Bændagistingin stækkar upp í 40 herbergja hótel Kristján Már Unnarsson skrifar 1. apríl 2017 21:45 Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan. Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Litla bændagistingin, sem byrjaði í einu herbergi á sveitabæ, er orðin að fjörutíu herbergja hóteli og einum stærsta vinnustað Staðarsveitar. Í fréttum Stöðvar 2 var Langaholt á Snæfellsnesi heimsótt og rætt við gestgjafana, þau Þorkel Símonarson og Rúnu Björg Magnúsdóttur. Þetta byrjaði sem bændagisting að Görðum árið 1978 en er nú gistihúsið í Langaholti. Þar er nýbúið að opna nýja tuttugu herbergja gistiálmu. „Hjá foreldrum mínum var þetta svona valkostur við búskaparhokur, nokkrar kindur og nokkrir kálfar og beljur,” segir Þorkell, sem tekinn er við rekstrinum. Nú er þetta eitt stærsta fyrirtæki sveitarinnar. „Við erum þrettán sem vinnum hérna yfir vetrartímann akkúrat núna. Það er 3-4 ár síðan við byrjuðum að opna á veturna. Þetta er alltaf að stækka og stækka,” segir Rúna Björg. Yfir sumartímann fjölgar starfsfólki enn frekar og býst hún við að þau verði 25 til 30 í sumar.Rúna Björg Magnúsdóttir í veitingasalnum í Langaholti á Snæfellsnesi.Stöð 2/Sigurjón Ólason.Þorkell segist hafa ekki hafa verið smeykur að tvöfalda gistirýmið. „Þetta er dýrt og þetta er mikill biti. En ég stóð frammi fyrir því að einingin var óhagkvæm. Þetta er tuttugu herbergja eining, ég held úti veitingastað. Hluti af húsinu er orðinn þrjátíu ára gamall. Það bara þurfti að gera eitthvað. Þetta varð bara að gerast. Það þarf að endurnýja og stækka. Og ef það er ekki hægt núna, hvenær er það þá hægt? Ég bara spyr.” Nánar verður fjallað um ferðaþjónustuna undir Jökli í þættinum „Um land allt" á Stöð 2 á mánudagskvöld. Kynningarstiklu þáttarins má sjá hér fyrir neðan.
Ferðamennska á Íslandi Snæfellsbær Um land allt Tengdar fréttir Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00 Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45 Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30 Mest lesið „Eitthvað við kvöldin og nóttina sem ég heillast af“ Atvinnulíf Samkeppni eykst í Grænlandsflugi Viðskipti erlent Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Viðskipti innlent Stöðluðu húsin frá Límtré Vírneti hafa slegið í gegn Samstarf Dýrara að gera ekkert: „Erum öll að pissa í sömu laugina“ Atvinnulíf Úrelt kerfi: „Síðan kom bara einhver bíll og tæmdi allt“ Atvinnulíf Sekta Google um meira en allan pening heimsins Viðskipti erlent Sorp: Fólk að hoppa niður plastið í tunnunum til að þjappa því Atvinnulíf Adidas og Ye sættast Viðskipti erlent „Ekkert ósvipaður leikur og menn léku í bönkunum fyrir bankahrun“ Atvinnulíf Fleiri fréttir Misboðið hvernig staðið var að uppsögnum hjá nýjum eiganda Engin tilkynning um hópuppsögn í október Horyn nýr forstjóri kísilverksmiðjunnar á Bakka Breytt skipurit og nýir stjórnendur hjá Sýn Viðræðum slitið um samruna Samkaupa, Heimkaupa og Orkunnar Hagnaður Arion banka eykst um tæpa tvo milljarða Auknar líkur á annarri vaxtalækkun Bein útsending: Haustfundur Landsvirkjunar Ráðnir forstöðumenn hjá OK Reikna með tæplega þrjátíu milljarða minni fjárfestingu í Carbfix Verðbólga hjaðnar en kílómetragjaldið verður tekið inn í mælingu Ragnar, Pálmar og Haraldur til Verna Skellt í lás í Sambíóinu í Keflavík í kvöld Samkeppniseftirlitið í sáttaviðræðum við Festi Hlutdeildarlán dugðu fyrir 61 íbúð 97 brautskráðust frá HR Fundurinn virðist ekki hafa aukið trú fjárfesta Furðulegt að gjaldtaka taki ekki mið af styrkleika Fjögur erlend fyrirtæki keppa um rekstur Fríhafnarinnar Hagnaður dróst saman um þriðjung og skoða hlutafjáraukningu Bein útsending: Kynna afkomuna og fara nánar yfir breytingarnar Breki áfram formaður Bjarmi sest í stjórnina og Trausti tekur við Tekur við formennsku í hugverkaráði Samtaka iðnaðarins Framkvæmdir hafnar við Búrfellslund Nikótínpúðar gætu hækkað um 300 kall með nýju gjaldi Ætla að sækja einn og hálfan milljarð frá skemmtiferðaskipum Vaxtatekjur Íslandsbanka drógust saman milli ára Fjögur félög Bergvins gjaldþrota Gera langtímasamning við eitt stærsta fyrirtæki Noregs Sjá meira
Smábátur með tólf tonn af stórum þorski eftir daginn Gríðarleg þorskveiði er nú við Snæfellsnes. Sjómaður, sem stundað hefur fiskveiðar í hálfa öld, segist aldrei hafa kynnst öðru eins. 23. mars 2017 21:00
Fiski og frönskum undir Jökli fylgir teppi að láni Söluvagn sem býður fisk og franskar er nýjasti útiveitingastaðurinn á Arnarstapa á Snæfellsnesi. 25. mars 2017 21:45
Löngufjörur skópu þörf fyrir reiðhöll Svo vinsæll er íslenski hesturinn meðal útlendinga að bændurnir á Lýsuhóli á Snæfellsnesi eru búnir að reisa þúsund fermeta reiðhöll til að sýna erlendum ferðamönnum hestinn. 31. mars 2017 12:30