Íslenski boltinn

Fyrrum unglingalandsliðsmaður Englands á Skagann

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Rashid Yussuff í leik með AFC Wimbledon.
Rashid Yussuff í leik með AFC Wimbledon. vísir/getty
ÍA hefur samið við Englendinginn Rashid Yussuff. Þetta staðfestir Gunnlaugur Jónsson, þjálfari ÍA, í samtali við fótbolta.net.

Yussuff var á reynslu hjá ÍA í síðustu viku og náði að heilla Skagamenn.

Yussuff, sem er 26 ára, er uppalinn hjá Charlton Athletic. Hann lék þó aldrei með aðalliði félagsins.

Yussuff, sem er af nígerískum ættum, lék með Gillingham í eitt tímabil og skoraði svo 30 mörk í 150 deildarleikjum fyrir AFC Wimbledon.

Eftir stutta viðkomu hjá ensku utandeildarliðunum Margate og Hayes & Yeading United gekk Yussuff til liðs við Zebbug Rangers á Möltu. Undanfarin tvö ár hefur hann leikið með Arka Gdynia í Póllandi.

Yussuff lék á sínum tíma sjö leiki með yngri landsliðum Englands.

Samkvæmt frétt fótbolta.net eru Skagamenn með pólskan leikmann sem getur spilað sem kantmaður og framherji til reynslu.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×