Íslenski boltinn

Túfa framlengir við KA

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Túfa og Eiríkur Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, handsala samninginn.
Túfa og Eiríkur Jóhannsson, formaður knattspyrnudeildar KA, handsala samninginn. mynd/ka
Srdjan Tufegdzic, eða Túfa eins og hann er alltaf kallaður, hefur skrifað undir nýjan tveggja ára samning við KA.

Túfa tók við KA-liðinu af Bjarna Jóhannssyni um mánaðarmótin júlí/ágúst 2015.

Túfa var nálægt því að koma KA upp sumarið 2015. Það gekk hins vegar síðasta sumar þegar KA vann Inkasso-deildina og tryggði sér sæti í Pepsi-deildinni í fyrsta sinn síðan 2004.

Túfa lék með KA á árunum 2006-12 og byrjaði að þjálfa hjá félaginu meðan hann var leikmaður þess. Túfa var svo aðstoðarþjálfari Bjarna áður en hann tók við liðinu fyrir einu og hálfu ári síðan.

Túfa hefur stýrt KA í 30 deildarleikjum. KA hefur unnið 21 af þessum 30 leikjum, gert fimm jafntefli og aðeins tapað fjórum leikjum.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×