Körfubolti

Jón Arnór öruggur í viðtali eftir leik: „Líður ennþá eins og ég sé alltaf bestur“

Stefán Árni Pálsson skrifar
Jón Arnór ætlar sér alla leið.
Jón Arnór ætlar sér alla leið.
„Þetta var algjör lykilleikur fyrir okkur til þess að komast áfram,“ sagði Jón Arnór Stefánsson, leikmaður KR, eftir sigurinn á Keflavík í undanúrslitum Dominos-deild karla í gærkvöldi.

„Við vissum að þeir kæmu alveg dýrvitlausir til leiks hér í kvöld og ætluðu að stela heimavallarréttinum af okkur. Þeir voru að hreyfa boltann mjög vel og það var aldrei ætlunin að gefa þeim opin skot.“

Jón segir að KR-liðið sé einfaldlega þannig að leikmenn trúa því aldrei að þeir tapi leik.

„Við höldum alltaf að við séum að fara vinna leikinn. Það er rosalega mikilvægt að hafa og ég hef oft spilað á móti stórum liðum þar sem maður trúir því aldrei að maður sé að fara vinna.“

Þessi ótrúlegi körfuboltamaður er með mikið sjálfstraust.

„Það er gaman að vera eldgamall og skora mikið. Mér líður ennþá eins og ég sé alltaf bestur þegar ég stíg inn á gólfið. Það versta var kannski að ég var aðeins farinn að efast þegar boltinn var ekki að drullast ofan í.“


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×