Fjarsýnisstöð á Íslandi Stefán Pálsson skrifar 26. mars 2017 09:00 Meðal þess sem John Logie Baird og samstarfsmenn hans unnu að á seinni hluta þriðja áratugarins voru tilraunir með nætursjón og gerð búnaðar til að nema innrautt ljós. Ófreskisaugu: Nú geta menn sjeð í myrkri og þoku og í gegn um holt og hæðir.“ Þessa grípandi fyrirsögn mátti sjá í Lesbók Morgunblaðsins sumarið 1927. Umfjöllunarefnið var ýmsar uppfinningar skoska hugvitsmannsins Johns Logie Baird, en þó einkum sú nýjasta sem að sögn íslensku blaðanna myndi gera mönnum kleift að sjá fólk, skip og flugvélar í dimmasta myrkri eða svörtustu þoku. „Maður sá, sem mynd á að sendast af langar leiðir, getur nú setið í í kolsvarta myrkri, en hinir ósýnilegu geislar, sem beint er að honum, flytja lifandi mynd af honum langar leiðir. Uppgötvun þessi getur haft stórkostlega þýðingu á mörgum sviðum. Í ófriði geta t.d. flugvjelar og njósnarar ekki látið náttmyrkur skýla sjer. Með hjálp hinna ósýnilegu geisla og vjelar Bairds, er hægt að sjá til ferða þeirra, án þess að þeir hafi hugmynd um.“ Óhætt er að segja að íslensku blaðamennirnir hafi verið óþarflega fljótir á sér. Meðal þess sem John Logie Baird og samstarfsmenn hans unnu að á seinni hluta þriðja áratugarins voru tilraunir með nætursjón og gerð búnaðar til að nema innrautt ljós. Tilraunirnar voru þó enn smáar í sniðum og bundnar við tilraunastofur, þótt vissulega mætti láta sig dreyma um stórfelldari hagnýtingu tækninnar síðar meir. Er þetta hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem hrifnæmir blaðamenn gera of mikið úr nýjustu tækniframförum. Áhugavert er þó að svo snemma sem árið 1927 hafi íslensk blöð fjallað um John Logie Baird eins og heimskunnan uppfinningamann sem búast mátti við að lesendur kynnu deili á. Aðeins tveimur árum fyrr var þessi, að miklu leyti sjálfmenntaði, uppfinningamaður með öllu óþekktur í veröldinni. Baird fæddist í Vestur-Skotlandi árið 1888 og nam vélfræði og rafmagnsfræði við tækniskóla og háskóla í Glasgow en fyrri heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að hann lyki námi. Hann sóttist eftir að ganga í herinn, en fékk ekki inngöngu vegna bágrar heilsu. Þess í stað hóf hann störf hjá fyrirtæki sem sinnti sprengiefnagerð. Þegar stríðinu lauk sneri Baird sér að sínu helsta hugðarefni: sjónvarpstækninni. Þrotlausar tilraunir hans báru að lokum árangur og er hann almennt sagður uppfinningamaður sjónvarpsins, en hefð er fyrir að tímasetja þann atburð árið 1926.Fjölmiðlasprengjur Reyndar má endalaust deila um hvort hægt sé að eigna einum manni heiðurinn af sjónvarpinu. Mikil gróska var í rannsóknum á útvarpsbylgjun og á sviði ljósfræði í byrjun tuttugustu aldar. Vísindalegar forsendur sjónvarpsins voru vel þekktar og sjálft heitið, „television“, var löngu komið fram. Veturinn 1925-6 tókst Baird að varpa lifandi andlitsmynd af samstarfsmanni sínum á skjá í nokkurri fjarlægð. Það má heita fyrsta sjónvarpssendingin í sögunni og í þeim skilningi má tala um sjónvarpið sem uppfinningu Bairds, en útilokað má telja að honum hefði tekist að fá skráð einkaleyfi á