Segir Brynjar vanhæfan eftir störf sín fyrir Bjarka Diego Jón Hákon Halldórsson skrifar 4. apríl 2017 07:00 Svandís Svavarsdóttir vísir/daníel Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Það er óheppilegt að formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar Alþingis leiði vinnu við úrvinnslu á skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis um einkavæðingu Búnaðarbankans. Þetta er mat Svandísar Svavarsdóttur, fulltrúa VG í nefndinni. „Ég tel að það færi betur á því að einhver annar leiddi nákvæmlega þessa vinnu,“ segir Svandís. Ástæðan er sú að Brynjar Níelsson var verjandi Bjarka Diego þegar sakamál tengd Kaupþingi voru til rannsóknar hjá sérstökum saksóknara. Það var áður en Brynjar var kjörinn þingmaður árið 2013. Bjarki var lögfræðingur hjá Kaupþingi og samkvæmt skýrslu rannsóknarnefndar Alþingis kom hann að gerð baksamninga þess efnis að Kaupþing keypti aftur hluti í Búnaðarbankanum af þýska bankanum Hauck & Aufhäuser. „Mér finnst það skipta mjög miklu máli að stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd sé þannig að ekki falli skuggi á hennar störf. Það er afar mikilvægt og það hljótum við öll að vera sammála um,“ segir Svandís og bætir við að um þetta mál verði væntanlega fjallaði í nefndinni. Brynjar Níelsson segist ekkert hafa íhugað framtíð málsins. „Ef nefndin er almennt á því að það sé ómögulegt að ég sé þarna þá fer ég úr nefndinni. Ég ætla ekkert að vera að djöflast ef aðrir nefndarmenn vilja það ekki,“ segir Brynjar. Samkvæmt lögum um rannsóknarnefndir Alþingis á stjórnskipunar- og eftirlitsnefnd að fjalla um skýrsluna og draga af henni ályktanir, sem geta verið leiðbeiningar til þingsins eða framkvæmdarvaldsins um breytta löggjöf eða breytta framkvæmd. „Við förum yfir skýrsluna, metum hvort einhvern lærdóm sé hægt að draga af henni og svo framvegis,“ segir Svandís um það hlutverk nefndarinnar sem fram undan er.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21 Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53 Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent Létust líklega tíu dögum fyrir fundinn Erlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Fleiri fréttir Fordæmalaus staða milli bandalagsríkja og spennan magnast á landsfundi „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Sjá meira
Stjórnvöld skipulega blekkt í aðdraganda og kjölfar sölunnar á Búnaðarbankanum Rannsóknarnefnd Alþingis hefur sannreynt að þýski bankinn Hauck & Aufhäuser var aldrei í reynd fjárfestir í Búnaðarbankanum þegar 45,8 prósent hlutur ríkisins í honum var seldur í janúar 2003, ólíkt því sem haldið var fram allt frá upphafi. 29. mars 2017 10:21
Meirihluti á Alþingi fyrir frekari rannsókn á einkavæðingu bankanna Sjálfstæðisflokkurinn hefur einn flokka fyrirvara á að slík rannsókn fari fram. 31. mars 2017 12:53
Krefjast rannsóknar á sölu Landsbankans Þingmenn, bæði úr stjórnarflokkum og stjórnarandstöðu, telja mikilvægt að fram fari rannsókn á einkavæðingu Landsbankans. Björgólfur Thor Björgólfsson, sem var stór hluthafi í bankanum, tekur einnig undir þá kröfu. 31. mars 2017 06:00