Lífið

Falleg íslensk heimili: Ásgeir Kolbeins og Bryndís búa í glæsilegu 400 fermetra einbýlishúsi

Stefán Árni Pálsson skrifar
Einstaklega fallegt hús hjá Ásgeiri og Bryndísi.
Einstaklega fallegt hús hjá Ásgeiri og Bryndísi.
Nýr íslenskur þáttur hóf göngu sína á Stöð 2 fyrir nokkrum vikum og heitir hann Falleg íslensk heimili.

Þar fá sérfræðingarnir Gulla Jónsdóttir, arkitekt og hönnuður, Helgi Ómarsson, ljósmyndari og stílisti og Þóra Margrét Baldvinsdóttir hönnunarráðgjafi það skemmtilega verkefni að skoða falleg íslensk heimili.

Markmiðið er að ná fram því sem fallegt er og gleður augað. Sitt sýnist hverjum en svo mikið er víst að það er alltaf fróðlegt að fá umfjöllun um mismunandi arkitektúr, hverfi og hugmyndir manna um híbýli. Síðast en ekki síst er einfaldlega gaman að sjá hvernig aðrir hafa hreiðrað um sig.

Þrjú heimili eru heimsótt í hverjum þætti og fá sérfræðingarnir aldrei að hitta þá sem búa í eigninni. Að þessu sinni fóru sérfræðingarnir í heimsókn til athafnamannsins Ásgeirs Kolbeinssonar og Bryndísi Heru Gísladóttur sem búa í 400 fermetra einbýlishúsi við Strýtusel. Þar eru botnlangagötur með stórum einbýlishúsum.

Húsið var teiknað af Kjartani Sveinssyni sem var einn mikilvirtasti íbúðarhúsahönnuður landsins á sínum tíma. Parið flutti inn fyrir einu og hálfu ári og tók allt í gegn um leið.


Tengdar fréttir






Fleiri fréttir

Sjá meira


×