Hrútar verður endurgerð í Suður-Kóreu og Ástralíu Stefán Árni Pálsson skrifar 21. mars 2017 14:30 Úr kvikmyndinni. Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016. Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira
Íslenska kvikmyndin Hrútar eftir Grím Hákonarson verður endurgerð í tveimur löndum á næstu árum, eftir að framleiðandi Hrúta, kvikmyndafyrirtækið Netop Films, seldi réttinn til þess til tveggja landa, Suður-Kóreu og Ástralíu. Endurgerð Hrúta í Ástralíu er í höndum framleiðslufyrirtækisins WBMC í samvinnu við Screen Australia. „Í Ástralíu er verkefnið komið frekar langt, búið að endurskrifa handritið og byrjað að máta það við leikstjóra og leikara, en ég má ekkert segja nánar frá því að svo stöddu,“ segir Grímar Jónsson, framleiðandi Hrúta. Yong Film, framleiðslufyrirtæki Syd Lim, framleiðanda Old Boy, hefur tryggt sér réttinn á endurgerð myndarinnar í S-Kóreu og Grímar segir að persónusköpun Hrúta hafi höfðað mjög til Kóreumannanna.Þúsundir frömdu sjálfsmorð „Þau féllu fyrst og fremst fyrir sögu bræðranna. Þýðing fjölskyldunnar, traust og áreiðanleiki eru mjög fyrirferðamikil hugtök í S-Kóreyskri menningu. Saga bræðranna í Hrútum getur gerst hvar sem er, en það er vissulega áhugavert að skoða hluti eins og sauðfjármenningu í þessum löndum. Í Seúl er t.a.m. sheep-cafe, kaffihús þar sem maður getur fengið sér bolla og klappað kindum. Í Ástralíu frömdu þúsundir sauðfjár sjálfsmorð eftir að hafa borðað einhverja baneitraða plöntu sem dreifði sér eftir mikla skógarelda, “ segir Grímar ennfremur. Aðstæður í Suður-Kóreu og Ástralíu eru um margt ólíkar íslenskum aðstæðum. Bræðurnir, sem Siggi Sigurjóns og Theodór Júlíusson leika, geta t.d. ekki lent í snjóstormi í Ástralíu. Þeir bræður munu því lenda í skógareldum. „Já, það verður mjög fyndið að sjá þetta. Við munum semsagt sjá þessa íslensku bændur tala kóresku og berjast við hitabylgjur hinum megin á hnettinum,“ segir Grímar og hlær. Hrútar hafa farið sigurför um heiminn síðan hún vann aðalverðlaun Un Certain Regard flokksins á Cannes kvikmyndahátíðinni 2015. Myndin hefur verið sýnd í kvikmyndahúsum um allan heim, unnið yfir 30 alþjóðleg verðlaun og hlaut 11 eddustyttur 2016.
Bíó og sjónvarp Mest lesið Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo Lífið Fleiri fréttir Lively í hart: „Þú veist að við getum grafið hvern sem er“ Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Frumsýning á Vísi: Fyrsta stiklan úr hryllingstrylli af Vestfjörðum Paul Mescal leiki nafna sinn McCartney „Þannig það yrði bara til Leynilögga 1 og 3“ Emilia Pérez og The Bear með flestar tilnefningar til Golden Globe „Hversu góð tök hefur þú á Rúrik?“ Barry Keoghan leikur Bítil Með stórstjörnum í væntanlegri kvikmynd Marvel Leikstjóri Naked Gun og Airplane! látinn „Grét ekkert eðlilega mikið á frumsýningunni“ Frumsýning á Vísi: Steindi og Saga með nýja sketsaseríu um jólin Sjáðu Nínu Dögg sem Vigdísi í fyrstu stiklunni Stjörnufans þegar hundruð kíktu á forsýningu Iceguys 2 Sýn, Síminn og RÚV standa að baki nýjum sjónvarpsverðlaunum Halda til Spánar að smakka messuvín fyrir þjóðkirkjuna Hundrað ára viðkvæmni Íslendinga: „Leið daglega yfir 40 til 50 manns“ Stórstjörnur flykkjast í verkefni Baltasars Ljósbrot verðlaunuð af Evrópsku kvikmyndaakademíunni Stórstjarna úr tónlistarheiminum í nýrri seríu White Lotus Brynjar Morthens leikur Bubba Morthens Frumsýning á Vísi: IceGuys dæmdir til samfélagsþjónustu í seríu tvö Sjá meira