Yfirlýsing frá stjórnarandstöðunni: „Dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð“ Tryggvi Páll Tryggvason. skrifar 14. mars 2017 15:59 Stjórnarandstaðan er ósátt við skort á samráði. Vísir/Anton Brink Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“ Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Formenn og fulltrúar flokkanna sem sitja í stjórnarandstöðu lýsa yfir undrun sinni á því að ekki var haft samráð við flokkanna fjóra þegar skipuð verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnu Seðlabankans. Þetta kemur fram í sameiginlegri yfirlýsingu formanna og fulltrúa Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar.Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu var skipuð um helgina og í henni eiga sæti Dr. Ásgeir Jónsson hagfræðingur, Ásdís Kristjánsdóttir hagfræðingur og Illugi Gunnarsson hagfræðingur og fyrrverandi ráðherra. Í yfirlýsingu stjórnarandstöðuflokkanna segir að þessir þrír aðilar hafi verið skipaðir án samráðs við minnihlutann á Alþingi. Segir í yfirlýsingunni að þar með hafi ríkisstjórn misst af tækifæri til þess að skapa þverpólitíska sátt um vinnu verkefnastjórnarinnar. „Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi,“ segir í yfirlýsingunni. „Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi,“ segir ennfremur í yfirlýsingunni.Yfirlýsing frá formönnum og fulltrúum Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar í heild sinni„Ábyrg og vönduð mótun peningastefnu er lykilatriði að hagsæld Íslands. Endurskoðun á peningastefnunni er eitt mikilvægasta verkefnið sem Ísland stendur frammi fyrir. Formenn og fulltrúar Vinstri-grænna, Pírata, Framsóknarflokks og Samfylkingar lýsa því undrun sinni á verklagi ríkisstjórnarinnar við skipan verkefnastjórnar um endurskoðun á peningastefnu Seðlabankans. Þar hafa þrír aðilar verið skipaðir án nokkurs samráðs við minnihlutann á Alþingi og var formönnum og fulltrúum stjórnarandstöðuflokkanna tilkynnt um þessa skipan í fyrradag.Fulltrúum stjórnarflokkanna hefur orðið tíðrætt um bætt vinnubrögð á Alþingi og aukið samráð. Lítið hefur orðið um aðgerðir í þessa veru og það vekur furðu að verkefnisstjórn um jafn umfangsmikið og mikilvægt verkefni og endurskoðun peningastefnunnar sé skipuð með einhliða af ríkisstjórn með minnsta mögulega meirihluta á Alþingi.Þarna hafði ríkisstjórnin tækifæri til að skipa nefnd sérfræðinga í góðu samráði við alla flokka á þingi og tryggja þannig þverpólitíska sátt um þá vinnu sem er framundan. Ríkisstjórnin nýtti ekki þetta tækifæri en bendir á samráðsnefnd þingflokka sem hefur óljósu hlutverki að gegna við þetta verkefni. Það er dapurlegt að slík tækifæri séu ekki nýtt til að bæta vinnubrögð á Alþingi.“
Alþingi Tengdar fréttir Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40 Mest lesið Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Innlent Áður óséð hegðun Bandaríkjamanna gagnvart vinaþjóðum Erlent Viðbrögð Evrópu: „Í dag varð það ljóst að hinn frjálsi heimur þarf nýjan leiðtoga“ Erlent Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Innlent Selenskí mætti í viðtal hjá Fox: Ítrekaði þakklæti sitt til Bandaríkjanna Erlent Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Innlent Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala Innlent Gular viðvaranir gefnar út Innlent „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Innlent Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Innlent Fleiri fréttir „Hver stendur í vegi fyrir því? Ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur“ Ræða Guðrúnar: Opnara forystukjör, orðljót verkalýðshreyfing og látins félaga minnst Um fimmtíu viðburðir í boði á Vetrarhátíð við Mývatn Vandasamt starf að stýra 2100 manna fundi „Stoðir réttarríkisins eru ekki í hættu“ Gular viðvaranir gefnar út Boða til bænastundar vegna banaslyssins í Vík Bandaríkin séu ekki raunverulegir málsvarar frelsis Grjóthnullungar á stærð við mannfólk í átt að ferðamönnum Hitafundur í Hvíta húsinu og óveður í Reynisfjöru Malbik flettist af og grjót á víð og dreif Grjót berst yfir veginn við Kjalarnes vegna hafróts Amma gerandans svarar ákalli föður Bryndísar Klöru Tvö ung börn í bíl ölvaðs ökumanns Ákærðir fyrir fullt af fíkniefnum í bala „Við gefumst ekki upp á ykkur“ „Nöturlegt að horfa upp á þetta“ Utanríkisráðherra tjáir sig um hitafundinn í Washington Náttúruverndarstofnun með höfuðstöðvar sínar á Hvolsvelli „Fyrir óæft auga mætti halda að þetta væri venjulegt barn“ Banaslys varð í Vík í Mýrdal Bjarni kveður, gervigreind nýtt í barnaníð og bílastæðagjöld Gerði stólpagrín að ríkisstjórnarflokkunum Hvernig skiptast fylkingarnar? Í verkfalli sem stjórnarmaður þar til að Halla víkur Sigu um borð og tóku yfir stjórn íslensks skips Bein útsending: Landsfundur Sjálfstæðisflokksins Notuðu rafvopn til að yfirbuga ógnandi mann með hamra Veðrið hefur áhrif á landsfundargesti eftir allt saman Lítur ekki svo á að kennarar séu bundnir af kjarasamningum annarra stétta Sjá meira
Illugi í verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu Þriggja manna verkefnisstjórn um endurmat peningastefnu hefur verið skipuð. 12. mars 2017 14:40