Körfubolti

Fjölnismenn semja við króatískan miðvörð

Kristinn Páll Teitsson skrifar
Ágúst og Ivica handsala samninginn.
Ágúst og Ivica handsala samninginn. Mynd/Aðsend
Króatíski varnarmaðurinn Ivica Dzolan skrifaði í dag undir samning hjá Pepsi-deildar liði Fjölnis en Dzolan sem er 29 ára gamall miðvörður kemur til Fjölnis frá króatíska úrvalsdeildarliðinu NK Osijek.

Dzolan sem er tæplega tveir metrar á hæð hefur verið í herbúðum NS Osijek frá árinu 2015 en hann kom til móts við nýju liðsfélaga í æfingaferð Fjölnis á Spáni.

Hefur hann áður leikið með NK Zagreb, NK Rudes og NK Lucko en hann er uppalinn í NK Zagreb.

Lék hann aðeins tvo leiki með liðinu á þessu tímabili en náði þó að skora eitt mark á þessum 152. mínútum sem hann lék.

Á hann að baki einn leik fyrir U19 árs landslið Króata árið 2007 en á myndinni hér til hliðar má sjá hann innsigla samninginn með  Ágústi Gylfasyni þjálfara liðsins eftir góðan töflufund.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×