Íslenski boltinn

21 af fyrstu 36 leikjum Pepsi-deildarinnar í beinni: Fyrstu útsendingar klárar

Tómas Þór Þórðarson skrifar
Meistararnir byrja á Skaganum.
Meistararnir byrja á Skaganum. vísir/þórdís Inga
365 er búið að velja sjónvarpsleikina fyrir fyrstu sex umferðir Pepsi-deildar karla í fótbolta sem fer af stað 30. apríl.

Eins og alltaf fá meistararnir fyrstu útsendinguna en fyrsta beina útsendingin verður frá leik ÍA og FH. Hún hefst klukkan 16.45 sunnudaginn 30. apríl. Fimmtán mínútna upphitun verður fyrir alla leiki í deildinni í sumar.

Nýliðarnir báðir, KA og Breiðablik, verða í beinni útsendingu í fyrstu umferð en 1. maí tekur Breiðablik á móti KA og Grindavík fær Stjörnuna í heimsókn.

Pepsi-mörkin verða svo á dagskrá klukkan 22.00 eins og vanalega og nýr þáttur sem fylgir í kjölfarið á honum, Síðustu 20, hefst svo klukkan 23.25 alltaf eftir Pepsi-mörkin. Lesa má um breytingarnar á Pepsi-mörkunum og nýja þáttinn hér.

Fimmtán stórar beinar útsendingar eru klárar fyrir fyrstu sex umferðirnar og má sjá þær hér að neðan. Einni minni beinni útsendingu verður bætt við allar umferðirnar þannig í heildina verða 21 af 36 fyrstu leikjum Pepsi-deildarinnar í beinni útsendingu.

365 stefnir að því að vera með yfir 70 beinar útsendingar frá Pepsi-deild karla í sumar en þrjár stórar eru í þremur af fyrstu sex umferðunum.

Sjónvarpsleikir fyrstu sex umferða Pepsi-deildar karla:

1. umferð

30. apr kl. 16.45 ÍA – FH

01. maí kl. 16.45 Breiðablik – KA

01. maí kl. 19.00 Grindavík – Stjarnan

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 1. maí

2.umferð

07.maí kl. 19.00 Víkingur Ó. – KR

08.maí kl. 19.00 Fjölnir – Breiðablik

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 8. maí

3. umferð

14.maí Kl. 16.45 KR – ÍA

14.maí kl. 19.45 Breiðablik – Stjarnan

15.maí kl. 19.45 Valur – FH

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 15. maí

4. umferð

21.maí kl. 19.45 Stjarnan – KA

22.maí kl. 19.45 Valur – KR

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 22. maí

5. umferð

27.maí kl. 15.45 KA – Víkingur

28.maí kl. 19.45 KR – FH

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 28. maí

6. umferð

04.júní kl. 16.45 Valur – ÍBV

04.júní kl. 19.45 FH – Stjarnan  

05.júní kl. 19.45 Víkingur – Fjölnir

Pepsi-mörkin klukkan 22.00 og Síðustu 20 klukkan 23.25 5. júní


Tengdar fréttir




Fleiri fréttir

Sjá meira


×