fyrirbærinu enda fátt frumlegt við búnaðinn. Framlag Bairds fólst því í að þróa hagnýtar og nothæfar útfærslur á uppgötvunum annarra. Sagan segir að strax að lokinni þessari fyrstu sjónvarpsútsendingu hafi Baird hlaupið á ritstjórnarskrifstofur eins stóru Lundúnablaðanna til að segja frá afreki sínu. Þegar ritstjórinn frétti af þessum óðamála gesti sem segðist geta varpað lifandi myndum frá einum stað til annars, á hann að hafa látið öryggisgæsluna vita að vitfirringur væri kominn í heimsókn, líklega hættulegur og mögulega vopnaður. Sumir aðdáenda Bairds harma það mjög hversu gjarn hann var á að segja fjölmiðlum frá nýjustu afrekum sínum og ljóstra þannig upp um viðfangsefni sín. Telja þeir að með örlítið meiri þagmælsku og varkárni, hefði Baird getað fullkomnað tækni sína í friði og ró og þannig öðlast yfirburðastöðu í kapphlaupinu um þróun sjónvarpsins. Sitthvað er við þá söguskoðun að athuga. Ekki hvað síst að Baird hafði ekkert fjárhagslegt bolmagn til að þróa sjónvarpstækni á laun, með tilheyrandi efniskostnaði og launum fjölda aðstoðarmanna. Þess í stað hlaut hann að reyna að fanga athygli fjársterkra aðila með því að sýna afrakstur tilrauna sinna jafnóðum, þótt keppinautar kynnu að njóta góðs af þeim upplýsingum. Næstu árin var Baird ítrekað í fréttum vegna sjónvarpstilrauna sinna, sem allar miðuðust að því að sannfæra umheiminn um að gerlegt væri að þróa tæknina áfram og gera hana að almenningseign með tíð og tíma. Stöðugt fjölgaði þeim sem fengið höfðu að sjá sjónvarpsútsendingar hans og blaðafrægðin fylgdi í kjölfarið, eins og íslensku blöðin leiddu í ljós þegar á árinu 1927. Helsta keppikefli Bairds var að sannfæra stjórnendur BBC, breska ríkisútvarpsins, um að veðja á sjónvarp. BBC sýndi tækninni mikinn áhuga, enda eðlilegt að líta á hana sem rökrétt framhald af hljóðvarpi. Fyrirtækið setti því mikið fé í þróunarstarf og hóf til að mynda snemma tilraunaútsendingar á kyrrum myndum, þar á meðal veðurspákortum. Það voru einkum tvö fyrirtæki sem létu að sér kveða í sjónvarpsstríðinu í byrjun fjórða áratugarins. Annars vegar fyrirtæki Bairds sjálfs, en hins vegar hið alþjóðlega Marconi-fyrirtæki sem stofnað hafði verið um rekstur loftskeytakerfa ítalska uppfinningamannsins Marconis. Síðarnefnda fyrirtækið var miklu stærra, ríkara og hafði yfir að búa fullkomnum rannsóknarstofum og fjölda tæknimanna. Þrátt fyrir aflsmuninn helltu Baird og fyrirtæki hans sér út í slaginn og komu upp stórri sjónvarpsmiðstöð í Crystal Palace-tækniþróunarmiðstöðinni, sem komið hafði verið fyrir í hluta samnefndrar sýningarhallar í Sydenham-hverfinu í Lundúnum. Þaðan var sjónvarpað ýmiss konar efni, svo sem hnefaleikakeppnum og einföldum sjónvarpsleikritum til að kynna tæknina og hvetja efnafólk höfuðborgarinnar til að koma sér upp sjónvarpsviðtækjum, sem voru að skjóta upp kollinum á markaðnum. Það var líka frá stöðinni í Crystal Palace sem gerðar voru tilraunir með langdrægni útsendinga um miðjan fjórða áratuginn. Inn í þá sögu drógust Íslendingar með harla óvenjulegum hætti.