Íslenski boltinn

KA fær styrkingu frá Svartfjallalandi

Ingvi Þór Sæmundsson skrifar
Bulatovic og Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, handsala samninginn.
Bulatovic og Srdjan Tufegdzic, þjálfari KA, handsala samninginn. mynd/ka
KA hefur samið við Svartfellinginn Darko Bulatovic um að leika með liðinu í Pepsi-deild karla í sumar.

Bulatovic, sem er 27 ára, er örvfættur bakvörður sem getur einnig leikið sem miðvörður og kantmaður.

Bulatovic hefur lengst af leikið í Serbíu. Síðast lék hann með Cukaricki og þar áður með Radnicki Nis.

Bulatovic á að baki 63 leiki í efstu deild í Serbíu og hefur spilað fyrir U21-landslið Svartfjallalands.

KA er nýliði í Pepsi-deild karla en liðið hefur ekki leikið í efstu deild síðan 2004.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×