Kvikmyndahátíð fyrir börnin Starri Freyr Jónsson skrifar 30. mars 2017 14:00 “Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna- og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki,” segir Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíó Paradís. MYND/GVA Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð hefst í dag, fimmtudag, í Bíói Paradís í Reykjavík og stendur yfir til sunnudagsins 9. apríl. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en hún fór fyrst fram árið 2013 og er fyrsta og eina kvikmyndahátíð sinnar tegundar hér á landi. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíói Paradís, segir aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið mikinn meðbyr og stuðning strax frá upphafi.Opnunarmyndin er Antboy 3, en Antboy er karakter sem börn eru farin að þekkja vel. Fyrri tvær myndirnar um Antboy verða einnig sýndar á hátíðinni.„Hlutverk kvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars væru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki. Fjölskyldur hafa þannig tækifæri til að njóta áhugaverðra kvikmynda saman utan skólatíma þar sem yngsta kynslóðin fær að kynnast hugtakinu „kvikmyndahátíð“.“Sword Art Online (Wakanim) er æsispennandi og glæný japönsk teiknimynd þar sem vélar og forrit ráða ríkjum í framtíðarveruleika leikjaveraldar.Norrænt þema Í ár verður norrænt þema að sögn Ásu. „Við opnum hátíðina með Antboy 3, en Antboy er karakter sem börn eru farin að þekkja vel, auk þess sem danski leikstjórinn Ask Hasselbalch var gestur okkar á síðastu hátíð. Við munum einnig sýna fyrri tvær myndirnar, Antboy og Antboy og Rauða refsinornin.“ Af öðrum spennandi myndum nefnir Ása t.d. norsku ævintýramyndina Ævintýri á norðurslóðum, þar sem krakkar lenda í kröppum dansi við náttúruöflin, norsku ofurhetjumyndina Töffararnir, þar sem nördarnir í skólanum sigrast á hrekkjusvínunum og myndina Svalir krakkar gráta ekki, sem fjallar um unga stúlku sem elskar að spila fótbolta en veikist af hvítblæði. „Svo erum við með frábæra frumsýningu á sænsku myndinni Stelpan, mamman og djöflarnir, sem fjallar um unga stúlku sem býr með móður sinni sem þjáist af geðsjúkdómi.“ Fyrst og fremst verður þó fjölbreytnin í fyrirrúmi. „Við sýnum frábæra kvikmynd frá Eþíópíu um ungan strák og lambið hans, sérsýnum glænýja japanska teiknimynd, sýnum 40 ára afmælismynd Klaufabárðanna í fullri lengd, íslenskar kvikmyndir og klassík sem öll fjölskyldan hefur gaman af, t.a.m. E.T., The Wizard of Oz og The NeverEnding Story sem eru sýndar með íslenskum texta.“ Opnunarhátíðin á morgun, fimmtudag, verður vegleg og er ókeypis inn á hana. „Þá verður öllum boðið í Bíó Paradís kl. 17 þar sem töframaður tekur á móti börnunum og í kjölfarið verður Antboy 3 sýnd.“Teiknimyndin My Life as a Courgette var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár sem besta teiknimyndin.Margt í boði Auk kvikmyndasýninga verður margt annað í boði á hátíðinni. „Við munum bjóða upp á pallborðsumræður í tilefni af frumsýningu sænsku myndarinnar Stelpan, mamman og djöflarnir, þar sem geðheilbrigðismál verða rædd og hvernig það er að vera barn sem á foreldri/a með geðsjúkdóma. Einnig ætlum við að bjóða upp á umræður eftir sýninguna á Svalir krakkar gráta ekki, um hvernig það er að vera ungur með krabbamein.“ Hilmar Sigurðsson mun halda fyrirlestur sem ber heitið „Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?“ ásamt því að ræða nýjustu myndina sem hann vinnur að, Lói, þú flýgur aldrei einn. „Auk þess verður boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir börn frá 9-12 ára þar sem þau læra hvernig á að undirbúa sig undir áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir, undir styrkri stjórn Ólafs S.K. Þorvaldz leikara og leiklistarkennara. Tekið skal fram að skráning er í fullum gangi á námskeiðið en það verður haldið laugardaginn 1. apríl, kl. 10-12.“ Einnig verður boðið upp á sérstakar ókeypis skólasýningar ætlaðar þeim allra yngstu, skólabörnum og unglingastiginu. „Frítt er inn á skólasýningarnar og eru þær mikilvægur partur af Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.