Allt sem þú þarft að vita um úrslit Söngvakeppninnar í kvöld Anton Egilsson skrifar 11. mars 2017 14:18 Þessir listamenn koma fram í kvöld. Vísir Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson Eurovision Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira
Úrslitakvöldið í Söngvakeppninni fer fram í kvöld í Laugardalshöllinni og keppa þá sjö lög um það að komast alla leið í Eurovision-keppnina í Kænugarði sem haldin verður í maí. Hefst keppnin á slaginu 19:45. Auk þeirra flytjenda sem keppast um að tryggja sér farseðilinn til Kænugarðs mun einnig stíga á stokk fyrrum sigurvegari Eurovision, hinn sænski Mäns Zelmerlöw, sem sigraði eftirminnilega í keppninni árið 2015 með laginu Heroes. Þá verður Ragnhildur Steinunn Jónsdóttir kynnir keppninnar.Hvernig er sigurlagið valið ?Valið á sigurlaginu verður með svipuðu sniði og síðastliðin ár. Atkvæði dómnefndar og símaatkvæði landsmanna vega jafnt í fyrsta vali. Þá kemur í ljós hvaða tvö lög eru stigahæst og munu þau lög þá vera flutt aftur í svokölluðu úrslitaeinvígi. Að þeim flutningi loknum hefst svo ný símakosning. Í það skipti ráðast úrslitin eingöngu með símakosningu landsmanna og atkvæði greidd í fyrri hluta gilda ekki í einvíginu. Áhorfendur þurfa því að kjósa aftur, til að tryggja sínu lagi brautargengi.Dómnefnd kvöldsins.Nýtt dómnefndarfyrirkomulagÍ ár verður sú breyting á að dómnefndin er skipuð sjö fagmönnum sem koma hvaðanæva úr heiminum. Fjórir dómarar eru erlendir og þrír íslenskir. Sjá: Ný dómnefnd: Meirihluti erlendir fagmenn Þetta er í fyrsta skipti sem þetta er gert í Söngvakeppninni. Í dómnefndinni eru bæði Eurovision-sérfræðingar og fagfólk í tónlist og framleiðslu á tónlistar- og skemmtiefni. Er Mäns Zelmerlöw meðal þeirra sem eiga sæti í dómnefndinni. Þeir íslendingar sem eiga sæti í dómefndinni eru Snorri Helgason, tónlistarmaður, Andrea Gylfadóttir, söngkona, og Þórður Helgi Þórðarson, dagskrárgerðarmaður á Rás 2.Bendir flest til sigurs SvöluFlest bendir til öruggs sigurs hjá Svölu Björgvinsdóttur í kvöld. Á fimmtudaginn var efnt var til skoðanakönnunar á Vísi en þar var einfaldlega spurt; Hvaða lag ætlar þú að kjósa í Söngvakeppninni ? Niðurstaða skoðanakönnunarinnar var afgerandi. Þegar þessi frétt er skrifuð hafa rúmlega 9 þúsund manns greitt atkvæði og ætlar 50 prósent þeirra að kjósa lagið Paper með Svölu Björgvinsdóttur. Lagið Is this Love? með Daða Frey er í öðru sæti með 21 prósent atkvæða. Hjá veðmálafyrirtækinu Betsson er hægt að veðja á úrslitin í Söngvakeppninni. Ef rýnt er í þær tölur má sjá að Svala þykir langlíklegust meðal þeirra sem vilja veðja á úrslit þar en lag hennar Paper er með stuðulinn 1,35. Þetta þýðir einfaldlega það að ef þú leggur 1000 krónur undir, á Svölu og hún vinnur, þá færðu til baka 1.350 krónur. Nú, ef Svala vinnur ekki, þá er sérðu þúsund kallinn þinn ekki aftur. Og svo framvegis. Samkvæmt Betsson eru þeir Aronar, Hannes og Brink, auk Daða Freys líklegastir til að veita Svölu keppni. Þeir eru með stuðulinn 5,50. Sá sem hins vegar telst ólíklegastur til að sigra er Rúnar Eff með lagið Make your way home enn hann er með stuðulinn 17,50.Lögin sem koma til greinaAllir keppendur kvöldsins munu flytja lag sitt með enskum texta. Svona er röðin á lögunum:1. Tonight (900 9901)Lag og texti: Sveinn Rúnar Sigurðsson Flytjandi: Aron Hannes 2. Again (900 9902)Lag og texti: Hólmfríður Ósk Samúelsdóttir Flytjendur: Arnar Jónsson og Rakel Pálsdóttir 3. Hypnotised (900 9903)Lag: Þórunn Erna Clausen, Michael James Down og Aron Brink Texti: Þórunn Erna Clausen og William Taylor Flytjandi: Aron Brink 4. Bammbaramm (900 9904)Lag og texti: Hildur Kristín Stefánsdóttir Flytjandi: Hildur 5. Make your way back home (900 9905)Lag og texti: Rúnar Eff Flytjandi: Rúnar Eff 6. Paper (900 9906)Lag: Svala Björgvinsdóttir, Einar Egilsson, Lester Mendez og Lily Elise Texti: Svala Björgvinsdóttir og Lily Elise Flytjandi: Svala 7. Is this love? (900 9907)Lag og texti: Daði Freyr Pétursson Flytjandi: Daði Freyr Pétursson
Eurovision Mest lesið Jólagjafir íslenskra vinnustaða Lífið Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Lífið Brostnar væntingar á Frostrósum Gagnrýni Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Lífið Áreittar í sundi fyrir það að vera hinsegin Menning Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Lífið „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Lífið Frægir fjölguðu sér árið 2024 Lífið Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Lífið Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Lífið Fleiri fréttir Jólagjafir íslenskra vinnustaða Jólagjöf ársins er stóllinn sem getur allt nema flogið Besta jólagjöfin að sjá bata foreldranna Smakkaði skötu í fyrsta sinn undir eftirliti sérfræðinga Guðmundur „ofpeppaðist“ og reif sig á kassann Hafi ekki tekið þátt í herferð gegn Lively Einn frægasti krókódíll í heimi allur Myndaveisla: Rauð jól hjá Jökli í Kaleo „Í stórgróða“ að eyða jólunum á Tene Ellen Margrét og Arnmundur orðin hjón Kolféll fyrir Amsterdam og hollenskum strák Límdi fyrir munninn á öllum við borðið „Fyrstu jólin án hans og sætið hans verður tómt“ Stjörnulífið: Bikiníjól og jól í Japan Frægir fundu ástina 2024 „Að horfa upp á ofbeldi er jafn mikið ofbeldi og að verða fyrir því“ Netverjar koma „bomsum“ Ingu á Bessastöðum til varnar Dóttir Elínar Mettu og Sigurðar komin með nafn 107 ára gömul og dansar eins og unglamb Krakkatían: Jólasveinar, stjörnustríð og þjóðsögur Mest skreytta jólahúsið í Hveragerði Blaðasnápurinn Stefán Einar fórnar kampavínskóngstitlinum Hlaupársdagurinn þegar Ölfusá flæddi inn í Selfossbæ Fréttatía vikunnar: Lýðheilsa, ísbúð og álag Frægir fjölguðu sér árið 2024 Forsetinn og viðskiptavinir fengu forsmekk að Vigdísi Fékk bónorð í jólagjöf á tónleikum Paul McCartney Fékk Sigurbjörn Árna til að lýsa óhappi í vinnunni „Það besta, versta og skrýtnasta á árinu“ Eitt fallegasta hús landsins sem Duna Laxness ólst upp í Sjá meira