Erlent

Arnold skýtur föstum skotum að Trump

Samúel Karl Ólason skrifar
Arnold Schwarzenegger og Donald Trump.
Arnold Schwarzenegger og Donald Trump. Vísir/Getty
Arnold Schwarzenegger skaut föstum skotum að Donald Trump, forseta Bandaríkjanna, á Twitter í morgun. Þeir tveir hafa deilt á samfélagsmiðlum að undanförnu og þá sérstaklega um áhorfstölur. Nú segir Schwarzenegger að nýjustu tölur Trump séu komnar í hús og að hann sé í ræsinu.

Gallup birti í gær niðurstöður könnunar sem sýndu fram á að 37 prósent Bandaríkjamanna séu ánægð með störf hans og hefur þessi tala ekki verið lægri frá því að Trump tók við embætti í janúar. 58 prósent segjast óánægð með störf forsetans.

Sjá einnig: Trump segir að Schwarzenegger hafi verið rekinn

Schwarzenegger birti myndband á Twitter í morgun þar sem hann spyr Trump við hverju hann hafi búist. Hann hafi tekið frístundir af börnum og mat frá fátæku fólki.

„Það er ekki það sem þú kallar að gera Bandaríkin frábær aftur“.

Þá býðst Schwarzenegger til þess að fara með Trump og kynna fyrir honum frístundir barna í skóla skammt frá Hvíta húsinu. Frístundir sem samtök Schwarzenegger, After School All Stars sjá um.

Schwarzenegger er fyrrverandi ríkisstjóri Kaliforníu og repúblikani, en hann neytaði að styðja forsetaframboð Trump. Þá tók hann við umsjón Celebrity Apprentice þáttanna, við litla kátínu Trump.


Tengdar fréttir

Trump segir að Schwarzenegger hafi verið rekinn

Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, er efins um að Arnold Schwarzenegger hafi stigið sjálfviljugur til hliðar sem umsjónarmaður þáttanna The New Celebrity Apprentice.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×