Hrafnar reyndu að vara við Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 1. apríl 2017 08:45 Krummi er vísdómsfugl að mati Gerðar. Fréttablaðið/Vilhelm „Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017 Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira
„Ég var stödd á Ísafirði þegar hringt var í mig og sagt: „Veistu það Gerður, það er farið að sjást í húsið þitt.“ Mér brá og tók fyrstu ferð til Eyja,“ segir Gerður Sigurðardóttir sem átti húsið að Gerðisbraut 10 sem nú er til sýnis í Eldheimum. Í því bjó hún með manni sínum, Guðna Ólafssyni, sem nú er látinn, og sonunum Agnari, Sigurði Óla og Bjarka. Hún kveðst hafa þurft að hugsa sig vel um áður en hún gaf leyfi fyrir uppgreftri þess. „Ástæða þess að ég sagði já var sú að unga fólkið vissi svo lítið um Heimaeyjargosið og ég vildi gera mitt til að varðveita sögu þess því hún má ekki gleymast.“ Það var tilfinningaþrungið að sjá í húsið að sögn Gerðar. „Áfallið rifjaðist upp þegar allt var tekið frá okkur sem við áttum, nema auðvitað það dýrmætasta sem var lífið. „Mér fannst líka erfitt að hafa ekki manninn minn með mér. Það var hann sem byggði þetta hús af mikilli vandvirkni, enda sagði hann: „Ég byggi bara einu sinni.“ Við áttum heima í húsinu í tvö ár.“ Tvö af börnum Gerðar skriðu með henni inn um þvottahúsglugga hússins, yfir hvöss rúðubrot. „Allt var svart inni en ég var með stórt vasaljós og við fórum fet fyrir fet. Askan var víða upp á miðja veggi en þó var margt að skoða, arinn í stofunni, ljósakrónur í lofti og skartgripaskrín með úri og hálsfestum. Svo fann ég hálfprjónaða peysu á litla drenginn minn sem var tæpra tveggja mánaða þegar gosið kom og fleiri ungbarnaföt í öskunni, enda var ég að strauja og ganga frá þvotti þegar ég fann fyrsta jarðskjálftann og heyrði rosalegar drunur undir húsinu.“ Gerður segir þau hjón hafa verið búin að fá viðvörun um gosið – eftir á að hyggja. „Tveir hrafnar létu alltaf svo ófriðlega þegar ég fór út á snúru. Voru greinilega að reyna að koma einhverju til skila. Byrjuðu í lok nóvember, um það leyti sem drengurinn okkar fæddist og ég óttaðist að eitthvað kæmi fyrir hann. En um áramótin hurfu þeir. Svo var straumur af hagamúsum niður Helgafellið nokkrum vikum áður en gaus og eitt sinn horfði Guðni yfir eyjuna utan af hafi, hún var hvít af snjó nema hvað auð rönd var niður Helgafellið. Okkur datt samt ekki eldgos í hug.“ Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu 1. apríl 2017
Lífið Heimaeyjargosið 1973 Fuglar Vestmannaeyjar Mest lesið Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður Lífið Vestfirski hryllingurinn: „Þetta er það erfiðasta sem ég hef gert“ Bíó og sjónvarp „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Lífið Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Lífið Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Lífið Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Lífið Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði Lífið „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Lífið Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Lífið Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Lífið Fleiri fréttir Eignuðust stúlku með hjálp staðgöngumóður „Auðvitað kom heilmikið rót á mig eftir þetta“ Þurfti að gegna fjölmörgum hlutverkum samtímis sem aðstandandi Fréttatía vikunnar: Þorrinn, gervigreind og háloftin Jónsi og Una Torfa létu sig ekki vanta á opnunarhátíð Krafts Merzedes Club snýr aftur Fjölgar í „költinu“ hjá Kötu Odds og Þorgerði „Ósmekklegu plastblómin“ ekki frá forsetanum heldur RÚV Þungarokkarar komast ekki til Íslands Guðlaugur og Anný Rós keyptu einbýli í Garðabæ Páll Óskar féll í yfirlið og þríkjálkabrotnaði Segir neytendur rænda við skókaup og bendir þeim á mikilvægan límmiða Gunnar selur þakíbúð í „New York Loft-stíl“ Syndir á móti straumnum í old school hiphopi Sænsk sjónvarpsgoðsögn látin Fimm dýrustu eignirnar sem seldust árið 2024 Söng- og leikkonan Marianne Faithfull er látin Dagur og Ingunn hætt saman Innlit í fataskáp Dóru Júlíu Tóku hús í gegn út á Seltjarnarnesi og settu upp hjónasvítu í bílskúrnum Eitt frægasta hús landsins enn á sölu Mesta mýtan að fólkið sé grimmt og dónalegt Rán, Guðjón, Kristín og Stefán Máni hrepptu hnossið Enn einn breski erfinginn í heiminn Átján ára aldursmunur milli yngsta og elsta keppanda í Ungfrú Ísland Will Ferrell ætlar með Husavik á Broadway Skinkukallinn er víða Jörundur og Magdalena selja íbúð á eftirsóttum stað „Hann var of góður fyrir þennan grimma heim sem við búum í“ „Mér finnst ekkert skemmtilegra en að spila bridge“ Sjá meira