Kaldhæðið sjónarhorn á samtímann Stefán Þór Hjartarson skrifar 24. mars 2017 10:30 Á sýningu Georgs Óskars er flókinn heimur nútímans túlkaður með húmor og kaldhæðni. Vísir/GVA Georg Óskar Giannakoudakis opnar í dag sýninguna sína Appetite for Midnight í Tveimur hröfnum, Baldursgötu 12. Georg Óskar útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Bergen vorið 2016. Verkin eru öll frá þessu ári og Georg Óskar segir þau snúast að miklu leyti um samtímaviðburði sem berast til hans mikið til í gegnum útvarpið. „Þetta eru fimmtán málverk og síðan pastelteikningar af fíkus sem ég er með í stúdíóinu mínu. Ég vildi aðeins brjóta upp sýninguna svo þetta væru ekki bara málverk – þannig að ég tók einn fíkus á dag þangað til að mér fannst það ekki gaman lengur.“ Náttúran er fyrirferðarmikil í verkum Georgs Óskars á sýningunni og komst hann að því við þá sjálfskoðun sem vinnsla sýningarinnar reyndist honum að náttúran og vernd hennar eru honum hugleikin, jafnvel meira en hann bjóst sjálfur við. „Ég er ekki týpan sem fer upp í pontu eða skrifar pistil og segir öllum að fara vel með náttúruna. Málverkið er svona mín leið til að koma þessum hugsunum mínum á framfæri. Það er til dæmis eitt verk af konu sem er að faðma tré og heitir Free hugs. Við hliðina á því er lítið verk af íkorna uppi í tré – þetta gæti verið sama tré og konan faðmar. Verkið heitir How should I know, I’m just a squirrel. Íkorninn er bara dýr í sínu plássi og hann þarf ekki að vita neitt, hann vill bara fá að borða hnetu og vera í friði.“Framandi náttúra er oft sviðsmynd verka Georgs Óskars. Vísir/GVASögur úr æsku Georgs Óskars eru honum hugleiknar í sýningunni og það hvernig hið gamla mætir því nýja. „Miðpunktur sýningarinnar er verkið Robinson Crusoe is still alive. Þar stendur Róbinson Krúsó í miðju feni og reykir sígarettu. Fólk má túlka þetta sjálft – kannski er þetta bara einhver kall sem stendur reykjandi og horfir upp í loft. En hann stendur þarna allvegana og horfir til himins, það lekur eitt lítið tár niður vangann á honum og hann er að reykja þessa sígarettu sem einhver túristi hefur mögulega misst á eyjunni. Upp á milli trjágreinanna sést Boeing-þota fljúga hjá. Þetta eru þessar gömlu sögur sem ég las þegar ég var lítill og síðan sígarettur, Boeing – eitthvað sem er að gerast núna – í sama verkinu.“ Samtíminn og hvernig hann berst Georgi Óskari er rauði þráðurinn í sýningunni – fréttir samtímans sem hljóma oft í eyrum hans á meðan hann vinnur. Á sýningunni túlkar Georg Óskar meðal annars nýjustu uppgötvanir NASA, ást fólks á því þegar öðrum mistekst er túlkuð í rotuðum boxara, trúmálin birtast í Jesú að drukkna, „hann gengur nú ekki endalaust á vatni,“ og skemmtanalífið kemur fram í manni sem sér eigin uppgefna endurspeglun í polli eftir sjö daga skemmtanahald. „Mér finnst mjög gaman að vera pínu írónískur – það er svona persónulegur húmor minn sem blandast í það sem mér finnst áhugavert. Mér finnst ég aldrei vera að skálda neitt – ég undirstrika bara atburði líðandi stundar.“ Opnunarhóf sýningarinnar hefst klukkan fimm í dag í Tveimur hröfnum. Sýningin stendur svo til 29. apríl. Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira
Georg Óskar Giannakoudakis opnar í dag sýninguna sína Appetite for Midnight í Tveimur hröfnum, Baldursgötu 12. Georg Óskar útskrifaðist með meistaragráðu í myndlist frá Listaháskólanum í Bergen vorið 2016. Verkin eru öll frá þessu ári og Georg Óskar segir þau snúast að miklu leyti um samtímaviðburði sem berast til hans mikið til í gegnum útvarpið. „Þetta eru fimmtán málverk og síðan pastelteikningar af fíkus sem ég er með í stúdíóinu mínu. Ég vildi aðeins brjóta upp sýninguna svo þetta væru ekki bara málverk – þannig að ég tók einn fíkus á dag þangað til að mér fannst það ekki gaman lengur.“ Náttúran er fyrirferðarmikil í verkum Georgs Óskars á sýningunni og komst hann að því við þá sjálfskoðun sem vinnsla sýningarinnar reyndist honum að náttúran og vernd hennar eru honum hugleikin, jafnvel meira en hann bjóst sjálfur við. „Ég er ekki týpan sem fer upp í pontu eða skrifar pistil og segir öllum að fara vel með náttúruna. Málverkið er svona mín leið til að koma þessum hugsunum mínum á framfæri. Það er til dæmis eitt verk af konu sem er að faðma tré og heitir Free hugs. Við hliðina á því er lítið verk af íkorna uppi í tré – þetta gæti verið sama tré og konan faðmar. Verkið heitir How should I know, I’m just a squirrel. Íkorninn er bara dýr í sínu plássi og hann þarf ekki að vita neitt, hann vill bara fá að borða hnetu og vera í friði.“Framandi náttúra er oft sviðsmynd verka Georgs Óskars. Vísir/GVASögur úr æsku Georgs Óskars eru honum hugleiknar í sýningunni og það hvernig hið gamla mætir því nýja. „Miðpunktur sýningarinnar er verkið Robinson Crusoe is still alive. Þar stendur Róbinson Krúsó í miðju feni og reykir sígarettu. Fólk má túlka þetta sjálft – kannski er þetta bara einhver kall sem stendur reykjandi og horfir upp í loft. En hann stendur þarna allvegana og horfir til himins, það lekur eitt lítið tár niður vangann á honum og hann er að reykja þessa sígarettu sem einhver túristi hefur mögulega misst á eyjunni. Upp á milli trjágreinanna sést Boeing-þota fljúga hjá. Þetta eru þessar gömlu sögur sem ég las þegar ég var lítill og síðan sígarettur, Boeing – eitthvað sem er að gerast núna – í sama verkinu.“ Samtíminn og hvernig hann berst Georgi Óskari er rauði þráðurinn í sýningunni – fréttir samtímans sem hljóma oft í eyrum hans á meðan hann vinnur. Á sýningunni túlkar Georg Óskar meðal annars nýjustu uppgötvanir NASA, ást fólks á því þegar öðrum mistekst er túlkuð í rotuðum boxara, trúmálin birtast í Jesú að drukkna, „hann gengur nú ekki endalaust á vatni,“ og skemmtanalífið kemur fram í manni sem sér eigin uppgefna endurspeglun í polli eftir sjö daga skemmtanahald. „Mér finnst mjög gaman að vera pínu írónískur – það er svona persónulegur húmor minn sem blandast í það sem mér finnst áhugavert. Mér finnst ég aldrei vera að skálda neitt – ég undirstrika bara atburði líðandi stundar.“ Opnunarhóf sýningarinnar hefst klukkan fimm í dag í Tveimur hröfnum. Sýningin stendur svo til 29. apríl.
Mest lesið Bestu, stærstu, slökustu og verstu myndir ársins 2024 Lífið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Menning Dagbók móður: „Það var eins og þeir sæju eitthvað sem ég sá ekki” Áskorun Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Króli trúlofaður Lífið Landaði hlutverki í íslensku Hallmark-myndinni á hálftíma Bíó og sjónvarp „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Fleiri fréttir Jólahaldið allt í rugl þegar frumsýning er annan í jólum Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Arnaldur tók sér frí frá glæpum en ekki toppnum Jói Pé og Króli skrifa söngleik Féll í myndlist en fann sig sem myndlistarmaður Bestu vinkonur sameinast í listinni Bjarni og Sigurður verði ekki myrtir í bók Borgarleikhúsið setur upp Moulin Rouge 250 sýningar af Elly: „Án hennar væri Íslandssagan öðruvísi“ Heitustu stjörnur listarinnar saman í Ásmundarsal Snorri skein skært í hátíðarbrókinni Engin sé uppskeran ef kartöflurnar eru ekki settar niður Verður ýmist í leyfi eða hlutastarfi á listamannalaunum Þessi fá listamannalaun 2025 Gleðilegir gestir í hátíðarskapi á safninu „Spurning um að fara að sækja réttu kokteilboðin“ Geir og Arnaldur í fangbrögðum á toppnum Í beinni: Dagur íslenskrar tónlistar Reykjavík samdi til þriggja ára við Borgarleikhúsið Bróðir Díönu Prinsessu naut sín í Reykjavík Leikstjóri Forrest Gump mættur til Reykjavíkur 52 ár á milli þeirra og þrjár bækur Ballettdansarinn Vladimir Shklyarov látinn Einar og Sigga á Grund gerð að heiðurslistamönnum Skaðlegt geðheilsunni að reyna að geðjast öðrum Leikfélag Hafnarfjarðar lagt niður Víkingur Heiðar tilnefndur til Grammy-verðlauna Frambjóðendur, sjónvarpsstjörnur og gamlir félagar fögnuðu með Geir Setja upp árekstur og hefja saman rekstur „Þetta eru mjög vondir samningar við Storytel“ Sjá meira