Örlögin á toppi og botni ráðast í kvöld Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 4. apríl 2017 06:00 FH-ingar fagna sigrinum á Haukum í síðustu umferð. Fréttablaðið/Ernir Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni. Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira
Úrslitin í Olís-deild karla í handbolta ráðast í kvöld þegar lokaumferðin fer fram. FH dugir jafntefli gegn Selfossi til að verða deildarmeistari í fyrsta sinn í aldarfjórðung. Í Mýrinni berjast Stjarnan og Akureyri hins vegar fyrir lífFH (1.) - Selfoss (5.) FH-ingar eru með eins stigs forskot á ÍBV á toppi deildarinnar. Og sökum betri árangurs í innbyrðis viðureignum gegn ÍBV dugir FH jafntefli gegn Selfossi á heimavelli til að verða deildarmeistarar. Það gerðist síðast 1992 en það ár vann FH alla þrjá stóru titlana sem í boði voru; urðu Íslands-, bikar- og deildarmeistarar.. Selfoss lyfti sér upp í 5. sæti deildarinnar með sigri á Val í síðustu umferð og heldur því með jafntefli eða sigri á FH. Tapi Selfyssingar og Valsmenn vinna Eyjamenn endar Selfoss í 6. sætinu.Valur (6.) - ÍBV (2.) Eyjamenn fóru illa að ráði sínu þegar þeir gerðu jafntefli við Akureyri á heimavelli í síðustu umferð. Fyrir vikið þurfa þeir að treysta á hjálp frá Selfyssingum til að verða deildarmeistarar. Til að það gerist þarf ÍBV að vinna Val og treysta á að FH tapi fyrir Selfossi. Valsmenn hafa gefið hressilega eftir í deildinni að undanförnu, m.a. vegna þátttöku í Áskorendabikar Evrópu þar sem liðið er komið í undanúrslit. Valur getur náð 5. sætinu vinni liðið ÍBV og Selfoss tapar fyrir FH á sama tíma. Valsmenn geta einnig misst 6. sætið í hendur Gróttu eða Fram. Þeir geta hins vegar ekki endað neðar en í 7. sæti.Afturelding (4.) - Haukar (3.) Fyrirfram er þetta minnst spennandi leikur kvöldsins. Afturelding endar í 4. sæti sama hvernig úrslit kvöldsins verða. Með tapinu fyrir FH í síðustu umferð misstu Haukar af deildarmeistaratitlinum. Þeir geta þó náð 2. sætinu ef þeir vinna Aftureldingu og ÍBV tapar fyrir Val.Grótta (7.) - Fram (8.) Grótta er örugg með sæti í úrslitakeppninni en liðið endar aldrei neðar en í 8. sæti. Seltirningar geta náð 6. sætinu ef þeir vinna Fram og Valur tapar fyrir ÍBV. Fram er sennilega í flóknustu stöðunni af öllum liðum deildarinnar en strákarnir hans Guðmundar Helga Pálssonar geta endað í 6.-9. sæti. Fram er með betri árangur í innbyrðis viðureignum gegn Val og getur náð 6. sætinu með sigri á Gróttu, að því gefnu að Valur tapi fyrir ÍBV. Með sigri á Gróttu er Fram öruggt með sæti í úrslitakeppninni en tap eða jafntefli gæti þýtt að liðið endaði í 9. sæti.Stjarnan (9.) - Akureyri (10.) Þetta er hreinn úrslitaleikur um áframhaldandi sæti í Olís-deildinni. Stjarnan er með betri árangur í innbyrðis viðureignunum og dugir því jafntefli til að forðast 10. sætið. Jafntefli gæti einnig skilað Stjörnunni 8. sætinu og sæti í úrslitakeppninni ef Fram tapar fyrir Gróttu. Sigur er það eina sem kemur til greina hjá Akureyringum í kvöld, annars falla þeir niður í 1. deild. Liðið sem endar í 9. sæti þarf að bíða til 9. maí eftir því hvort það heldur sæti sínu en þá kemur í ljós hvort liðum í Olís-deildinni verður fjölgað úr 10 í 12. Ef liðum verður fjölgað heldur liðið í 9. sæti sér í Olís-deildinni.
Olís-deild karla Mest lesið „Ljótasta tækling ársins komin í íslenska boltanum“ Íslenski boltinn Danski dómarinn aftur á börum af velli Handbolti „Þetta félag mun aldrei deyja“ Enski boltinn Trump fékk gulllykil og sagði tollastríðið auka spennu fyrir HM Fótbolti Umræðan væri önnur ef um Rashford væri að ræða en ekki Grealish Enski boltinn Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Handbolti Beckham kærður í tengslum við mál Diddy Sport Kyssti mótherja eftir að hafa sleikt annan um daginn Sport David Raya bjargaði stigi á Old Trafford Enski boltinn Laglegt mark Alberts gegn Napoli sem vildi láta reka hann af velli Fótbolti Fleiri fréttir Eftirmaður Þóris segir stelpurnar þurfa að æfa sig í að senda og grípa „Við erum of mistækir“ Benedikt Gunnar kallaður inn í landsliðshópinn Stjarnan tryggði sér sæti í úrslitakeppninni Uppgjörið: FH - Afturelding 34-29 | Heimamenn endurheimtu toppsætið Björgvin Páll strax kallaður aftur í landsliðið Danski dómarinn aftur á börum af velli Valur tímabundið á toppinn Gauti bjargaði stigi en ÍR færist fjær botninum Engir Íslendingar en samt ekkert vandamál hjá Melsungen í kvöld Elliði markahæstur í stórsigri Gummersbach Orri skoraði mark umferðarinnar í Meistaradeildinni Tekur hatt sinn ofan fyrir Söndru sem kveður Jóhannes Berg fer til Arnórs í Danmörku Ekki hættur í þjálfun Sænsku meistararnir fá Elínu inn sem fyrsta kost: „Mjög fínn kostur“ Landsleik Svía og Rúmena hætt eftir svakalegt samstuð leikmanna Haukur flottur í sigri á liði Gumma Gumm í Meistaradeildinni Elvar bjó til sjö mörk en liðið missti af sigri í lokin Gunnar kveður og Stefán tekur við Elín Rósa fullkomnar íslenska tríóið hjá þýska stórliðinu Draumadagar Elínar Klöru sem fer í atvinnumennsku Valsmenn skutu bikarmeistarana aftur niður á jörðina Mosfellingar hristu af sér bikarvonbrigðin með stórsigri Kristjan Örn fagnaði landsliðssæti með frábæran leik Sigvaldi með sex mörk og báðir bræðurnir skoruðu á móti Barcelona Nýjasti landsliðsmaðurinn fagnaði sætinu með hauskúpuleik „Þetta var bara núna eða aldrei“ Fetar í fótspor afa síns sem hann aldrei kynntist með landsliðinu „Ég var heitur og þegar maður er heitur á maður að negla á markið“ Sjá meira