Íslendingar ríða á vaðið Fyrir nokkrum misserum var afhjúpað á Akureyri söguskilti um upphaf sjónvarps á Íslandi. Þar er rakin lítt þekkt saga um að á árunum 1934 til 1936 hafi breski verkfræðingurinn Fredrik Livingstone Hogg og Grímur Sigurðsson, síðar útvarpsvirkjameistari, tekið við sjónvarpssendingum frá Bretlandi. Búnaðinn munu þeir félagarnir hafa fengið að hluta að utan en að öðru leyti smíðað sjálfir. Þeir Hogg og Grímur tóku við sjónvarpsmerkjunum í húsinu Sjónarhæð. Þar var að finna heljarmikil móttökuloftnet frá því nokkrum árum fyrr þegar breskur trúboði, Arthur Gook að nafni, rak þar trúarlega útvarpsstöð sem áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi. Hafði Hogg raunar verið tæknimaður Sjónarhæðarútvarpsstöðvarinnar. Synd væri að segja að þeir Hogg og Grímur hafi mikið verið að hampa þessari tilraunamennsku sinni. Þannig fluttu íslensku blöðin reglulega fregnir af sjónvarpstilraunum Breta, án þess að hafa hugmynd um að útsendingarnar hefðu náðst norður í landi. Margar þessara frétta eru mjög tæknilegar og benda til góðs skilnings höfunda á eðli sjónvarpsins, en aðrar fólu í sér vangaveltur um framtíðina. Til dæmis spurði blaðamaður Alþýðublaðsins sig þeirrar spurningar snemma árs 1935 hvenær Íslendingar myndu hafa ráð á „að koma upp fjarsýnisstöð við hliðina á Ríkisútvarpinu“. Og komst að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að vera mjög langt þangað til. Það segir ef til vill sína sögu um hversu langt var í raun frá Akureyri til Reykjavíkur að enginn blaðamaður fyrir sunnan hafði hugmynd um sjónvarpstilraunirnar nyrðra. Það var því ekki fyrr en mörgum áratugum síðar að Grímur Sigurðsson sagði frá þeim í útvarpsviðtali. Af upprifjun hans mátti ráða að myndinni sem náðist hafi verið varpað upp á örsmáan skjá og að skýrleiki útsendingarinnar hafi verið mjög mismunandi eftir dögum. Stundum hafi myndin verið það góð að greina mátti á henni smáatriði. Velta má því fyrir sér hvort sjónvarpstilraunirnar á Akureyri hefðu fengið stærri sess í sögunni ef fyrirtæki Bairds hefði ekki orðið undir í samkeppninni um þróun sjónvarpsins. BBC ákvað á árinu 1936 að halda áfram tilraunaútsendingum með báðum tæknikerfunum, þótt ýmsar vísbendingar væru komnar fram um að kerfi Marconi-félagsins væri hentugra. Mikill eldsvoði í Crystal Palace síðar á sama ári, þar sem sjónvarpsstöð og upptökuver Bairds brunnu til grunna, reyndist fyrirtækinu svo hálfgert rothögg. John Logie Baird hefur að sönnu fengið sinn sess í sögubókum sem brautryðjandi sjónvarpstækninnar, en það skapaði honum lítinn auð. Sjónvarpsáhorf tveggja áhugasamra Akureyringa um miðbik fjórða áratugarins rataði því ekki inn í söguna sem hluti af glæstri sigurgöngu alþjóðlegs stórfyrirtækis, heldur er það neðanmálsgrein í hliðarsögu um ævintýri sem hefði getað orðið. Sagan er stundum grimm og alltaf skráð af sigurvegurunum. Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira
Ófreskisaugu: Nú geta menn sjeð í myrkri og þoku og í gegn um holt og hæðir.“ Þessa grípandi fyrirsögn mátti sjá í Lesbók Morgunblaðsins sumarið 1927. Umfjöllunarefnið var ýmsar uppfinningar skoska hugvitsmannsins Johns Logie Baird, en þó einkum sú nýjasta sem að sögn íslensku blaðanna myndi gera mönnum kleift að sjá fólk, skip og flugvélar í dimmasta myrkri eða svörtustu þoku. „Maður sá, sem mynd á að sendast af langar leiðir, getur nú setið í í kolsvarta myrkri, en hinir ósýnilegu geislar, sem beint er að honum, flytja lifandi mynd af honum langar leiðir. Uppgötvun þessi getur haft stórkostlega þýðingu á mörgum sviðum. Í ófriði geta t.d. flugvjelar og njósnarar ekki látið náttmyrkur skýla sjer. Með hjálp hinna ósýnilegu geisla og vjelar Bairds, er hægt að sjá til ferða þeirra, án þess að þeir hafi hugmynd um.“ Óhætt er að segja að íslensku blaðamennirnir hafi verið óþarflega fljótir á sér. Meðal þess sem John Logie Baird og samstarfsmenn hans unnu að á seinni hluta þriðja áratugarins voru tilraunir með nætursjón og gerð búnaðar til að nema innrautt ljós. Tilraunirnar voru þó enn smáar í sniðum og bundnar við tilraunastofur, þótt vissulega mætti láta sig dreyma um stórfelldari hagnýtingu tækninnar síðar meir. Er þetta hvorki í fyrsta né síðasta sinn sem hrifnæmir blaðamenn gera of mikið úr nýjustu tækniframförum. Áhugavert er þó að svo snemma sem árið 1927 hafi íslensk blöð fjallað um John Logie Baird eins og heimskunnan uppfinningamann sem búast mátti við að lesendur kynnu deili á. Aðeins tveimur árum fyrr var þessi, að miklu leyti sjálfmenntaði, uppfinningamaður með öllu óþekktur í veröldinni. Baird fæddist í Vestur-Skotlandi árið 1888 og nam vélfræði og rafmagnsfræði við tækniskóla og háskóla í Glasgow en fyrri heimsstyrjöldin kom í veg fyrir að hann lyki námi. Hann sóttist eftir að ganga í herinn, en fékk ekki inngöngu vegna bágrar heilsu. Þess í stað hóf hann störf hjá fyrirtæki sem sinnti sprengiefnagerð. Þegar stríðinu lauk sneri Baird sér að sínu helsta hugðarefni: sjónvarpstækninni. Þrotlausar tilraunir hans báru að lokum árangur og er hann almennt sagður uppfinningamaður sjónvarpsins, en hefð er fyrir að tímasetja þann atburð árið 1926.Fjölmiðlasprengjur Reyndar má endalaust deila um hvort hægt sé að eigna einum manni heiðurinn af sjónvarpinu. Mikil gróska var í rannsóknum á útvarpsbylgjun og á sviði ljósfræði í byrjun tuttugustu aldar. Vísindalegar forsendur sjónvarpsins voru vel þekktar og sjálft heitið, „television“, var löngu komið fram. Veturinn 1925-6 tókst Baird að varpa lifandi andlitsmynd af samstarfsmanni sínum á skjá í nokkurri fjarlægð. Það má heita fyrsta sjónvarpssendingin í sögunni og í þeim skilningi má tala um sjónvarpið sem uppfinningu Bairds, en útilokað má telja að honum hefði tekist að fá skráð einkaleyfi á fyrirbærinu enda fátt frumlegt við búnaðinn. Framlag Bairds fólst því í að þróa hagnýtar og nothæfar útfærslur á uppgötvunum annarra. Sagan segir að strax að lokinni þessari fyrstu sjónvarpsútsendingu hafi Baird hlaupið á ritstjórnarskrifstofur eins stóru Lundúnablaðanna til að segja frá afreki sínu. Þegar ritstjórinn frétti af þessum óðamála gesti sem segðist geta varpað lifandi myndum frá einum stað til annars, á hann að hafa látið öryggisgæsluna vita að vitfirringur væri kominn í