Framlegðin í sjávarútvegi: 600 milljarðar króna á 8 árum Kristinn H. Gunnarsson skrifar 13. mars 2017 00:00 Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kristinn H. Gunnarsson Mest lesið Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson Skoðun Er samþykki barna túlkunaratriði? Ólöf Tara Harðardóttir Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir Skoðun Halldór 01.02.2025 Halldór Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Að kasta steinum úr glerhúsi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Býður grunnskólakerfið upp á öfuga hvatastýringu fyrir kennara? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar Skoðun Er Ísland tilbúið fyrir gervigreindarbyltinguna? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Loðnustofninn hruninn Björn Ólafsson skrifar Skoðun Munum við upplifa enn eitt „mikla stökkið framávið“? Jason Steinþórsson skrifar Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun HA ég Hr. ráðherra? Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Trump og forsetatilskipanir Helga Dögg Sverrisdóttir skrifar Skoðun Spörum með breyttri verðstefnu í lyfjamálum Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Ómæld áhrif kjaradeilu kennara Anton Orri Dagsson skrifar Skoðun Hlutverk í fjölskyldum Matthildur Bjarnadóttir skrifar Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Janúarblús vinstristjórnarinnar Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Skipbrot meðaltalsstöðugleikaleiðarinnar Aðalgeir Ásvaldsson skrifar Skoðun Áróðursstríð Ingu Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Fyrir hvern vinnur þú? Sigurður Freyr Sigurðarson skrifar Skoðun Kostaboð Eydís Hörn Hermannsdóttir skrifar Skoðun Um kjaradeilu sveitarfélaga og kennara Inga Sigrún Atladóttir skrifar Skoðun Næring íþróttafólks: Þegar orkuna og kolvetnin skortir Birna Varðardóttir skrifar Skoðun Hvað næst RÚV? Hilmar Gunnlaugsson skrifar Skoðun Lífeyrissjóðir í sæng með kvótakóngum Björn Ólafsson skrifar Skoðun Glannalegt tal um gjaldþrot Ole Anton Bieltvedt skrifar Skoðun Bókvitið verður í askana látið! Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Læknis- og sjúkraþjálfunarfræði fyrir alla Eiríkur Kúld Viktorsson skrifar Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar Skoðun Birtingarmynd fortíðar í nútímanum Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Mun seðlabankastjóri standa við orð sín Ágúst Bjarni Garðarsson skrifar Skoðun Þegar réttarkerfið bregst – hvað kostar það börnin? Anna María Ingveldur Larsen skrifar Sjá meira
Framkvæmdastjóri Vinnslustöðvarinnar í Vestmannaeyjum skrifar í Fréttablaðið og véfengir tölur um góða afkomu í sjávarútvegi og sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu sem ég birti í grein minni áður. Upplýsingarnar sem ég vísaði til er allar að finna í gögnum Hagstofu Íslands og útgefnum skýrslum um hag veiða og vinnslu. Hugtökin framlegð og hreinan hagnað nota ég með sama hætti og Hagstofa Íslands. Framlegðin er tekjur að frádregnum kostnaði við öflun teknanna og Hagstofan kallar framlegðina verga hlutdeild fjármagns (EBITDA). Frá framlegðinni eru síðan dregnar afskriftir og fjármagnskostnaður. Þá stendur eftir hreinn hagnaður. Framkvæmdastjórinn segir um gögn Hagstofunnar að þau séu úrtaksgögn og lætur að því liggja að þeim sé áfátt þegar lýsa eigi afkomu í sjávarútvegi. Hann vegur ómaklega að Hagstofu Íslands. Stofnunin byggir tölur sínar um afkomu í sjávarútvegi ársins 2015 á upplýsingum frá fyrirtækjum sem samtals eru með 88% af allri veltu í sjávarútvegi. Það er því seilst um hurð til lokunnar að véfengja áreiðanleika talna Hagstofu Íslands um afkomu í sjávarútvegi. Það er ekkert ofmælt í grein minni um góða afkomu í sjávarútvegi á síðustu árum eða sérstaklega í uppsjávarveiðum og vinnslu. Framlegðin hefur verið gríðarlega mikil og einnig hreinn hagnaður. Frá 2008 - 2015 var samanlögð framlegð í sjávarútvegi (EBITDA) á verðlagi í desember 2016 rúmlega 600 milljarðar króna. Mælt sem hlutfall af tekjum var það á bilinu 24,3% - 31%. Mælt í krónum var framlegðin á bilinu 61 - 91 milljarður króna á ári. Til marks um það hve mikið stóð eftir til þess að bæta hag fyrirtækjanna er að eigið fé sjávarútvegsfyrirtækjanna jókst um 300 milljarða króna frá árslokum 2008 til ársloka 2015. Afkoman í uppsjávarveiðum og vinnslu er sveiflukenndari en engu að síður er hún á þessu árabili síst lakari en í sjávarútveginum í heild. Alvarlegasti vandi kvótakerfisins er þjóðfélagslegar afleiðingarnar vegna samþjöppunar og einokunaraðstöðu í höndum tiltölulega fárra einstaklinga. Sjómenn hafa fengið að kenna á því óþvegið og íbúar sjávarbyggðanna hafa mátt líða óvissu, óöryggi og verðrýrnun eigna sinna auk þess að missa vinnuna. Allt vegna þeirrar stöðu að fáeinir eigendur fyrirtækja í sjávarútvegi deila og drottna í krafti einokunar á kvóta. Í uppsjávarveiðum er svo komið að 8 fyrirtæki ráða meirihluta alls kvóta á uppsjávartegundum. Þessi fyrirtæki ráða yfir 90% alls kvóta í loðnu, Íslands síld og Norður Atlantshafs síldinni, 86% af kvóta í kolmunna og 68% kvótans í makríl. Uppsjávarskipin eru aðeins um 20. Þessi fyrirtæki ráða að auki um þriðjungi af botnfiskkvótanum. Sjávarútvegur einkennist af einokun og samþjöppun auðs og valds í fárra höndum. Gífurleg verðmæti eru gefin á hverju ári þessum sjálfvalda hópi. Sjómenn, íbúar sjávarbyggðanna og þjóðin í heild líður fyrir þetta ástand. Ótímabundin sjálfvirk úthlutun veiðiheimilda er komin á endastöð og ekki undan því komist að byrja upp á nýtt. Verðmætum veiðiheimildum í eigu þjóðarinnar verður best ráðstafað með jafnræði og samkeppni að leiðarljósi sem mun tryggja henni markaðsverð.
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun
Skoðun “Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Vegna meintra „föðurlandssvika og siðferðisleysis“ Gunnars Magnússonar Geir Sveinsson skrifar
Skoðun Starfa stjórnmálamenn ekki í þágu almennings?: Um „blaðamannablaður“ og „óvandaða falsfréttamiðla“ Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar
Skoðun Erfitt að treysta þegar upplifunin er að samfélagið forgangsraði ekki börnum Ragnheiður Stephensen skrifar
Skoðun Hvernig er hægt að semja við samninganefnd sem hefur engan skilning á starfi stéttarinnar sem hún er að semja við? Ragnheiður Stephensen skrifar
“Þú ert alltof of ung til að fá liðagigt” - Alþjóðlegur dagur liðagigtar Hrönn Stefánsdóttir Skoðun