Ekki fara á 80. mínútu Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 19. apríl 2017 06:30 Kemur Barcelona aftur til baka úr ómögulegri stöðu? vísir/getty Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2. Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira
Barcelona átti endurkomu ársins þegar liðið kom til baka og tryggði sér sæti í 8 liða úrslitum Meistaradeildar Evrópu eftir 4-0 tap fyrir Paris Saint-Germain í fyrri leiknum í 16 liða úrslitunum. Barcelona gerði sér aftur erfitt fyrir með því að tapa fyrri leiknum gegn Juventus í 8 liða úrslitunum 3-0. Spurningin er því hvort Börsungar framkvæmi hið ómögulega, aftur. Barcelona var í miklum vandræðum í fyrri leiknum og réð illa við fremstu menn Juventus sem er taplaust í Meistaradeildinni í vetur. Ítölsku meistararnir hljóta að hafa farið vel yfir seinni leik Barcelona og PSG og vilja forðast sömu mistök og frönsku meistararnir gerðu. „Ef við skorum fyrsta markið mun Nývangur skora annað markið. Það þriðja kemur svo af sjálfu sér,“ sagði Luis Enrique, þjálfari Barcelona, á blaðamannafundi í gær. „Ekki fara eftir 80 mínútur,“ varaði hann enn fremur stuðningsmenn við. „Við munum gefa allt sem við eigum til síðustu mínútu. Við eigum þetta kvöld gegn PSG og nú er annað tækifæri að upplifa sögulegt kvöld.“ Í hinum leik kvöldsins mætast tvö af skemmtilegustu, ef ekki þau skemmtilegustu, lið Meistaradeildarinnar í vetur, Monaco og Borussia Dortmund. Fyrri leikurinn fór fram í skugga sprengjuárásar á rútu Dortmund-liðsins. Þjóðverjarnir voru afar ósáttir við vinnubrögð UEFA, Knattspyrnusambands Evrópu, eftir árásina og fannst þeim ekki sýnd nægileg nærgætni. Monaco vann fyrri leikinn 2-3 og er því í góðri stöðu fyrir þann seinni á Stade Louis II í kvöld. „Við höfum afgreitt atburði síðustu viku. Við höfum stjórn á tilfinningum okkar og erum með fulla einbeitingu yfir þessum leik,“ sagði Thomas Tuchel, stjóri Dortmund, í gær. „Það sem gerðist þjappaði okkur saman og gerði okkur sterkari. Nú þurfum við að spila vel til að komast áfram og ég er sannfærður um að við gerum það.“ Báðir leikirnir hefjast klukkan 18.45 og verða sýndir í beinni útsendingu á sportstöðvum Stöðvar 2.
Meistaradeild Evrópu Mest lesið Littler yngsti heimsmeistari sögunnar Sport Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Enski boltinn „Þurfti að taka tvö leikhlé á fyrstu mínútunum” Körfubolti Hamilton gæti ekki verið spenntari fyrir komandi tímabili Formúla 1 Ólafur Guðmundsson til Noregs Fótbolti „Dreymir alla um að lyfta þessum bikar“ Sport Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Fótbolti Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Enski boltinn, íslenskur körfubolta og það besta frá Bandaríkjunum Sport Brazell ráðinn til Vals Íslenski boltinn Fleiri fréttir Englandsmeistarar Chelsea meðal liða sem vilja Cecilíu Rán Íslandsmeistarinn Andri Rafn áfram í röðum Breiðabliks Ólafur Guðmundsson til Noregs Líklegast að heimaleikur Víkinga fari fram í Kaupmannahöfn Ótrúlegur sigur lyfti Real á toppinn Brazell ráðinn til Vals Salah staðfestir að þetta sé hans síðasta tímabil með Liverpool Nýttu klásúlu í samningi Maguire Brann einnig rætt við Frey Salah henti Suarez úr toppsætinu Rashford ekki með til Liverpool og sagður lasinn Kahn gæti eignast fallið stórveldi Bjargaði æskufélaginu sínu Slot segir Man. Utd mun betra en taflan sýni „Það er betra að sakna á þennan hátt“ Segir Rashford hafa hafnað þremur tilboðum frá Sádi-Arabíu Börn Dagnýjar eftir á Íslandi: Blákaldur raunveruleikinn á fyrsta degi Fékk stóra sekt fyrir að faðma konu Gísli Gottskálk eftirsóttur í Póllandi Íslandsmeistarinn Telma á leið til Skotlands Ancelotti vildi ekki tjá sig um Trent Berglind Björg í raðir Breiðabliks Fullt af leikjum fyrir páska og langt hlé hjá konunum Segir The Sun flytja falsfréttir: „Þetta er að verða algjört rugl“ Hafa aldrei tapað þegar Jesus skorar Missir af stórleiknum vegna innvortis blæðinga Fyrrum landsliðsþjálfarinn aðlaður af konungi Mark ársins strax á fyrsta degi? „Ekki auðvelt að spila fyrir stórt félag eins og Arsenal“ Hákon Rafn á bekknum þegar Skytturnar skutust í annað sætið Sjá meira