Setja stefnuna á atvinnumennsku Samúel Karl Ólason skrifar 8. apríl 2017 12:20 Vísir/Stefán Strákarnir í hinu fornfræga „clani“ Seven, hafa sett stefnuna á atvinnumennskuna í Counter-Strike Go. Nú um páskana munu þeir taka þátt í mótinu Copenhagen Games og æfa þeir stíft fyrir mótið. Þeir reyna að æfa saman fimm sinnum í viku, í þrjá til fimm tíma í senn. Þeir Bergur Jóhannsson, Birgir Ágústsson, Brynjar Jóhannsson, Hafþór Örn Pétursson og Stefán Dagbjartsson skipa clanið. Seven var upprunalega stofnað árið 2004 og spiluðu meðlimir þess Counter-Strike 1.6. Þeir Birgir og Brynjar endurvöktu clanið nú nýverið og að þessu sinni spila þeir CSGO. „Þetta er skemmtilegasta hobbí sem ég hef stundað,“ segir Bergur. Hann segir menn þurfa að leggja mikið á sig til að verða góðir og Birgir slær á svipaða strengi. „Það geta allir orðið pro. Það tekur bara tíma.“ Strákarnir segja clanið hafa verið best hér á landi á árum áður og sé nú orðið það aftur. Þeir hafi til dæmis unnið síðustu tvö mót sem haldin voru hér á landi. 80 lið er skráð til leiks í CSGO á Copenhagen Games um páskana. Mótið mun standa yfir 12. til 14. apríl, en strákarnir í Seven munu fara út þann ellefta. Um er að ræða nokkuð stóran viðburð, en átta bestu liðin munu komast áfram í úrslitakeppni. Mótið er gott tækifæri til fyrir strákan til að komast á enn stærra mót. Blaðamaður kíkti á æfingu hjá strákunum, þar sem þær æfðu sig í verslun Tölvutek. Þeir munu gera það aftur nú um helgina og verður hægt að kíkja á þá á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Tölvutek styður við bakið á Seven. Það reynist þó stundum erfitt að fylgjast með hvað sé að gerast í leikjum strákanna. Bæði gerast hlutirnir hratt og mikið „lingó“ fylgir leikjunum, sem óvanir eiga erfitt með að átta sig á. Svokallaðar eSports fara sífellt stækkandi og ná til sífellt fleiri. Stór fyrirtæki eru farin að beina sjónum sínum að því að styrkja ýmiss keppnislið og það eru komnir miklir peningar í sportið. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fyrir Seven-liða í Kaupmannahöfn um páskana. Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira
Strákarnir í hinu fornfræga „clani“ Seven, hafa sett stefnuna á atvinnumennskuna í Counter-Strike Go. Nú um páskana munu þeir taka þátt í mótinu Copenhagen Games og æfa þeir stíft fyrir mótið. Þeir reyna að æfa saman fimm sinnum í viku, í þrjá til fimm tíma í senn. Þeir Bergur Jóhannsson, Birgir Ágústsson, Brynjar Jóhannsson, Hafþór Örn Pétursson og Stefán Dagbjartsson skipa clanið. Seven var upprunalega stofnað árið 2004 og spiluðu meðlimir þess Counter-Strike 1.6. Þeir Birgir og Brynjar endurvöktu clanið nú nýverið og að þessu sinni spila þeir CSGO. „Þetta er skemmtilegasta hobbí sem ég hef stundað,“ segir Bergur. Hann segir menn þurfa að leggja mikið á sig til að verða góðir og Birgir slær á svipaða strengi. „Það geta allir orðið pro. Það tekur bara tíma.“ Strákarnir segja clanið hafa verið best hér á landi á árum áður og sé nú orðið það aftur. Þeir hafi til dæmis unnið síðustu tvö mót sem haldin voru hér á landi. 80 lið er skráð til leiks í CSGO á Copenhagen Games um páskana. Mótið mun standa yfir 12. til 14. apríl, en strákarnir í Seven munu fara út þann ellefta. Um er að ræða nokkuð stóran viðburð, en átta bestu liðin munu komast áfram í úrslitakeppni. Mótið er gott tækifæri til fyrir strákan til að komast á enn stærra mót. Blaðamaður kíkti á æfingu hjá strákunum, þar sem þær æfðu sig í verslun Tölvutek. Þeir munu gera það aftur nú um helgina og verður hægt að kíkja á þá á milli klukkan tvö og fjögur í dag. Tölvutek styður við bakið á Seven. Það reynist þó stundum erfitt að fylgjast með hvað sé að gerast í leikjum strákanna. Bæði gerast hlutirnir hratt og mikið „lingó“ fylgir leikjunum, sem óvanir eiga erfitt með að átta sig á. Svokallaðar eSports fara sífellt stækkandi og ná til sífellt fleiri. Stór fyrirtæki eru farin að beina sjónum sínum að því að styrkja ýmiss keppnislið og það eru komnir miklir peningar í sportið. Því er ljóst að það er til mikils að vinna fyrir Seven-liða í Kaupmannahöfn um páskana.
Leikjavísir Mest lesið Tengdadóttir forsætisráðherra í innsta koppi Loftssystkina Lífið Tengdó hringdi og vildi vita hvort Sunnu Dís hefði í alvöru liðið svona Lífið „Getur líka fengið Óskarsverðlaun fyrir besta leik í aukahlutverki“ Lífið Heitir og hýrir flugþjónar í suðrænni stemningu Lífið Katrín og Markus orðin tveggja barna foreldrar Lífið Emilíana Torrini einhleyp Lífið Benedikt og Sunneva Einars selja slotið Lífið Heitasti plötusnúður í heimi í Melabúðinni Lífið „Á erfitt með að gera mér í hugarlund eitthvað rómantískara“ Makamál Bannað að hlæja: Stressið allsráðandi í upphafi kvöldsins Lífið Fleiri fréttir Dragon Age Veilguard: Fimmtán ára ævintýri lýkur PlayStation 5 Pro: Eina leiðin til að spila, ef þú tímir því Sverrir Bergmann snýr aftur í GameTíví GameTíví: Berjast gegn hjörðum uppvakninga Horizon Zero Dawn uppfærður: Besta tækifærið til að stökkva í sögu Aloy CCP kynnir nýjan leik til sögunnar COD Black Ops 6: Myrkraverkin hafa sjaldan verið betri Steindi og Gunnar Nelson spila með GameTíví Íslendingar berjast hjá GameTíví GameTíví: Koma vetrarbrautinni til bjargar í Space Marine Until Dawn: Flott endurgerð á hryllilegum leik GameTíví: Jökull leiðir strákana til sigurs Sjá meira