Draugaflugvélin Stefán Pálsson skrifar 12. mars 2017 10:00 Þýskur flugstjóri Flugfélags Íslands, Walter að nafni, var spurður út í furðuflugvélina og taldi hann að um ofsjónir hlyti að vera að ræða. Þann 29. september árið 1928 birtist skringileg klausa í Morgunblaðinu: „Alltaf fjölgar þeim, sem þykjast hafa sjeð hina merkilegu flugvjel. Fyrra föstudag var bifreið á leið hjeðan suður eftir. Þegar hún kom í sunnanverða Öskjuhlíð tóku farþegar og bifreiðastjóri eftir einkennilegri sjón: Sýndist þeim sem flugvjel væri á suðurleið yfir Skerjafjörð og fór hratt. Dró hún á eftir sjer reykhala einkennilegan, og mátti sjá á honum að vjelin fór ekki beint, því að reykurinn var í ýmsum hlykkjum.“ – Skömmu síðar hvarf flugvélin sjónum fólksins og varð það hennar ekki aftur vart. Mun atburðurinn hafa átt sér stað um klukkan hálf sjö að kvöldi. Þetta var ekki eina fréttin í Morgunblaðinu þessa haustdaga 1928 sem fjallaði um flugvélina dularfullu eða „furðuflugvélina“ eins og blaðið kallaði hana. Raunar var um fátt meira talað í Reykjavík um þessar mundir og lumuðu flestir á sinni skýringu á þessu skringilega fyrirbæri. En hvað var svona dularfullt við flugvél á sveimi yfir Skerjafjörð sem kallaði á fréttir í dagblöðum og setti bæjarlífið á annan endann? Jú, hafa verður í huga hvenær þessir atburðir áttu sér stað. Vorið 1928 hófst önnur tilraun til reksturs atvinnuflugs á Íslandi. Tæpum áratug fyrr, í marsmánuði 1919, hafði Flugfélag Íslands (hið fyrsta í röðinni) verið stofnað í höfuðstaðnum. Það festi kaup á tveggja manna tvíþekju sem stóð fyrir flugsýningum og útsýnisflugi frá Vatnsmýrinni í tvö sumur. Seinna árið var flugmaður félagsins Vestur-Íslendingurinn Frank Fredericksen, sem kunnastur er úr íþróttasögunni sem leiðtogi Fálkanna, vesturíslenska íshokkíliðsins sem hlaut gullverðlaunin á Ólympíuleikunum sama ár. Þessi fyrsta tilraun til flugs varð skammvinn enda fremur til skemmtunar en í hagnýtum tilgangi. Meiri vonir voru hins vegar bundnar við annað Flugfélag Íslands, sem stofnað var með tilstyrk hins opinbera og fjölda áhugamanna um flugsamgöngur árið 1928. Alexander Jóhannesson háskólaprófessor var helsti hvatamaður að stofnun félagsins, sem hugsað var til flutninga með farþega og póst auk þess að vonir voru bundnar við að flugvélar hentuðu til síldarleitar. Fengnar voru nokkrar Junkers-vélar sem sinntu fjölda verkefna á árunum 1928-31, þar til félagið lenti í fjárhagsvandræðum í heimskreppunni og lagði upp laupana. Sumarið 1928 var aðeins ein vél í ferðum á vegum Flugfélagsins og hlaut hún nafnið Súlan. Eins og gefur að skilja vakti hún mikla athygli landsmanna og sennilega hefur hvert einasta mannsbarn í Reykjavík veitt henni athygli þarna um sumarið. Nema hvað, í septemberbyrjun hafði Súlan verið tekin í sundur og send úr landi, enda ekki talið vænlegt að halda úti flugsamgöngum yfir vetrarmánuðina.Vörður 6. október 1928.Grunsamlegur gestur En hver var þá flugvélin sem bílfarþegarnir á Öskjuhlíð sáu svífa yfir Skerjafirðinum í lok september? Enga aðra flugvél var að finna í landinu og þótt erlendir flugkappar hefðu slæðst hingað, sá fyrsti frá Orkneyjum árið 1924, þá var slíkt sárasjaldgæft. Hvers vegna ætti líka nokkur maður að fljúga til landsins á laun? Eins og fram kom í fréttinni var þetta ekki fyrsta skiptið sem sást til flugvélarinnar dularfullu. Nokkrum dögum fyrr hafði Morgunblaðið sagt frá því að tvær stúlkur á gangi nálægt Þormóðsstöðum við Skerjafjörð hafi veitt athygli ljósum er bar rétt yfir Skildinganeshólana. Hafi þær talið um bíl að ræða, þegar ljósin hafi skyndilega tekist á loft og svifið í norður til bæjarins en síðan snúið við og horfið út á Flóann. Mátti skilja af frásögninni að þessi vitnisburður væri aðeins sá nýjasti af fjölmörgum, sem allar bæru að sama brunni: að furðuflugvél væri á sveimi umhverfis Reykjavík. Flýgur fiskisagan og fljótlega komust Reykjavíkurblöðin á snoðir um að flugvélarinnar dularfullu hefði orðið vart uppi í Hvalfirði þá um sumarið. Maður nokkur var þar við heyskap og hafðist við í tjaldi skammt frá sjó. Nótt eina vaknaði hann við umgang og veitti athygli aðkomumanni skammt frá tjaldinu. Hann elti gestinn, en sá tók þá til fótanna og hljóp að flugvél á floti í sjávarmálinu og hvarf á henni upp í loftin blá! Blaðamaður vikublaðsins Varðar velti fyrir sér ráðgátunni í blaðinu þann 6. október. Sagði hann vélina sjást á öllum tímum sólarhringsins. Sannorðir menn og greinargóðir hefðu borið vitni um þessa sjón og oft „hefir það komið fyrir, að ungir elskendur, sem notið hafa kyrrðarinnar á síðkveldum, hafa hrokkið saman við að tvær ógnarglyrnur hafa starað niður til þeirra, utan úr helmyrkvum fjarskanum“. Velti blaðamaðurinn upp nokkrum helstu tilgátum um hvernig á þessu öllu gæti staðið. Einhverjir teldu að um væri að ræða leiðangur erlendra vísindamanna eða fulltrúa erlendra hervelda sem hér væru við njósnir. Aðrir giskuðu á að smyglarar væru á ferðinni og þá líklega með ólöglegt áfengi, enda áfengisbann í gildi í landinu. Enn aðrir hölluðust að yfirnáttúrulegum skýringum, einhvers konar finngálkni eða nútíma Fróðárundrum. Þýskur flugstjóri Flugfélags Íslands, Walter að nafni, var spurður út í furðuflugvélina og taldi hann að um ofsjónir hlyti að vera að ræða. Taldi hann útilokað að erlendir flugmenn legðu leið sína alla leið til Íslands á þessum árstíma, að frásagnirnar væru allar með miklum ólíkindum og að alltof kostnaðarsamt væri að notast við flugvélar til áfengissmygls.Spegillinn 3. nóvember 1928.Horfin sporlaust Þegar líða tók á október hættu að berast nýjar fregnir af flugvélinni dularfullu og aldrei fékkst svar við því hvað bjó í raun og veru að baki öllum vitnisburðunum. Freistandi er þó að giska á að þar hafi farið saman blanda af auðugu ímyndunarafli og hefðbundnum hrekkjabrögðum, enda löngum verið vinsælt að skrökva að blaðamönnum. Athyglisvert er að Morgunblaðið virðist hafa tekið flugvélarfregnirnar alvarlegar en hin Reykjavíkurblöðin, sem voru mun varfærnari í umfjöllun sinni og skrifuðu helst um málið í hálfkæringi. Frásagnir sjónarvotta áttu hins vegar greiða leið á síður Moggans. Síðar örlaði á því að gantast væri með trúgirni Morgunblaðsmanna í þessu efni, til dæmis í skopritinu Speglinum sem kallaði furðuflugvélina eftirlætisdraug Morgunblaðsins, sem „lætur sjer mjög ant um hann, og gerir veður út af í hvert skifti sem hann sjest“. Morgunblaðið lét slíka kerskni sem vind um eyru þjóta og næstu mánuðina birti það fáeinar fregnir af dularfullum flugvélum sem sést hefðu víðs vegar um Evrópu. En í ársbyrjun 1929 þóttist það loksins hafa ráðið gátuna. Upplýsti blaðið að franskir vísindamenn hefðu rannsakað í þaula dularfull ljósmerki sem almenningur víða um lönd hefði séð á lofti, en slíkur ljósagangur hefði einmitt fylgt dularfullu flugvélinni í Reykjavík. Verður ekki annað sagt en að niðurstaðan hafi komið á óvart: „Tilgátur vísindamannanna eru því þær, að ljós þessi sjeu sendingar frá Marsbúum til jarðarinnar, ljósmerki sem þeir senda hingað til þess að gera vart við sig. – Það kom fyrir í fyrra, að ljós þessi urðu svo sterk, að albjart varð á dálitlu svæði um dimma nótt. En í ár hafa menn sjeð ljóskúlur þessar falla til jarðar, og fundið af þeim brotin. Álíta þeir menn sem gefið hafa þessu gaum, að Mars-búar muni vera úrkula vonar um að fá nokkurt svar við ljósbylgjuskeytunum, og hafi þeir því nú upp á síðkastið byrjað á því að skjóta kúlum til okkar hjer á jörðinni.“ Það skyldi þó aldrei vera svo að Marsbúar hafi gert ítrekaðar og misheppnaðar tilraunir til að fanga athygli Reykvíkinga á haustmánuðum 1928? Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira
Þann 29. september árið 1928 birtist skringileg klausa í Morgunblaðinu: „Alltaf fjölgar þeim, sem þykjast hafa sjeð hina merkilegu flugvjel. Fyrra föstudag var bifreið á leið hjeðan suður eftir. Þegar hún kom í sunnanverða Öskjuhlíð tóku farþegar og bifreiðastjóri eftir einkennilegri sjón: Sýndist þeim sem flugvjel væri á suðurleið yfir Skerjafjörð og fór hratt. Dró hún á eftir sjer reykhala einkennilegan, og mátti sjá á honum að vjelin fór ekki beint, því að reykurinn var í ýmsum hlykkjum.“ – Skömmu síðar hvarf flugvélin sjónum fólksins og varð það hennar ekki aftur vart. Mun atburðurinn hafa átt sér stað um klukkan hálf sjö að kvöldi. Þetta var ekki eina fréttin í Morgunblaðinu þessa haustdaga 1928 sem fjallaði um flugvélina dularfullu eða „furðuflugvélina“ eins og blaðið kallaði hana. Raunar var um fátt meira talað í Reykjavík um þessar mundir og lumuðu flestir á sinni skýringu á þessu skringilega fyrirbæri. En hvað var svona dularfullt við flugvél á sveimi yfir Skerjafjörð sem kallaði á fréttir í dagblöðum og setti bæjarlífið á annan endann? Jú, hafa verður í huga hvenær þessir atburðir áttu sér stað. Vorið 1928 hófst önnur tilraun til reksturs atvinnuflugs á Íslandi. Tæpum áratug fyrr, í marsmánuði 1919, hafði Flugfélag Íslands (hið fyrsta í röðinni) verið stofnað í höfuðstaðnum. Það festi kaup á tveggja manna tvíþekju sem stóð fyrir flugsýningum og útsýnisflugi frá Vatnsmýrinni í tvö sumur. Seinna árið var flugmaður félagsins Vestur-Íslendingurinn Frank Fredericksen, sem kunnastur er úr íþróttasögunni sem leiðtogi Fálkanna, vesturíslenska íshokkíliðsins sem hlaut gullverðlaunin á Ólympíuleikunum sama ár. Þessi fyrsta tilraun til flugs varð skammvinn enda fremur til skemmtunar en í hagnýtum tilgangi. Meiri vonir voru hins vegar bundnar við annað Flugfélag Íslands, sem stofnað var með tilstyrk hins opinbera og fjölda áhugamanna um flugsamgöngur árið 1928. Alexander Jóhannesson háskólaprófessor var helsti hvatamaður að stofnun félagsins, sem hugsað var til flutninga með farþega og póst auk þess að vonir voru bundnar við að flugvélar hentuðu til síldarleitar. Fengnar voru nokkrar Junkers-vélar sem sinntu fjölda verkefna á árunum 1928-31, þar til félagið lenti í fjárhagsvandræðum í heimskreppunni og lagði upp laupana. Sumarið 1928 var aðeins ein vél í ferðum á vegum Flugfélagsins og hlaut hún nafnið Súlan. Eins og gefur að skilja vakti hún mikla athygli landsmanna og sennilega hefur hvert einasta mannsbarn í Reykjavík veitt henni athygli þarna um sumarið. Nema hvað, í septemberbyrjun hafði Súlan verið tekin í sundur og send úr landi, enda ekki talið vænlegt að halda úti flugsamgöngum yfir vetrarmánuðina.Vörður 6. október 1928.Grunsamlegur gestur En hver var þá flugvélin sem bílfarþegarnir á Öskjuhlíð sáu svífa yfir Skerjafirðinum í lok september? Enga aðra flugvél var að finna í landinu og þótt erlendir flugkappar hefðu slæðst hingað, sá fyrsti frá Orkneyjum árið 1924, þá var slíkt sárasjaldgæft. Hvers vegna ætti líka nokkur maður að fljúga til landsins á laun? Eins og fram kom í fréttinni var þetta ekki fyrsta skiptið sem sást til flugvélarinnar dularfullu. Nokkrum dögum fyrr hafði Morgunblaðið sagt frá því að tvær stúlkur á gangi nálægt Þormóðsstöðum við Skerjafjörð hafi veitt athygli ljósum er bar rétt yfir Skildinganeshólana. Hafi þær talið um bíl að ræða, þegar ljósin hafi skyndilega tekist á loft og svifið í norður til bæjarins en síðan snúið við og horfið út á Flóann. Mátti skilja af frásögninni að þessi vitnisburður væri aðeins sá nýjasti af fjölmörgum, sem allar bæru að sama brunni: að furðuflugvél væri á sveimi umhverfis Reykjavík. Flýgur fiskisagan og fljótlega komust Reykjavíkurblöðin á snoðir um að flugvélarinnar dularfullu hefði orðið vart uppi í Hvalfirði þá um sumarið. Maður nokkur var þar við heyskap og hafðist við í tjaldi skammt frá sjó. Nótt eina vaknaði hann við umgang og veitti athygli aðkomumanni skammt frá tjaldinu. Hann elti gestinn, en sá tók þá til fótanna og hljóp að flugvél á floti í sjávarmálinu og hvarf á henni upp í loftin blá! Blaðamaður vikublaðsins Varðar velti fyrir sér ráðgátunni í blaðinu þann 6. október. Sagði hann vélina sjást á öllum tímum sólarhringsins. Sannorðir menn og greinargóðir hefðu borið vitni um þessa sjón og oft „hefir það komið fyrir, að ungir elskendur, sem notið hafa kyrrðarinnar á síðkveldum, hafa hrokkið saman við að tvær ógnarglyrnur hafa starað niður til þeirra, utan úr helmyrkvum fjarskanum“. Velti blaðamaðurinn upp nokkrum helstu tilgátum um hvernig á þessu öllu gæti staðið. Einhverjir teldu að um væri að ræða leiðangur erlendra vísindamanna eða fulltrúa erlendra hervelda sem hér væru við njósnir. Aðrir giskuðu á að smyglarar væru á ferðinni og þá líklega með ólöglegt áfengi, enda áfengisbann í gildi í landinu. Enn aðrir hölluðust að yfirnáttúrulegum skýringum, einhvers konar finngálkni eða nútíma Fróðárundrum. Þýskur flugstjóri Flugfélags Íslands, Walter að nafni, var spurður út í furðuflugvélina og taldi hann að um ofsjónir hlyti að vera að ræða. Taldi hann útilokað að erlendir flugmenn legðu leið sína alla leið til Íslands á þessum árstíma, að frásagnirnar væru allar með miklum ólíkindum og að alltof kostnaðarsamt væri að notast við flugvélar til áfengissmygls.Spegillinn 3. nóvember 1928.Horfin sporlaust Þegar líða tók á október hættu að berast nýjar fregnir af flugvélinni dularfullu og aldrei fékkst svar við því hvað bjó í raun og veru að baki öllum vitnisburðunum. Freistandi er þó að giska á að þar hafi farið saman blanda af auðugu ímyndunarafli og hefðbundnum hrekkjabrögðum, enda löngum verið vinsælt að skrökva að blaðamönnum. Athyglisvert er að Morgunblaðið virðist hafa tekið flugvélarfregnirnar alvarlegar en hin Reykjavíkurblöðin, sem voru mun varfærnari í umfjöllun sinni og skrifuðu helst um málið í hálfkæringi. Frásagnir sjónarvotta áttu hins vegar greiða leið á síður Moggans. Síðar örlaði á því að gantast væri með trúgirni Morgunblaðsmanna í þessu efni, til dæmis í skopritinu Speglinum sem kallaði furðuflugvélina eftirlætisdraug Morgunblaðsins, sem „lætur sjer mjög ant um hann, og gerir veður út af í hvert skifti sem hann sjest“. Morgunblaðið lét slíka kerskni sem vind um eyru þjóta og næstu mánuðina birti það fáeinar fregnir af dularfullum flugvélum sem sést hefðu víðs vegar um Evrópu. En í ársbyrjun 1929 þóttist það loksins hafa ráðið gátuna. Upplýsti blaðið að franskir vísindamenn hefðu rannsakað í þaula dularfull ljósmerki sem almenningur víða um lönd hefði séð á lofti, en slíkur ljósagangur hefði einmitt fylgt dularfullu flugvélinni í Reykjavík. Verður ekki annað sagt en að niðurstaðan hafi komið á óvart: „Tilgátur vísindamannanna eru því þær, að ljós þessi sjeu sendingar frá Marsbúum til jarðarinnar, ljósmerki sem þeir senda hingað til þess að gera vart við sig. – Það kom fyrir í fyrra, að ljós þessi urðu svo sterk, að albjart varð á dálitlu svæði um dimma nótt. En í ár hafa menn sjeð ljóskúlur þessar falla til jarðar, og fundið af þeim brotin. Álíta þeir menn sem gefið hafa þessu gaum, að Mars-búar muni vera úrkula vonar um að fá nokkurt svar við ljósbylgjuskeytunum, og hafi þeir því nú upp á síðkastið byrjað á því að skjóta kúlum til okkar hjer á jörðinni.“ Það skyldi þó aldrei vera svo að Marsbúar hafi gert ítrekaðar og misheppnaðar tilraunir til að fanga athygli Reykvíkinga á haustmánuðum 1928?
Saga til næsta bæjar Mest lesið Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Lífið Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Lífið Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Lífið Sykurlausar og dísætar smákökur Lífið Jay Leno illa leikinn og með lepp Lífið Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Lífið Frumsýning á Vísi: Villi Vill fer á kostum í tónlistarmyndbandi Luigi Tónlist „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lífið Stúlkan með nálina: Hver gerir svona kvikmynd? Gagnrýni Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Lífið Fleiri fréttir Skautasvellið opnað í tíunda sinn Sykurlausar og dísætar smákökur Flaug alla leið frá Ástralíu til að heimsækja Eiðistorg Fréttatían: Gömul mannshvörf, rukkanir og gos Vængir, bjór og lófaklapp þegar Kaninn var forsýndur Kendrick Lamar gefur út óvænta plötu „Þetta var það erfitt, að við vorum öll dofin“ Lúxusíbúð við Heiðmörk með stórbrotnu útsýni Jay Leno illa leikinn og með lepp Óhugnanlegt neyðarlínusímtal: „Hann var bara dáinn“ Hrund Gunnsteins kaupir íbúð Viktors Bjarka og Álfrúnar Vilt þú taka þátt í nýjum þætti á Stöð 2? „Þú varst að tala um Klausturmálið!“ Datt í miðri sýningu á Ellý: „Eitt lélegasta fall leikhússögunnar“ Sigraði í alþjóðlegri kokteilakeppni á Kýpur Mikill sigur að geta opnað aftur í Kringlunni Átta ár án áfengis og fíkniefna Flytja frá Bandaríkjunum eftir sigur Trump Svava Rós og Hinrik eiga von á dreng Davíð Lúther og Linda selja sælureitinn með gullfiskum „Laugarnesið hafði mjög mikil áhrif á mig í uppvexti“ Heitasti partýljósmyndari Reykjavíkur stefnir langt Dularfull tíst Dylans vekja furðu Eldræða Sölku Sólar í ráðhúsinu Flotinn og amma Andrea hlutu viðurkenningu Barnaheilla Myndir: Þungt yfir stjörnunum við jarðarför Payne Eitt fallegasta hús landsins tilbúið Snerti taug leikstjóra Forrest Gump á Kjarvalstofu Ása Steinars og Leo keyptu einbýli í Garðabæ Elín Metta og Sigurður eignuðust stúlku Sjá meira