heimsókn, líklega hættulegur og mögulega vopnaður. Sumir aðdáenda Bairds harma það mjög hversu gjarn hann var á að segja fjölmiðlum frá nýjustu afrekum sínum og ljóstra þannig upp um viðfangsefni sín. Telja þeir að með örlítið meiri þagmælsku og varkárni, hefði Baird getað fullkomnað tækni sína í friði og ró og þannig öðlast yfirburðastöðu í kapphlaupinu um þróun sjónvarpsins. Sitthvað er við þá söguskoðun að athuga. Ekki hvað síst að Baird hafði ekkert fjárhagslegt bolmagn til að þróa sjónvarpstækni á laun, með tilheyrandi efniskostnaði og launum fjölda aðstoðarmanna. Þess í stað hlaut hann að reyna að fanga athygli fjársterkra aðila með því að sýna afrakstur tilrauna sinna jafnóðum, þótt keppinautar kynnu að njóta góðs af þeim upplýsingum. Næstu árin var Baird ítrekað í fréttum vegna sjónvarpstilrauna sinna, sem allar miðuðust að því að sannfæra umheiminn um að gerlegt væri að þróa tæknina áfram og gera hana að almenningseign með tíð og tíma. Stöðugt fjölgaði þeim sem fengið höfðu að sjá sjónvarpsútsendingar hans og blaðafrægðin fylgdi í kjölfarið, eins og íslensku blöðin leiddu í ljós þegar á árinu 1927. Helsta keppikefli Bairds var að sannfæra stjórnendur BBC, breska ríkisútvarpsins, um að veðja á sjónvarp. BBC sýndi tækninni mikinn áhuga, enda eðlilegt að líta á hana sem rökrétt framhald af hljóðvarpi. Fyrirtækið setti því mikið fé í þróunarstarf og hóf til að mynda snemma tilraunaútsendingar á kyrrum myndum, þar á meðal veðurspákortum. Það voru einkum tvö fyrirtæki sem létu að sér kveða í sjónvarpsstríðinu í byrjun fjórða áratugarins. Annars vegar fyrirtæki Bairds sjálfs, en hins vegar hið alþjóðlega Marconi-fyrirtæki sem stofnað hafði verið um rekstur loftskeytakerfa ítalska uppfinningamannsins Marconis. Síðarnefnda fyrirtækið var miklu stærra, ríkara og hafði yfir að búa fullkomnum rannsóknarstofum og fjölda tæknimanna. Þrátt fyrir aflsmuninn helltu Baird og fyrirtæki hans sér út í slaginn og komu upp stórri sjónvarpsmiðstöð í Crystal Palace-tækniþróunarmiðstöðinni, sem komið hafði verið fyrir í hluta samnefndrar sýningarhallar í Sydenham-hverfinu í Lundúnum. Þaðan var sjónvarpað ýmiss konar efni, svo sem hnefaleikakeppnum og einföldum sjónvarpsleikritum til að kynna tæknina og hvetja efnafólk höfuðborgarinnar til að koma sér upp sjónvarpsviðtækjum, sem voru að skjóta upp kollinum á markaðnum. Það var líka frá stöðinni í Crystal Palace sem gerðar voru tilraunir með langdrægni útsendinga um miðjan fjórða áratuginn. Inn í þá sögu drógust Íslendingar með harla óvenjulegum hætti.Íslendingar ríða á vaðið Fyrir nokkrum misserum var afhjúpað á Akureyri söguskilti um upphaf sjónvarps á Íslandi. Þar er rakin lítt þekkt saga um að á árunum 1934 til 1936 hafi breski verkfræðingurinn Fredrik Livingstone Hogg og Grímur Sigurðsson, síðar útvarpsvirkjameistari, tekið við sjónvarpssendingum frá Bretlandi. Búnaðinn munu þeir félagarnir hafa fengið að hluta að utan en að öðru leyti smíðað sjálfir. Þeir Hogg og Grímur tóku við sjónvarpsmerkjunum í húsinu Sjónarhæð. Þar var að finna heljarmikil móttökuloftnet frá því nokkrum árum fyrr