Keflavík keppi við Helsinki sem tengistöð heimsálfa Kristján Már Unnarsson skrifar 7. apríl 2017 10:15 Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“ WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Skúli Mogensen, eigandi WOW-air, segir eitt stærsta tækifæri Íslendinga felast í því að efla Keflavíkurflugvöll sem alþjóðlega tengimiðstöð. Áætlanir WOW um stækkun flugflotans og tvöföldun farþegafjölda knýja á um hraða stækkun Leifsstöðvar. Þetta kom fram í frétt Stöðvar, sem sjá má hér að ofan. WOW-flugfélagið hyggst stækka flugflota sinn úr 17 þotum upp í 24 á næsta ári en stærsta viðbótin felst í fjórum nýjum langdrægum breiðþotum. Skúli Mogensen hyggst bæta við nýjum heimsálfum í leiðakerfið með Keflavíkurflugvöll sem miðstöð og segist ætla að tvöfalda farþegafjölda WOW úr þremur milljónum upp í sex milljónir á næstu tveimur árum. „Megnið af þessari aukningu verða svokallaðir via-farþegar, það er að segja, þá erum við að nota Ísland sem stoppistöð,“ segir forstjóri og eigandi WOW-air. „Ég held einmitt að eitt stærsta tækifæri sem við höfum núna framundan, - ekki bara WOW, heldur í rauninni við sem þjóð, - er að búa hér til alþjóðlegan flugvöll sem er fókuseraður á að efla þessa tengimiðstöð. Lega landsins er þannig að við getum stækkað töluvert, ef við horfum til dæmis á hvernig Helsinki hefur byggt upp sinn flugvöll sem tengistöð Asíu og Evrópu. Besta dæmið er Dubai, sem er búið að fara úr engu í tæplega hundrað milljón farþega á síðastliðnum tuttugu árum, fyrst og fremst til að tengja saman heimsálfur.“Keflavíkurflugvöllur í framtíðinni, samkvæmt þróunaráætlun til ársins 2040.Það var á árunum fyrir 1990 sem Flugleiðir hófu kerfisbundið að breyta leiðakerfi sínu með það í huga að nota Leifsstöð sem skiptistöð, sem önnur flugfélög hafa síðan nýtt sér. Hjá Flugleiðum byrjaði þetta á sex borgum í Evrópu og þremur borgum í Ameríku og allar flugvélarnar mættust svo á sama tíma í Keflavík. Þrjátíu árum síðar hefur borgafjöldinn og farþegafjöldinn næstum tífaldast. Í sumar verður flogið frá um sextíu stöðum í Evrópu og yfir tuttugu stöðum í Ameríku. Og nú eru horfur á að það verði ekki bara flogið í austur og vestur heldur einnig í norður en stórborgir Asíu, eins og Tókýó og Sjanghæ, eru líklegastar til að verða með þeim fyrstu þegar skiptistöðin Keflavík fer að þjóna fleiri heimsálfum. -Getur Keflavíkurflugvöllur tekið við þessu? „Ekki í núverandi mynd, engan veginn,“ svarar Skúli. „Ísland er að verða uppselt. Bæði þá, eins og staðan er núna, komufarþegar en líka, ef þessi sýn á að verða að veruleika, þá þarf að taka til hendinni og stækka flugvöllinn umtalsvert.“
WOW Air Tengdar fréttir Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00 WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33 Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13 Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13 WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01 Mest lesið Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Viðskipti innlent Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Raforka til gagnavera snarminnkað Viðskipti innlent Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Eldamennskan og jólaljósin algengasti brunavaldur um hátíðirnar Samstarf Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Viðskipti innlent Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Viðskipti innlent Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Fleiri fréttir Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Efling hafi líklega sett Íslandsmet í óhróðri Sjá meira
Sóknarfæri fyrir Ísland í Asíu Uppbygging tengslaneta við Asíulönd er stórt hagsmunamál í útflutningi. Hágæðamörkuðum í Evrópu og vestan hafs fækkar en fjölgar hratt í Asíu. Kallað eftir samstarfi stjórnvalda, atvinnulífs og menntastofnana. 30. janúar 2017 06:00
WOW fær stærstu þotur áætlunarflugs Íslendinga Fyrsta breiðþota WOW-flugfélagsins af þremur er komin til landsins en þær verða stærstu þotur í áætlunarflugi til og frá Íslandi. 2. júní 2016 10:33
Skúli skoðar áætlunarflug til Ísrael WOW Air hefur óskaði eftir leyfi frá flugvallaryfirvöldum í Ísrael til að fljúga sex sinnum í viku frá Keflavík til Tel Aviv. 27. janúar 2017 10:13
Skúli stefnir á tvöföldun með stærstu flugvélapöntun WOW WOW-air hefur tilkynnt um stærstu flugvélapöntun í sögu félagsins; sjö nýjar Airbus-þotur, þar af fjórar breiðþotur sem draga til Asíu. 4. apríl 2017 11:13
WOW air bætir við sjö nýjum flugvélum frá Airbus WOW air ætlar að bæta sjö nýjum Airbus flugvélum við flota fyrirtækisins sem mun þá telja 24 vélar í árslok 2018. 30. mars 2017 11:01