Körfubolti

Friðrik Ingi lét menn heyra það eftir leikinn á Króknum | Myndband

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Tindastóll rúllaði yfir Keflavík, 107-80, í þriðja leik liðanna í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla í gærkvöldi. Stólarnir héldu þar með lífi í vonum sínum á komast áfram í undanúrslit.

Friðrik Ingi Rúnarsson, þjálfari Keflavíkur, átti eitthvað vantalað við Chris Caird, leikmann Tindastóls, eftir leikinn.

Englendingurinn lét sér fátt um finnast, benti Friðriki á að halda áfram að tala og gekk svo í burtu.

Friðrik var ekki hættur og eftir að hafa tekið í spaðann á leikmönnum Stólanna ræddi hann við Israel Martin, þjálfara Tindastóls, og var greinilega ósáttur.

Að lokum gekk Friðrik til dómara leiksins, tók í höndina á þeim og ræddi stuttlega við þá.

Staðan í einvíginu er 2-1, Keflavík í vil, en fjórði leikurinn fer fram í Sláturhúsinu í Keflavík á morgun.


Tengdar fréttir

Tók metið í starfi Sigurðar

Friðrik Ingi Rúnarsson er aftur orðinn sá þjálfari sem hefur unnið flesta leiki í úrslitakeppni karla í körfubolta en hann vann sinn 70. leik í úrslitakeppni á sunnudagskvöldið.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×