þegar breskur trúboði, Arthur Gook að nafni, rak þar trúarlega útvarpsstöð sem áður hefur verið fjallað um á þessum vettvangi. Hafði Hogg raunar verið tæknimaður Sjónarhæðarútvarpsstöðvarinnar. Synd væri að segja að þeir Hogg og Grímur hafi mikið verið að hampa þessari tilraunamennsku sinni. Þannig fluttu íslensku blöðin reglulega fregnir af sjónvarpstilraunum Breta, án þess að hafa hugmynd um að útsendingarnar hefðu náðst norður í landi. Margar þessara frétta eru mjög tæknilegar og benda til góðs skilnings höfunda á eðli sjónvarpsins, en aðrar fólu í sér vangaveltur um framtíðina. Til dæmis spurði blaðamaður Alþýðublaðsins sig þeirrar spurningar snemma árs 1935 hvenær Íslendingar myndu hafa ráð á „að koma upp fjarsýnisstöð við hliðina á Ríkisútvarpinu“. Og komst að þeirri niðurstöðu að það ætti ekki að vera mjög langt þangað til. Það segir ef til vill sína sögu um hversu langt var í raun frá Akureyri til Reykjavíkur að enginn blaðamaður fyrir sunnan hafði hugmynd um sjónvarpstilraunirnar nyrðra. Það var því ekki fyrr en mörgum áratugum síðar að Grímur Sigurðsson sagði frá þeim í útvarpsviðtali. Af upprifjun hans mátti ráða að myndinni sem náðist hafi verið varpað upp á örsmáan skjá og að skýrleiki útsendingarinnar hafi verið mjög mismunandi eftir dögum. Stundum hafi myndin verið það góð að greina mátti á henni smáatriði. Velta má því fyrir sér hvort sjónvarpstilraunirnar á Akureyri hefðu fengið stærri sess í sögunni ef fyrirtæki Bairds hefði ekki orðið undir í samkeppninni um þróun sjónvarpsins. BBC ákvað á árinu 1936 að halda áfram tilraunaútsendingum með báðum tæknikerfunum, þótt ýmsar vísbendingar væru komnar fram um að kerfi Marconi-félagsins væri hentugra. Mikill eldsvoði í Crystal Palace síðar á sama ári, þar sem sjónvarpsstöð og upptökuver Bairds brunnu til grunna, reyndist fyrirtækinu svo hálfgert rothögg. John Logie Baird hefur að sönnu fengið sinn sess í sögubókum sem brautryðjandi sjónvarpstækninnar, en það skapaði honum lítinn auð. Sjónvarpsáhorf tveggja áhugasamra Akureyringa um miðbik fjórða áratugarins rataði því ekki inn í söguna sem hluti af glæstri sigurgöngu alþjóðlegs stórfyrirtækis, heldur er það neðanmálsgrein í hliðarsögu um ævintýri sem hefði getað orðið. Sagan er stundum grimm og alltaf skráð af sigurvegurunum.
Saga til næsta bæjar Mest lesið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Lífið Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Lífið Frægir fundu ástina 2024 Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Lífið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Lífið Einn frægasti krókódíll í heimi allur Lífið Límdi fyrir munninn á öllum við borðið Lífið Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Lífið Fleiri fréttir Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Garðar málari og kvæntur yngstu ömmu landsins Barst með snjóflóði út í sjó og fékk hjartaáfall á tíu metra dýpi Hefðum við átt að sjá framboð Höllu Hrundar fyrir strax í febrúar? Ringo tróð upp á tónleikum Paul McCartney Safnaði fyrir björgunarsveitinni sem kom ömmu úr snjóflóði Sjá meira