Umfjöllun og viðtöl: KR - Þór Ak. 99-68 | Öruggt hjá KR í fyrsta leik Ingvi Þór Sæmundsson í DHL-höllinni skrifar 15. mars 2017 21:30 Þórir Þorbjarnarson sækir að körfu Þórsara. vísir/eyþór KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum. Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira
KR tók forystuna í einvíginu við Þór Ak. í 8-liða úrslitum Domino's deildar karla með 99-68 sigri í DHL-höllinni í kvöld. Þetta var tuttugasti sigur KR í röð í 8-liða úrslitum en þeir töpuðu síðast leik á þessu stigi úrslitakeppninnar árið 2008. KR-ingar voru alltaf með frumkvæðið í leiknum í kvöld. Þórsarar voru í miklum vandræðum í sókninni en héldu sér inni í leiknum í fyrri hálfleik með góðri vörn. Staðan í hálfleik var 40-31. KR-ingar byrjuðu seinni hálfleikinn af gríðarlegum krafti og skoruðu 12 af 14 fyrstu stigum hans. Brynjar Þór Björnsson snögghitnaði og setti niður þrjá þrista í 3. leikhluta. KR náði góðri forystu sem Þór ógnaði aldrei. Á endanum munaði 31 stigi á liðunum, 99-68.Af hverju vann KR? Íslandsmeistararnir sýndu styrk sinn í leiknum í kvöld. Þeir spiluðu sterka vörn og héldu Þór í 68 stigum og 34% skotnýtingu. KR-ingar hittu ekkert sérstaklega í fyrri hálfleik en skotnýtingin rauk upp í þeim seinni og þá varð brekkan of brött fyrir Þórsara. Gestirnir náðu einu ágætis áhlaupi og minnkuðu muninn í 14 stig en nær komust þeir ekki. KR-ingar sýndu enga miskunn og kláruðu leikinn af öryggi.Bestu menn vallarins: Brynjar skoraði 22 stig og var stigahæstur í jöfnu liði KR. Jón Arnór Stefánsson hitti vel og skilaði 18 stigum, fimm fráköstum og sex stoðsendingum. Pavel Ermolinskij stýrði sóknarleiknum vel og reif niður 15 fráköst og gaf níu stoðsendingar. Þórir Guðmundur Þorbjarnarson átti einnig fína innkomu af bekknum. Tryggvi Snær Hlinason spilaði skínandi vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. Stóri maðurinn skoraði 12 stig, tók 11 fráköst og varði sex skot. Þá átti Sindri Davíðsson góða innkomu; skoraði 12 stig og tók sjö fráköst.Tölfræðin sem vakti athygli: Þriggja stiga nýting Þórs var afleit, eða 14%. Þórsarar töpuðu 14 boltum, sem er ekkert til að kvarta yfir, en KR-ingar skoruðu 23 stig eftir þessa töpuðu bolta gestanna.Hvað gekk illa? Sóknarleikur Þórs var of slakur til að liðið ætti möguleika í KR í kvöld. Norðanmenn spiluðu fína vörn í fyrri hálfleik en sóknin fylgdi ekki með. Skotnýting var döpur (34%) og Þórsarar áttu fá svör við varnarleik KR-inga. Lykilmenn Þórs eins og George Beamon, Darrel Lewis, Þröstur Leó Jóhannsson og Ingvi Rafn Ingvarsson voru í tómum vandræðum í sókninni í kvöld og Þórsarar þurfa miklu meira og betra framlag frá þeim í leik tvö á laugardaginn.Finnur Freyr: Allt annað viðhorf Finnur Freyr Stefánsson, þjálfari KR, kvaðst sáttur með spilamennsku sinna manna í sigrinum á Þór í kvöld. „Mér fannst viðhorfið allt annað og við höndluðum slæmu kaflana betur en við höfum gert. Einbeitingin var góð og við héldum ákefðinni í vörninni uppi,“ sagði Finnur eftir leikinn. Stigaskorið dreifðist vel hjá Íslands- og bikarmeisturunum í kvöld og það voru margir sem lögðu hönd á plóg í sókninni. „Aðalsmerki okkar undanfarin ár er að vera með mörg vopn. Þótt Mike [Craion] hafi dregið vagninn í fyrra hafa alltaf verið margir sem leggja sitt á vogarskálarnar í minni tíð. Við erum bestir þannig,“ sagði Finnur. En er eitthvað sem KR-ingar þurfa að laga fyrir annan leikinn í einvíginu á laugardaginn? „Jájá, klárlega. Það eru hlutir sem við þurfum að skoða og tækla betur. Það er þannig eftir hvern einasta leik. Nú þurfum við bara að hvíla okkur og gera okkur klára fyrir risaleik á Akureyri,“ sagði Finnur að endingu.Benedikt: Menn fá að halda og ýta Tryggva Benedikt Guðmundsson, þjálfari Þórs, sagði að sínir menn hefðu