Fótbolti

Morata sá til þess að BBC var ekki saknað

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Real Madrid er með tveggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar.
Real Madrid er með tveggja stiga forskot á toppi spænsku úrvalsdeildarinnar. vísir/getty
BBC-tríóið hjá Real Madrid fékk hvíld þegar liðið mætti Leganés á útivelli í spænsku úrvalsdeildinni í kvöld. Það kom þó ekki að sök því Real Madrid vann 2-4 sigur.

Álvaro Morata nýtti tækifærið í byrjunarliðinu vel og skoraði þrennu. James Rodríguez var einnig á skotskónum fyrir Real Madrid sem hefur unnið fimm leiki í röð.

Gestirnir voru komnir í 0-3 eftir 23 mínútur en heimamenn svöruðu með tveimur mörkum á þriggja mínútna kafla og staðan því 2-3 í hálfleik.

Morata róaði svo taugar Madrídinga þegar hann skoraði fjórða mark þeirra í upphafi seinni hálfleiks. Lokatölur 2-4, Real Madrid í vil.

Með sigrinum í kvöld endurheimti Real Madrid toppsætið í deildinni. Madrídingar eru með tveggja stiga forskot á Barcelona og eiga auk þess leik til góða.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×