Jóhann: Ég er virkilega ánægður Smári Jökull Jónsson í Mustad-höllinni skrifar 26. mars 2017 21:33 Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinnar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Það voru einhverjir kaflar í Þorlákshöfn sem urðu okkur að falli þar en ég er sérstaklega ánægður með kvöldið í kvöld. Við héldum okkur inni í augnablikinu allan tímann og það hefur ekki gengið svona vel í allan vetur. Það er framför og ég er virkilega ánægður,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var mjög góður en Þórsararnir gefast ekkert upp og það var smá stress að þeir myndu ná okkur. Það að við héldum einbeitingunni skóp þetta og svo var varnarleikurinn góður. Lewis (Clinch) var frábær á báðum endum og ég er mjög sáttur,“ bætti Jóhann við. Tobin Carberry leikmaður Þórs hefur verið einn besti maður deildarinnar í vetur en þrátt fyrir ágætis stigaskor hjá honum í kvöld gerðu Grindvíkingar honum afar erfitt fyrir og nýting hans í leiknum var ekki góð. „Plan A var að lifa og deyja með því sem hann myndi gera og halda hinum í skefjum. Mér fannst það takast vel í dag en það tókst ekki í þeim leikjum sem við töpuðum í Þorlákshöfn. Það tókst í þeim leikjum sem við unnum.“ Grindavík heldur næst í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í afar áhugaverðri undanúrslitaeinvígi. „Þeir eru með hörkulið og góða leikmenn í öllum stöðum. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur og við höfum lagt upp með það að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það er fullt af fólki, það er sjónvarp og fullt af gaurum heima að horfa á og eru hundsvekktir.“ „Við mætum í Bláa Sovétið á fimmtudag og bara „let´s go“,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum. Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-82 | Grindavík sendi Þórsara í sumarfrí Grindavík er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir 93-82 sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum. 26. mars 2017 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur var ánægður með að sætið í undanúrslitum Dominos-deildarinnar væri tryggt og sagði spilamennskuna í einvíginu gegn Þór hafa verið góða heilt yfir. „Ég get ekki verið annað en sáttur. Það voru einhverjir kaflar í Þorlákshöfn sem urðu okkur að falli þar en ég er sérstaklega ánægður með kvöldið í kvöld. Við héldum okkur inni í augnablikinu allan tímann og það hefur ekki gengið svona vel í allan vetur. Það er framför og ég er virkilega ánægður,“ sagði Jóhann Þór í samtali við Vísi eftir leik. „Fyrri hálfleikur var mjög góður en Þórsararnir gefast ekkert upp og það var smá stress að þeir myndu ná okkur. Það að við héldum einbeitingunni skóp þetta og svo var varnarleikurinn góður. Lewis (Clinch) var frábær á báðum endum og ég er mjög sáttur,“ bætti Jóhann við. Tobin Carberry leikmaður Þórs hefur verið einn besti maður deildarinnar í vetur en þrátt fyrir ágætis stigaskor hjá honum í kvöld gerðu Grindvíkingar honum afar erfitt fyrir og nýting hans í leiknum var ekki góð. „Plan A var að lifa og deyja með því sem hann myndi gera og halda hinum í skefjum. Mér fannst það takast vel í dag en það tókst ekki í þeim leikjum sem við töpuðum í Þorlákshöfn. Það tókst í þeim leikjum sem við unnum.“ Grindavík heldur næst í Garðabæinn þar sem þeir mæta Stjörnunni í afar áhugaverðri undanúrslitaeinvígi. „Þeir eru með hörkulið og góða leikmenn í öllum stöðum. Það verður verðugt verkefni fyrir okkur og við höfum lagt upp með það að njóta þess að fá að taka þátt í þessu. Það er fullt af fólki, það er sjónvarp og fullt af gaurum heima að horfa á og eru hundsvekktir.“ „Við mætum í Bláa Sovétið á fimmtudag og bara „let´s go“,“ sagði Jóhann Þór Ólafsson þjálfari Grindavíkur að lokum.
Dominos-deild karla Tengdar fréttir Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-82 | Grindavík sendi Þórsara í sumarfrí Grindavík er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir 93-82 sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum. 26. mars 2017 22:00 Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn Áreittar af hópi manna eftir leikinn í Jeddah Fótbolti Fleiri fréttir Slot hrósaði Accrington og ungstirninu Pep staðfestir að Walker vilji fara í janúar Tæpt hjá Leeds gegn Harrogate úr D-deildinni Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Sjáðu glæsimark Alexander-Arnold og fyrsta mark Chiesa fyrir Liverpool Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Alfons og Willum áfram í enska bikarnum Man. City að kaupa tvítugan Úsbeka fyrir sex milljarða Sextán ára strákur í byrjunarliði Liverpool í dag Amorim man ekki eftir því að hafa sagt að það vanti nýja leikmenn Stjóri Liverpool neitaði að tjá sig um Kvaradona orðróminn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Potter hent úr bikarnum í fyrsta leik Í sex leikja bann fyrir að hrækja á mótherja Isak bestur í desember „Liverpool tapar titlinum ef þessi vitleysa heldur áfram“ Diallo verðlaunaður með nýjum samningi Moyes hefur rætt við Everton Þjálfari sló niður ungan línuvörð en sleppur við fangelsi Everton endaði furðulegan dag á því að fara áfram í bikarnum Farnir að orða Mourinho við Everton starfið Everton rak Sean Dyche aðeins nokkrum klukkutímum fyrir leik Liverpool vill fá Kimmich Rooney bað Coleen á bensínstöð Sjáðu sigurmark Bergvall gegn Liverpool Maguire tvisvar tekinn fyrir hraðakstur á þremur dögum Hljóp beint í fang systur sinnar eftir að hafa haldið hreinu gegn Liverpool Gerði grín að gagnrýni Arteta á boltann Van Dijk: Átti augljóslega að vera hans annað gula spjald Sjá meira
Umfjöllun og viðtöl: Grindavík - Þór Þ. 93-82 | Grindavík sendi Þórsara í sumarfrí Grindavík er komið í undanúrslit Dominos-deildarinnar í körfuknattleik eftir 93-82 sigur á Þór frá Þorlákshöfn á heimavelli sínum í Grindavík í kvöld. Grindavík mætir Stjörnunni í undanúrslitum. 26. mars 2017 22:00