þurft að spila mun betur en þeir gerðu í leiknum í kvöld til að eiga möguleika gegn KR. „Það vantaði töluvert upp á og í kvöld sáum við kannski loksins hvað býr í þessu KR-liði sem menn eru búnir að bíða eftir í vetur. Nú kannaðist maður við þá. Þeir hafa verið óþekkjanlegir í ansi mörgum leikjum í vetur en þeir eru greinilega að komast í gírinn,“ sagði Benedikt. Þór spilaði fína vörn í fyrri hálfleik en liðið hitti ekki neitt allan leikinn. Til marks um það var þriggja stiga nýting gestanna aðeins 14%. „Hittnin í kvöld var skelfileg. Við vitum að það þarf allt að ganga upp til að vinna þetta lið og þá þarf hittnin að vera aðeins yfir meðallagi. Hún getur ekki verið langt undir meðallagi eins og var í kvöld,“ sagði Benedikt sem hrósaði Tryggva Snæ Hlinasyni sem stóð sig vel í sínum fyrsta leik í úrslitakeppni á ferlinum. „Mér fannst hann virkilega góður og hann er kominn á þann stað að höndla úrslitakeppnina. Núna er Þór búinn að fá aðlögun, við fáum ekki nema einn leik í aðlögun. Við þurfum að vinna næsta leik til að halda okkur á lífi,“ sagði Benedikt. Um miðjan 4. leikhluta þurfti Tryggvi skyndilega að hætta leik og spilaði ekki meira það sem eftir lifði leiks. „Það er tekið vel á honum inni í teig og menn fá að halda og ýta honum. Þetta tekur bara á hjá honum. Þessir stóru strákar eru öðruvísi gerðir en þessi meðalmaður. Þetta fór ekkert vel í hann,“ sagði Benedikt að lokum.
Dominos-deild karla Mest lesið Raygun er hætt: Vildi það ekki en verður að hætta Sport Sjáðu klúðrið sem stjóri Villa kallaði „stærstu mistök“ sem hann hefur séð Enski boltinn Þurftu að sauma sautján spor í andlit Barcelona stráksins Fótbolti Hrósar Þorsteini í hástert: „Erum búnir að vera að bíða eftir honum“ Handbolti „Ég fékk bara fullt skotleyfi“ Handbolti CrossFit íþróttafólkið græddi á sigri Trump Sport Myndir: Skiltin fuku um koll fyrir leikinn mikilvæga í Kópavogi Fótbolti Leikbann Kudus lengt í fimm leiki Enski boltinn Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Körfubolti Gummi Tóta og félagar tilbúnir að „leggja örkinni“ á Brúnni Fótbolti Fleiri fréttir „Þessi takki sem allir halda að Valur sé að fara kveikja á er ekki til“ Ekki spilað eina mínútu en dæmdur í bann Tommi með Nablann í bandi í Keflavík Klikkaði ekki á skoti í fyrsta leik og var stigahæstur „Þessi tími hefur liðið mjög hægt fyrir mér“ Pavel um varnarleik Keflavíkur: Á að særa stolt þitt Jordan-treyja seldist á 642 milljónir króna Fjórði stigahæsti kaninn en sá með lélegustu skotnýtinguna Tvær stórbrotnar körfur Ja Morant „Þurfum að passa upp á það að hafa gaman“ Vandræði utan vallar höfðu sitt að segja Popovich frá um óákveðinn tíma vegna veikinda Wendell Green rekinn frá Keflavík Sá langelsti stóð upp úr í Suðurlandsslag Erfitt hjá „sultunni“ Joel Embiid NBA-stjörnurnar þurftu að taka lestina á leikinn sinn Hannes í leyfi Uppgjörið: Tindastóll - Stjarnan 92-87 | Stólarnir fyrstir til að vinna Stjörnuna Alba Berlin í vandræðum og stórleikur Martins dugði ekki til sigurs Mættur til tengdó og gírar sig upp fyrir Síkið Framlenging Körfuboltakvölds: Njarðvík getur orðið Íslandsmeistari eins og Valur Tvö lið enn ósigruð og Thunder að eiga bestu byrjun í sögu félagsins Réðst á blaðamann vegna ummæla um látinn bróður hans og nýfæddan son „Það þarf svo margt að ganga upp til að þeir vinni“ Minnkuðu muninn um tuttugu stig á þremur mínútum gegn gamla liði Elvars Hafnar því að hafa elt Morris: „Ég var ekki með nein leiðindi“ Segir Friðrik hafa elt sig og áreitt eftir leik: „Mér fannst ég ekki örugg“ Uppgjörið: Keflavík - KR 94-88 | Langþráður Keflavíkursigur „Vildi sýna þeim að þeir væru ekki að fara ná þessu svona auðveldlega“ Uppgjörið: Þór Þ. - Haukar 82-81 | Þórsarar gerðu Haukum grikk með naumum sigri Sjá meira