Silfurberg og landvarsla Ari Trausti Guðmundsson skrifar 29. mars 2017 07:00 Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ari Trausti Guðmundsson Mest lesið Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Það er verið að ljúga að okkur Hildur Þórðardóttir Skoðun „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson Skoðun Skoðun Skoðun Að kjósa með nútíma hugsunarhætti Ragnhildur Katla Jónsdóttir skrifar Skoðun Í upphafi skal endinn skoða.. Sigurður F. Sigurðarson skrifar Skoðun Stjórnvöld, virðið frumbyggjaréttinn í íslensku samfélagi Sæmundur Einarsson skrifar Skoðun Handleiðsla og vellíðan í starfi Sveindís Anna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Eldgos og innviðir: Tryggjum öryggi Suðurnesja Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Er aukin einkavæðing lausnin? Reynir Böðvarsson skrifar Skoðun Samfélag á krossgötum Finnbjörn A. Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Hvað er vandamálið? Alexandra Briem skrifar Skoðun Au pair fyrirkomulagið – barn síns tíma? Hlöðver Skúli Hákonarson skrifar Skoðun Fontur – hiti þrjú stig Stefán Steingrímur Bergsson skrifar Skoðun Bankinn gefur, bankinn tekur Breki Karlsson skrifar Skoðun Hægt og hljótt Dofri Hermannsson skrifar Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar Skoðun Gervigóðmennska fyrir almannafé Kári Allansson skrifar Skoðun Góður granni, gulli betri! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Frelsi er alls konar Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Betra plan í ríkisfjármálum Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson skrifar Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þarf Alþingi að vera í óvissu? Haukur Arnþórsson skrifar Skoðun Stöndum með einyrkjum og sjálfstætt starfandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Ætla Íslendingar að standa vörð um orkuauðlindir sínar? Ágústa Ágústsdóttir skrifar Skoðun Evrópa og sjálfstæði Íslands Anna Sofía Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Heilnæmt samfélag, betri lífskjör og jöfn tækifæri fyrir öll Unnur Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Lifað með reisn - Frá starfslokum til æviloka Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Viðreisn, evran og Finnland Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Við þurfum þingmann eins og Ágúst Bjarna Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Heildræn sýn á sköpunina Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Sjá meira
Þegar kemur að lýsingum á því hve merkileg íslensk náttúra er förum við stundum fram úr okkur að margra mati. Nú er sagt í umfjöllun um vanda Helgustaðanámu að fundarstaðir silfurbergs séu fáir í heiminum. Þessi náma er vissulega afar merkileg, bæði fyrir fyrsta flokks silfurbergsskristalla í eina tíð og vegna þess að hún hefur sögulega sérstöðu. Er fyrsta náman sem tengja má merkum notum af steindinni í raunvísindum og langri sögu silfurbergsnáms. Þetta friðaða náttúruvætti er einn af örfáum fundarstöðum silfurbergs í Evrópu en ekki heiminum öllum. Verulegt magn af tæru silfurbergi finnst til dæmis á nokkrum stöðum í Bandaríkjunum, í Kína, Ástralíu, Síberíu, Tyrklandi, Mexíkó og þó einkum í Brasilíu. Á eBay er hægt að kaupa tæra kristalla á 6 til 50 dollara eftir stærð og í annarri netverslun er 4 kg kristall til sölu á 126 dollara.Okkur vantar landverði Ég nefni þetta hér í samhengi við illa umgengni um námuna og brottnám sýna þaðan, á meðan landvörður nær ekki að koma þar við nema örfáum sinnum á ári. Sú afleita staða er aðalatriðið í þessu máli. Enda þótt á annað hundrað landverðir séu sumarráðnir til að gæta þjóðgarða og annarra friðaðra svæða, dugar það hvergi. Okkur vantar á þessu og næsta ári annað eins af menntuðum landvörðum sem eru um leið fræðendur ferðamanna, okkur vantar nýja tegund landvarða að auki, þ.e. allstóran hóp sérmenntaðra landvarða með lögregluvald, líkt og þá sem kallast NPS rangers í Ameríku, og okkur vantar mun fleiri menntaða leiðsögumenn, alla með löggildingu (sem flestum ferðahópum væri skylt að hafa hjá sér). Einnig þurfum við að stemma stigu við ólöglegri vinnu í ferðageiranum, t.d. akstri og leiðsögn án tilskilinna leyfa eða tilkynninga og á það m.a. við um erlenda aðila. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Kennaraverkfall – sparka í dekkin eða setja meira bensín á bílinn? Melkorka Mjöll Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Mölunarverksmiðja eða umhverfisvæn matvælaframleiðsla Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar
Skoðun Fleiri staðreyndir um jafnlaunavottun – íþyngjandi og kostnaðarsamt regluverk Gunnar Ármannsson skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun