Fótbolti

Sverrir tekinn af velli eftir hálftíma leik

Stefán Árni Pálsson skrifar
Sverrir Ingi í leik með Granada.
Sverrir Ingi í leik með Granada. nordicphotos/getty
Valencia vann góðan sigur á Granada, 3-1, í spænsku úrvalsdeildinni í knattspyrnu í dag. Sverrir Ingi Ingason var í byrjunarliði Granada en var tekinn af velli á 33. mínútu leiksins og var þá staðan 2-0 fyrir Valencia.

Þá hafði Simone Zaza komið boltanum í tvígang í netið fyrir Valencia. Í upphafi síðari hálfleiks skoraði Santi Mina þriðja mark Valencia og leikurinn í raun búinn.

Ezequiel Ponce náði að minnka muninn fyrir Granada á 65. mínútu. Valencia er í 12. sæti deildarinnar með 39 stig en Granada í því næstneðsta með 20 stig.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×