“ Dagskrána í heild sinni má nálgast á heimasíðu Bíós Paradísar auk þess sem hátíðin er með Facebook-síðu með öllum upplýsingum. Krakkar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Alþjóðleg barnakvikmyndahátíð hefst í dag, fimmtudag, í Bíói Paradís í Reykjavík og stendur yfir til sunnudagsins 9. apríl. Þetta er í fjórða sinn sem hátíðin er haldin en hún fór fyrst fram árið 2013 og er fyrsta og eina kvikmyndahátíð sinnar tegundar hér á landi. Ása Baldursdóttir, dagskrárstjóri hjá Bíói Paradís, segir aðstandendur hátíðarinnar hafa fengið mikinn meðbyr og stuðning strax frá upphafi.Opnunarmyndin er Antboy 3, en Antboy er karakter sem börn eru farin að þekkja vel. Fyrri tvær myndirnar um Antboy verða einnig sýndar á hátíðinni.„Hlutverk kvikmyndahátíðarinnar er að bjóða börnum, unglingum og fjölskyldum þeirra aðgang að áhugaverðum og vönduðum barna- og unglingakvikmyndum víðs vegar að úr heiminum sem annars væru ekki teknar til sýninga á Íslandi. Hátíðin eykur fjölbreytni í kvikmyndaflóru fyrir börn, eflir kvikmyndalæsi barna og unglinga og er tækifæri fyrir alla fjölskylduna að koma á metnaðarfulla viðburði og njóta dagskrár í hæsta gæðaflokki. Fjölskyldur hafa þannig tækifæri til að njóta áhugaverðra kvikmynda saman utan skólatíma þar sem yngsta kynslóðin fær að kynnast hugtakinu „kvikmyndahátíð“.“Sword Art Online (Wakanim) er æsispennandi og glæný japönsk teiknimynd þar sem vélar og forrit ráða ríkjum í framtíðarveruleika leikjaveraldar.Norrænt þema Í ár verður norrænt þema að sögn Ásu. „Við opnum hátíðina með Antboy 3, en Antboy er karakter sem börn eru farin að þekkja vel, auk þess sem danski leikstjórinn Ask Hasselbalch var gestur okkar á síðastu hátíð. Við munum einnig sýna fyrri tvær myndirnar, Antboy og Antboy og Rauða refsinornin.“ Af öðrum spennandi myndum nefnir Ása t.d. norsku ævintýramyndina Ævintýri á norðurslóðum, þar sem krakkar lenda í kröppum dansi við náttúruöflin, norsku ofurhetjumyndina Töffararnir, þar sem nördarnir í skólanum sigrast á hrekkjusvínunum og myndina Svalir krakkar gráta ekki, sem fjallar um unga stúlku sem elskar að spila fótbolta en veikist af hvítblæði. „Svo erum við með frábæra frumsýningu á sænsku myndinni Stelpan, mamman og djöflarnir, sem fjallar um unga stúlku sem býr með móður sinni sem þjáist af geðsjúkdómi.“ Fyrst og fremst verður þó fjölbreytnin í fyrirrúmi. „Við sýnum frábæra kvikmynd frá Eþíópíu um ungan strák og lambið hans, sérsýnum glænýja japanska teiknimynd, sýnum 40 ára afmælismynd Klaufabárðanna í fullri lengd, íslenskar kvikmyndir og klassík sem öll fjölskyldan hefur gaman af, t.a.m. E.T., The Wizard of Oz og The NeverEnding Story sem eru sýndar með íslenskum texta.“ Opnunarhátíðin á morgun, fimmtudag, verður vegleg og er ókeypis inn á hana. „Þá verður öllum boðið í Bíó Paradís kl. 17 þar sem töframaður tekur á móti börnunum og í kjölfarið verður Antboy 3 sýnd.“Teiknimyndin My Life as a Courgette var tilnefnd til Óskarsverðlauna í ár sem besta teiknimyndin.Margt í boði Auk kvikmyndasýninga verður margt annað í boði á hátíðinni. „Við munum bjóða upp á pallborðsumræður í tilefni af frumsýningu sænsku myndarinnar Stelpan, mamman og djöflarnir, þar sem geðheilbrigðismál verða rædd og hvernig það er að vera barn sem á foreldri/a með geðsjúkdóma. Einnig ætlum við að bjóða upp á umræður eftir sýninguna á Svalir krakkar gráta ekki, um hvernig það er að vera ungur með krabbamein.“ Hilmar Sigurðsson mun halda fyrirlestur sem ber heitið „Hvernig verða tölvuteiknimyndir til?“ ásamt því að ræða nýjustu myndina sem hann vinnur að, Lói, þú flýgur aldrei einn. „Auk þess verður boðið upp á leiklistarnámskeið fyrir börn frá 9-12 ára þar sem þau læra hvernig á að undirbúa sig undir áheyrnarprufur fyrir kvikmyndir, undir styrkri stjórn Ólafs S.K. Þorvaldz leikara og leiklistarkennara. Tekið skal fram að skráning er í fullum gangi á námskeiðið en það verður haldið laugardaginn 1. apríl, kl. 10-12.“ Einnig verður boðið upp á sérstakar ókeypis skólasýningar ætlaðar þeim allra yngstu, skólabörnum og unglingastiginu. „Frítt er inn á skólasýningarnar og eru þær mikilvægur partur af Alþjóðlegri barnakvikmyndahátíð í Reykjavík.“ Dagskrána í heild sinni má nálgast á heimasíðu Bíós Paradísar auk þess sem hátíðin er með Facebook-síðu með öllum upplýsingum.
Krakkar Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira