Flokki Wilders spáð sigri í Hollandi Þorbjörn Þórðarson skrifar 11. mars 2017 12:33 Geert Wilders er leiðtogi popúlistaflokksins Frelsisflokksins sem berst harkalega gegn komu innflytjenda og Evrópusamvinnu. Vísir/afp Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn. Donald Trump Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira
Á miðvikudaginn fara fram fyrstu þingkosningarnar hjá vestrænni þjóð eftir að Donald Trump náði kjöri sem Bandaríkjaforseti þegar Hollendingar ganga til kosninga. Þjóðernispopúlistanum Geert Wilders hefur vaxið ásmegin en það er frjór jarðvegur fyrir útlendingaandúð í Hollandi. Frelsisflokkur Wilders verður líklega stærsti flokkur landsins að loknum þingkosningunum miðvikudaginn 15. mars að því er fram kemur í Financial Times. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders takist að mynda ríkisstjórn í ljósi umdeildra skoðana sinna. Wilders vill loka landinu fyrir hælisleitendum, loka öllum moskum í Hollandi, banna sölu á kóraninum og síðast en ekki síst vill hann að Holland gangi úr Evrópusambandinu. Wilders er ekki fyrsti þjóðernispopúlistinn sem nær árangri í hollenskum stjórnmálum. Veturinn 2001-2002 steig Pim Fortuyn fram sem ný tegund stjórnmálamanns. Hann boðaði andspyrnu gegn hollensku elítunni og fjölþjóðahyggju og fordæmdi Íslam opinberlega. Nokkra daga fyrir þingkosningarnar 2002 var hann myrtur af aðgerðasinna úr röðum græningja. Flokkur Fortuyns náði samt nægilega miklu fylgi til að komast að ríkisstjórnarborðinu þótt samsteypustjórnin hafi ekki orðið langlíf. Könnun sem birtist í gær sýnir að flokkur Wilders muni vinna 25 af þeim 76 þingsætum sem eru nauðsynleg í fulltrúadeild hollenska þjóðþingsins til þess að mynda samsteypustjórn en í fulltrúadeildinni sitja 150 þingmenn. Það er hins vegar algjörlega óvíst hvort Wilders muni fá aðra flokka til að starfa með sér. Financial Times spáir því að Frelsisflokkur Wilders, sem er í raun bara eins manns flokkur, muni vinna flest þingsætin eftir kosningarnar á miðvikudag og byggir spá sína á ítarlegri greiningu á lýðfræðilegum gögnum frá Hollandi auk skoðanakannana. Wilders ríður á öldu þjóðernispopúlisma sem gengur yfir alla álfuna um þessar mundir. Það sem er merkilegt við stuðning við Wilders í Hollandi er að eldra fólk er sá kjósendahópur sem er minnst líklegur til að styðja hann. Stuðningsmenn Frelsisflokks Wilders eru yngra fólk en þjóðernisflokkar í öðrum löndum, eins og Front National í Frakklandi, njóta mikils stuðnings hjá kjósendum sem eru eldri en 65 ára. Sterkasta fylgnin er við menntunarleysi hjá flokki Wilders. Því fyrr sem fólk í Hollandi yfirgaf menntakerfið, þ.e. lauk menntun án gráðu eða án þess að sækja sér framhaldsmenntun, því líklegra er það til að kjósa Frelsisflokkinn.
Donald Trump Mest lesið Tveggja stafa frost í kortunum og sundlaugar gætu þurft að loka Innlent Lygileg atburðarás í Landsbankanum Innlent Sjálfstæðismönnum brugðið yfir mögulegri frestun landsfundar Innlent Verið að athuga frekari þvingunaraðgerðir Innlent Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Erlent Kyrrðarstund í Árbæjarkirkju vegna drengsins sem lést á Ítalíu Innlent Framkvæmdastjóri Hagkaups furðar sig á heimsókn lögreglu Innlent Spennan magnast fyrir fundi sem óvænt á að fresta Innlent Jólagjafirnar í ár hittu beint í mark Innlent Rann á snjóruðningstæki og bíllinn óökuhæfur Innlent Fleiri fréttir „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Kristnir mótmæla í Sýrlandi vegna brennu á jólatré Samstarfsmaður Escobar frjáls ferða sinna Kraumar í fjarhægriflokknum sem árásarmaðurinn studdi Clinton lagður inn á sjúkrahús Lýsti yfir sakleysi sínu Grunur um alvarlega misþyrmingu barna Sjá meira