„Breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn“ Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 07:00 Íslenska landsliðið og starfsfólk KSÍ stilltu sér upp fyrir myndatöku en liðið æfði í fyrsta sinn í gær í Parma á Ítalíu. vísir/eiríkur stefán „Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu. HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
„Þetta er frábært. Það er gleðidagur,“ segir Ólafur Ingi Skúlason glaðbeittur fyrir æfingu íslenska landsliðsins í Parma. Allir leikmenn íslenska landsliðsins æfðu í mislitum sokkum á æfingu í Parma og starfsliðið skartaði einnig mislitum sokkum. Tilefnið var alþjóðlegur dagur fólks með Downs-heilkennið. Ólafur á fimm ára son, Viktor Skúla, sem er með Downs-heilkenni og þegar hann stakk upp á því að þetta yrði gert var því vel tekið innan hópsins. „Þetta stendur mér nærri. Við þurfum öll að fagna fjölbreytileikanum og það breytti mínu lífi til hins betra að eignast strákinn minn fyrir rétt tæpum sex árum síðan,“ segir hann.Ólafur Ingi Skúlasonvísir/gettySamkvæmt tölum af vef Landspítalans sést að allar konur, sem fengu staðfest árið 2014 að þær gengju með barn með Downs-heilkenni, létu eyða fóstrinu. Það er skimað fyrir litningagöllum í ómskoðun þegar meðgangan er orðin tólf vikur. „Það hefur verið í umræðunni með fóstureyðingar og annað þessu tengt. Ég held að það þurfi því að fræða fólk um þetta og svona dagar hjálpa til með það.“ Hann segir að það sé alltaf eitthvað um fordóma gagnvart fólki með Downs. „Ég held að það hafi mikið áunnist síðustu 5-10 ár og það er mikil vakning í samfélaginu. Það er þökk sé svona dögum þar sem málefni minnihlutahópa eru tekin upp og fólk aðeins frætt um þetta heilkenni.“ Ólafur Ingi leikur með Karabükspor í Tyrklandi og er kominn aftur í landsliðið eftir smá fjarveru en mikil meiðsli herja á landsliðshópinn. Liðið leikur gegn Kósóvó á föstudag í undankeppni Heimsmeistaramótsins. Hann segir að eftir að Viktor Skúli hafi komið í heiminn sé gleðin ríkjandi á heimilinu. „Mitt líf er miklu ríkara en það var áður en við eignuðumst strákinn. Það þarf að fræða fólkið um hvað lífið er yndislegt.“Fréttin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00 Mest lesið Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Íslenski boltinn Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Fótbolti Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Enski boltinn Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Enski boltinn „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Íslenski boltinn Dagskráin í dag: Íslenskt góðgæti með erlendu kryddi Sport „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ Fótbolti „Þetta var hræðilegt og 2025 verður sársaukafullt“ Formúla 1 Sturluð staðreynd um afrek Eyglóar Sport Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Fótbolti Fleiri fréttir Í beinni: Þór/KA - Tindastóll | Slagurinn um Norðurland Í beinni: FHL - Valur | Fyrsti leikur í Fjarðabyggðarhöllinni Guðrún og Katla með stoðsendingar í Íslendingaslag Lewandowski frá næstu vikurnar og missir af stórleikjum Enn eitt jafnteflið hjá Lyngby Fimmtán ára bjargaði stigi fyrir Brøndby „Vonandi fáum við fulla stúku í dag“ Fjörutíu mínútna hlé eftir að peningi var kastað í dómara Leik Alberts og öllum öðrum á Ítalíu frestað vegna andláts páfa Segir að Alexander-Arnold eigi ekki að byrja fleiri leiki ef hann er á förum Vandræði KR við nýja völlinn: „Hér var bara mýri og ruslahaugur“ Liverpool gæti orðið meistari strax á miðvikudag Saka ekki alvarlega meiddur „Vonast til að vera sendiherra fyrir alla leikmenn Palestínu“ „Hagsmunum félagsins best borgið með sölu á leikmanninum“ Ástbjörn missir af næstu leikjum KR Slot sáttur fyrir hönd Trent Alexander-Arnold Bologna gerði sér lítið fyrir og lagði topplið Inter Valverde bjargaði vondri viku Evrópumeistararnir fóru hamförum Daníel Leó með mikilvægt sigurmark á meðan Kolbeinn skoraði í tapi „Vinnur ekki leiki ef þú skorar ekki“ ÍA og Vestri mætast inni Trent tryggði sigurinn gegn lánlausu liði Leicester Hákon nær Meistaradeildinni en Mikael áfram í fallsæti Úlfarnir unnu United aftur Frestuðu fögnuði Liverpool með sýningu Neto hetja Chelsea á síðustu stundu Grýtti spjaldtölvu í jörðina þegar víti var ekki dæmt María lagði upp og fyrsta stigið komið í hús Sjá meira
Hann gerir okkur öll að betri manneskjum Hún horfði á okkur eins og við værum unglingar og sagði hranalega: "Þið gerið ykkur grein fyrir að líf ykkar er að fara að breytast töluvert. Þið getið gleymt þeim plönum sem þið hafið gert í bili.“ 22. desember 2012 15:00