Varðandi framhaldið sagði Ingi Þór: „Nú þurfum við að fara yfir hvað við ætlum að gera og hvernig við ætlum að gera það. Við þurfum að koma fleirum í leikin hjá okkur. Þetta eru mjög jöfn lið og litlir hlutir skipta stórkostlegu máli. Þannig að núna þurfum við að laga þessa hluti og fara með það til Keflavíkur og gera betur.“Sverrir: Góð vörn skóp sigurinn í kvöld Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var að vonum glaður með úrslit kvöldsins. Að hans mati var það liðsheildin sem skóp sigurinn í kvöld. „Þrátt fyrir að Aaryn Ellenberg hafi verið að skora mikið hjá þeim þá var það góð vörn sem skóp sigurinn í kvöld. Aaryn hitti úr svakalega erfiðum skotum en við náðum að loka á aðrar,“ sagði Sverrir. „Svo voru stelpurnar ótrulega flottar og óhræddar í sóknarleiknum þegar mest á reyndi. Þetta var alger liðssigur eins og allir sigrar okkar í vetur.“Bein lýsing: Snæfell - KeflavíkTweets by @VisirKarfa2
Dominos-deild kvenna Mest lesið Vatnsbrúsaspark gæti leitt til lengra banns Enski boltinn Gleymdi að sleppa boltanum og felldi sjálfan sig Sport FBI varar við þjófum sem herja á íþróttafólk Sport Antonio útskrifaður eftir rúmlega þriggja vikna spítaladvöl Enski boltinn Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Körfubolti Fékk næstum því hjartaáfall í framlengingunni Sport Egill og Garima tennisfólk ársins Sport Magnus Carlsen mættur aftur í glænýjum gallabuxum Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira