Stefnir í nýjar deilur Hvíta hússins og þingmanna Samúel Karl Ólason skrifar 29. mars 2017 08:28 Donald Trump, forseti Bandaríkjanna. Vísir/Getty Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beðið þingið um aukin fjárútlát til varnarmála og byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann vill að fjárútlátin verði sett í frumvarp sem ætlað er að veita ríkisstofnunum fjárveitingar frá 29. apríl til 30. september. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru þó ekki sannfærðir um að það sé góð hugmynd. Samkvæmt heimildum Washington Post er um 33 milljarða dala að ræða, sem Trump vill fá til varnarmála og vegna veggsins. Þá vill hann skera niður um 18 milljarða á öðrum svæðum eins og í læknavísindum. Demókratar hafa hótað því að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn, ef fjárveiting til veggjar Trump sé inn í því. Einhverjir repúblikanar hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni. Þar með gæti starfsemi stjórnvalda í Bandaríkjunum stöðvast og eru þingmenn Repúblikanaflokksins líklegir til að hafna beiðni Trump. Nokkrir af æðstu þingmönnum flokksins hafa sagt að frekar verði samið um fjárútlát vegna veggjarins seinna á árinu. Í kosningabaráttunni hét Trump því ítrekað að hann myndi byggja „glæsilegan“ vegg á landamærum ríkjanna og að Mexíkó myndi greiða fyrir vegginn. Æðstu ráðamenn þar segja það hins vegar ekki koma til greina. Nú hefur Trump gefið í skyn að Bandaríkin muni borga veginn og að Mexíkó muni borga þeim til baka. Forseti öldungaþingsins, Mitch McConnel sagði hins vegar fyrr í mánuðinum að það kæmi ekki til greina. Beiðni Trump gæti leitt til annarra deilna á milli Hvíta hússins og þingsins í kjölfar þess að ekki tókst að ná atkvæðum fyrir breytingar Trump og Paul Ryan á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna. Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hefur beðið þingið um aukin fjárútlát til varnarmála og byggingu veggs á landamærum Bandaríkjanna og Mexíkó. Hann vill að fjárútlátin verði sett í frumvarp sem ætlað er að veita ríkisstofnunum fjárveitingar frá 29. apríl til 30. september. Þingmenn Repúblikanaflokksins eru þó ekki sannfærðir um að það sé góð hugmynd. Samkvæmt heimildum Washington Post er um 33 milljarða dala að ræða, sem Trump vill fá til varnarmála og vegna veggsins. Þá vill hann skera niður um 18 milljarða á öðrum svæðum eins og í læknavísindum. Demókratar hafa hótað því að koma í veg fyrir að frumvarpið fari í gegn, ef fjárveiting til veggjar Trump sé inn í því. Einhverjir repúblikanar hafa einnig lýst yfir andstöðu sinni. Þar með gæti starfsemi stjórnvalda í Bandaríkjunum stöðvast og eru þingmenn Repúblikanaflokksins líklegir til að hafna beiðni Trump. Nokkrir af æðstu þingmönnum flokksins hafa sagt að frekar verði samið um fjárútlát vegna veggjarins seinna á árinu. Í kosningabaráttunni hét Trump því ítrekað að hann myndi byggja „glæsilegan“ vegg á landamærum ríkjanna og að Mexíkó myndi greiða fyrir vegginn. Æðstu ráðamenn þar segja það hins vegar ekki koma til greina. Nú hefur Trump gefið í skyn að Bandaríkin muni borga veginn og að Mexíkó muni borga þeim til baka. Forseti öldungaþingsins, Mitch McConnel sagði hins vegar fyrr í mánuðinum að það kæmi ekki til greina. Beiðni Trump gæti leitt til annarra deilna á milli Hvíta hússins og þingsins í kjölfar þess að ekki tókst að ná atkvæðum fyrir breytingar Trump og Paul Ryan á heilbrigðiskerfi Bandaríkjanna.
Forsetakosningar í Bandaríkjunum Mest lesið Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Erlent Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður Erlent Gagnrýnir brattar hækkanir: „Þetta er bara dapurlegt“ Innlent Ökumaður undir aldri í bílaeltingarleik við lögreglu Innlent Mótmæla brottvísun Oscars Innlent Engin tengsl milli þolenda og gerenda Innlent Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Erlent Móðirin hafi þurft að sárbæna hann til að hitta barnið á spítala Innlent Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Erlent „Þeir liggja hérna eins og hráviði út um allt“ Innlent Fleiri fréttir Á fjórða hundrað stórskotaliðsárása á fyrstu nótt vopnahlés Vance átti í skoðanaskiptum við hægri hönd páfans Saka hvor aðra um að berjast áfram þrátt fyrir vopnahlé Segjast hafa uppgötvað nýjan lit sem ekki hefur sést áður „Önnur tilraun Pútín til að leika sér að mannslífum“ Pútín tilkynnir um „páskavopnahlé“ Hæstiréttur frestar brottvísunum Trumps Lést í snjóflóði í Ölpunum Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Diddy ekki veittur aukafrestur Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Hamas hafnar tillögu Ísrael um vopnahlé Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Sterkar vísbendingar um líf á annarri plánetu Hótar að banna erlenda nemendur í Harvard „Þetta er pólitískt val og meðvituð árás á getu fólks til að lifa af“ Verkföll á Tenerife: „Það eru mikil læti sem fylgja þessu“ Hótelstarfsmenn á Tenerife í verkfalli Segir gögn fyrir hendi sem sanni glæpsamlegt athæfi Dómur um trans konur: „Aðeins konur, engir karlar“ Furðureikistjarna sem gengur hornrétt um tvístirni Telja ákvæði jafnréttislaga ekki ná yfir trans konur Fyrrverandi forseti Perú í fimmtán ára fangelsi fyrir peningaþvætti Hafa nú lýst yfir stofnun ríkisstjórnar í landinu Sjá meira