Ef ég væri Heimir myndi ég setja mig í liðið Eiríkur Stefán Ásgeirsson skrifar 22. mars 2017 06:00 Emil á EM síðasta sumar. vísir/getty Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“ HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira
Emil Hallfreðsson viðurkennir sjálfur að þrátt fyrir mikla velgengni íslenska landsliðsins á EM í sumar hafi hann ekki upplifað persónulega velgengni. Hann var aldrei í byrjunarliði Íslands og kom aðeins við sögu í 1-1 jafnteflinu gegn Ungverjalandi í Marseille. „Ég bíð bara eftir mínu tækifæri og er ekkert að væla yfir minni stöðu. Þegar tækifærið kemur verð ég að nýta það,“ sagði Emil fyrir æfingu íslenska landsliðsins á heimavelli Parma, hinum sögufræga Stadio Ennio Tardini, í gær. „Hér er frábært að vera. Mér líður eins og heima hjá mér á Ítalíu og það er gaman að koma til nýrra borga og vera þar í nokkra daga,“ segir Emil sem hefur þó spilað nokkrum sinnum á Il Tardini, áður en félagið varð gjaldþrota árið 2015 og var dæmt niður í D-deildina. „Það er allt til alls hjá okkur. Við erum hér í afar góðu yfirlæti – fáum að æfa á heimavelli Parma og erum á fínu hóteli sem er vant því að taka á móti fótboltaliðum.“Ánægður þar sem ég er Emil er á mála hjá Udinese sem er í tólfta sæti ítölsku 1. deildarinnar. Liðið hefur unnið síðustu tvo leiki sína og gerði þar á undan sterkt 1-1 jafntefli við Ítalíumeistara og topplið Juventus. Emil er í stóru hlutverki á miðju Udinese. „Það er búið að ganga vel. Ég er að spila alla leiki og eftir þrjá taplausa leiki í röð erum við að horfa til þess að komast ofar í töflunni,“ segir Emil. „Leikstíll liðsins hentar mér ágætlega. Ég hef að undanförnu verið að spila sem djúpur miðjumaður og er því að læra á nýja stöðu. Ég hef oftast verið í sókndjarfara hlutverki en þetta á ágætlega við mig og ég er ánægður á þeim stað sem ég er á.“Emil er klár í slaginn gegn Kósóvó.Nordicphotos/GettyEkki allir sem aðlagast Emil hefur verið atvinnumaður undanfarin tólf ár og er að spila með þriðja liði sínu á Ítalíu, þar sem hann hefur verið langstærstan hluta ferilsins. Hann var í fimm ár hjá Hellas Verona áður en hann gekk í raðir Udinese í sumar. Hafnfirðingurinn verður 33 ára í sumar og á rúmt ár eftir af samningi sínum. Heima á Íslandi fær ítalska úrvalsdeildin oft minni athygli en hinar stóru deildirnar í Evrópu og Emil hefur sjálfur orðið var við það. „Ítalía er ein stærsta deild í heimi og mjög erfið. Það eru ekki allir sem ná að aðlagast ítölsku taktíkinni og hvernig þeir vilja að leikurinn sé spilaður. En þetta er líka hörkuskemmtileg deild. Fólk þekkir örugglega vel hversu sterk ítalska deildin er en kannski átta ekki allir sig á því að það er ekki daglegt brauð að Íslendingur sé að spila í Serie A,“ segir Emil. Ísland mætir Kósóvó í undankeppni HM 2018 á föstudag. Leikurinn hefur mikla þýðingu fyrir Ísland sem þarf helst á þremur stigum að halda. Emil, sem hefur oftar en ekki verið í hlutverki varamannsins með íslenska landsliðinu síðustu misserin, gæti fengið stærra hlutverk nú vegna forfalla nokkurra lykilmanna. „Ef ég væri Heimir [Hallgrímsson] myndi ég setja mig í byrjunarliðið,“ sagði hann í léttum dúr. „Ég tel mig sýna og sanna í hverri viku hér á Ítalíu að ég geti spilað með íslenska landsliðinu. Þegar tækifærið kemur þá reyni ég bara að nýta það.“
HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Meistararnir gefa Trump „risastórt nei“ Sport Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar Körfubolti Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Körfubolti Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Körfubolti „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ Enski boltinn Sár Verstappen hótar sniðgöngu Formúla 1 Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Enski boltinn Haukur hlýddi Snorra strax og er á leið til Löwen Handbolti Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Körfubolti Sló rúmlega tuttugu ára gamalt Íslandsmet Sport Fleiri fréttir Sveindís fær engar skýringar: „Ég hef greinilega ekki verið í uppáhaldi“ Endurkomukóngarnir í Leeds með fimm stiga forskot á toppnum Valsmenn settu sex gegn Grindavík „Danska“ félagið í MLS sigraði meistarana í fyrsta leik Gísli og félagar með fullt hús stiga Hélt að „spilling“ þýddi eitthvað annað og dregur ummælin til baka Jóhann byrjaði og Kurt Zouma kom inn af bekknum í sigri Al Orobah Aftur hópuppsögn hjá Man. Utd Hundur í Messi: Kleip í háls aðstoðarþjálfara Sturridge vildi að Guardiola setti Haaland inn á í hálfleik Metin sex sem Salah setti í gær Fyrsta barnabarn Cantona heitir Cesar Gerrard orðaður við endurkomu til Rangers Liðsfélagi Alberts laus af spítala „Titilbaráttan er búin, Liverpool verður meistari“ „Verður besta tímabil sem við höfum séð frá leikmanni“ Özil búinn að finna sér nýjan starfsvettvang „Spiluðum mjög vel í dag“ Dómara refsað vegna samskipta við Messi Orri og félagar blanda sér í Evrópubaráttuna Góðir útisigrar hjá PSG og Juventus „Við þurfum annan titil“ Öruggur sigur Akureyrarkvenna í Lengjubikarnum Magnaðir Bæjarar áfram í toppmálum Salah frábær og Liverpool í kjörstöðu Jöfnuðu erkifjendurna að stigum á toppnum Tap gegn botnliðinu eftir sigurinn á Víkingum Breki Baxter kórónaði endurkomu Eyjamanna Blikakonur áfram á fullu skriði í Lengjubikarnum KR-ingar áfram á mikilli sigurgöngu undir stjórn Óskars Hrafns Sjá meira