Nike og H&M eru verðmætustu fatafyrirtækin Ritstjórn skrifar 13. mars 2017 09:00 Nike heldur sæti sínu efst á listanum. Mynd/Getty Á hverju ári gerir fyrirtækið Brand Finance lista yfir verðmætustu vörumerki heims í hverjum flokki fyrir sig. Nú er nýbúið að opinbera listann fyrir árið 2017. Þegar raðað er á listann þá er bæði horft á sölutölur og markaðhlutdeild sem og aðra þætti eins og styrki vörumerkisins á öðrum sviðum. Nike heldur efsta sætinu frá því í fyrra. H&M og Zara fylgja svo fast á hæla íþróttavöruframleiðandans, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Zara hirti þriðja sætið af Louis Vuitton. Louis Vuitton er þó verðmætasta lúxus vörumerkið og Hermés kemur þar beint á eftir. Gucci fór upp um þrjú sæti á milli ára, eða úr því 12. upp í 9. sætið. Burberry og Michael Kors duttu þó bæði niður. Stærsta stökkið tók þó Marc Jacobs. Verðmæti merkisins hækkaði um 85% og þetta árið er hann í 47 sæti. Hér fyrir neðan eru tíu verðmætustu vörumerkin: 1. Nike 2. H&M 3. Zara 4. Louis Vuitton 5. Adidas 6. Uniqlo 7. Hermés 8. Rolex 9. Gucci 10. Cartier Mest lesið Sænska prinsessan í H&M Glamour Gallabuxur á götum Mílanó Glamour Cara Delevingne og Pharrell sungu saman fyrir Lagerfeld Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Miranda Kerr giftist stofnanda Snapchat um helgina Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Fjaðrir og feldir hjá Fendi Glamour Besta bjútí grínið Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour Beyonce stofnar styrktarsjóðinn Formation Glamour
Á hverju ári gerir fyrirtækið Brand Finance lista yfir verðmætustu vörumerki heims í hverjum flokki fyrir sig. Nú er nýbúið að opinbera listann fyrir árið 2017. Þegar raðað er á listann þá er bæði horft á sölutölur og markaðhlutdeild sem og aðra þætti eins og styrki vörumerkisins á öðrum sviðum. Nike heldur efsta sætinu frá því í fyrra. H&M og Zara fylgja svo fast á hæla íþróttavöruframleiðandans, sem ætti ekki að koma neinum á óvart. Zara hirti þriðja sætið af Louis Vuitton. Louis Vuitton er þó verðmætasta lúxus vörumerkið og Hermés kemur þar beint á eftir. Gucci fór upp um þrjú sæti á milli ára, eða úr því 12. upp í 9. sætið. Burberry og Michael Kors duttu þó bæði niður. Stærsta stökkið tók þó Marc Jacobs. Verðmæti merkisins hækkaði um 85% og þetta árið er hann í 47 sæti. Hér fyrir neðan eru tíu verðmætustu vörumerkin: 1. Nike 2. H&M 3. Zara 4. Louis Vuitton 5. Adidas 6. Uniqlo 7. Hermés 8. Rolex 9. Gucci 10. Cartier
Mest lesið Sænska prinsessan í H&M Glamour Gallabuxur á götum Mílanó Glamour Cara Delevingne og Pharrell sungu saman fyrir Lagerfeld Glamour Tískufyrirmynd fagnar afmæli Glamour Miranda Kerr giftist stofnanda Snapchat um helgina Glamour Úr pinnahælum í strigaskó Glamour Fjaðrir og feldir hjá Fendi Glamour Besta bjútí grínið Glamour Boy George, ASAP Rocky og fleiri í vorherferð Dior Glamour Beyonce stofnar styrktarsjóðinn Formation Glamour