Umfjöllun og viðtöl: Njarðvík - Keflavík 49-73 | Keflavíkurkonur öruggar með annað sætið Aron Ingi Valtýsson í Ljónagryfjunni skrifar 15. mars 2017 22:00 Birna Valgerður Benónýsdóttir. Vísir/Eyþór Litlu slátrararnir frá Keflavík unnu fimmta leikinn sinn í röð af öryggi í 26. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík var að spila án Carmen Tyson Tomas. Keflavík nýtti sér það og vann leikinn örugglega 49-73. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Njarðvíkur án Carmen Tyson Tomas sem var leyst undan samningi í lok síðustu viku. Það var greinilegt í þessum leik að Carmen bar liðið á herðum sér. Carmen var með 37,0 stig, 16,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekkert vanmat var hjá Keflavíkurstúlkum í byrjun leiks en þær byrjuðu af krafti og komust í 11 stiga forystu þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík setti upp góða pressu sem sló Njarðvík út af laginu í byrjun leiks en þær komust fljótt í takt við leikinn. Heimastúlkur voru að sýna flotta takta á köflum í vörn og sókn, en Keflavík var með yfirhöndina mestan tímann. Í hálfleik var staðan 20-37 fyrir Keflavík. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks komust gestirnir frá Keflavík í 20 stiga forustu og hélst hún út allan leikhlutann. Njarðvík átti flotta spretti inná milli en Keflavík drap alla stemningu sem myndaðist við það með þriggja stiga körfu eða villu og karfa góð. Keflavík notaði síðustu mínútur leiksins til þess að bæta aðeins sigruðu með 24 stiga sigri. Báðir þjálfararnir rúlluðu á öllum sínum leikmönnum í leiknum. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur, 49-73.Af hverju vann Keflavík? Keflavík var nokkrum númerum of stórt fyrir Njarðvík í þessum leik. Sverrir Þór Sverrisson náði að dreifa álæginu vel í leiknum. Heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að losa sig undan fullri pressu allan völl. Keflavík rúlluðu vel í gegnum kerfin og voru að fá mikið af opnum skotum og nýttu þau vel. Stigin voru að koma allstaðar af vellinum, inní teig og fyrir utan.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var atkvæðamest hjá Keflavík með 13 stig, 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Thelma Dís Ásgeirsdóttir skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var María Jónsdóttir með 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. En óvæntu menn leiksins voru stuðningsmenn Njarðvíkur. En rétt fyrir leik fylltist kofinn af 35 ungum og efnilegum körfuboltastelpum sem studdu vel við bakið á sínu liði.Hvað gekk illa: Njarðvík náði aldrei góðu áhlaupi á Keflavík í kvöld. Áttu flotta spretti inn á milli en Keflavík drap það alltaf niður. Greinilegt að Carmen skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla uppí. Einnig var Ína María Einarsdóttir fjarverandi sem gerði þetta enn erfiðara fyrir Njarðvík í þessum leik. En Njarðvíkurkonur fá hrós fyrir mikla baráttu og þær gáfu ekkert eftir þó svo að þær væru með tapaðan leik í höndunum.Sverrir Þór Sverrisson: Það er mikið álag í þessari viku Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægðu með sínar stelpur í kvöld og segir að þau hafi farið vel í gegnum undirbúning fyrir leikin svo að ekkert vanmat væri hjá sínu liði. „Nei alls ekkert vanmat, við vorum búin að fara vel í gegnum undirbúning fyrir þennan leik þar sem að Njarðvíkurliðið er mikið breytt. Við vissum að þær myndu reyna að koma sterkar í síðustu leikina, reyna að þjappa sér svolítið saman, reyna að berjast fyrir hvor aðra og taka svolítið á skarið. Þær gerðu það nokkuð vel,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Mér fannst við vera að gera ágætlega vel á móti þessu og rúlluðum á öllum hópnum. Það er mikið álag í þessari viku því það eru 3 leikir hjá okkur og gott að getað rúllað á mörgum leikmönnum. Fínn sigur,“ sagði Sverrir Þór Það er þétt plan framundan hjá Keflavík fyrir úrslitakeppni og aðspurður hvað planið er fyrir útslitakeppnina segir Sverrir. „Það eru bara tveir leikir eftir og nú förum við að einbeita okkur að laugardeginum. Við eigum Val heima og stefnum að því að mæta með krafti í þann leik og ná í tvö stig,“ sagði Sverrir ÞórAgnar Gunnarsson: Mér fannst þær bara nokkuð seigar Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með stelpurnar á móti sterku liði Keflavíkur án þess að hafa kana í liðinu. „Það var margt jákvætt hjá mínum stelpum í dag og okkur vantaði tvö stór ígildi í byrjunarliðið og stelpurnar sem komu inn lögðu sig allar fram í verkefnið og mér fannst þær bara nokkuð seigar,“ sagði Agnar og bætti við: „Við erum náttúrulega að spila á móti sterku Keflavíkurliði sem að ég held að fari alla leið en ég tek ofan fyrir mínum stelpum því þær lögðu allt í þetta,“ sagði Agnar Aðspurður hvernig planið fyrir síðustu tvo leikina væri segir Aggi að allir leikmenn fái að spreyta sig. „Það er bara eins og í þessum leik. Við rúlluðum vel á öllum stelpunum og allar voru að fá tækifæri og margar hverjar voru að grípa það sem hafa kannski fengið að sitja meira í vetur. Þegar losnar um 70 til 80 mínútur í tímastórum ígildum þá losnar fyrir aðrar. Í þessum tveimur leikjum verður gefið öllum séns að fá að sýna sig,“ sagði Agnar. Sáttur með þín leikmenn í kvöld? „Já, það var margt jákvætt og þótt að margir litlir hlutir hefðu getað verið gert betur en í heildina yfir þá komu þær bara nokkuð sprækar í þennan leik og með hausinn á herðunum,“ sagði Agnar. Dominos-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira
Litlu slátrararnir frá Keflavík unnu fimmta leikinn sinn í röð af öryggi í 26. umferð Dominos-deildar kvenna í körfubolta í kvöld. Leikurinn fór fram í Ljónagryfjunni í Njarðvík. Njarðvík var að spila án Carmen Tyson Tomas. Keflavík nýtti sér það og vann leikinn örugglega 49-73. Leikurinn í kvöld var fyrsti leikur Njarðvíkur án Carmen Tyson Tomas sem var leyst undan samningi í lok síðustu viku. Það var greinilegt í þessum leik að Carmen bar liðið á herðum sér. Carmen var með 37,0 stig, 16,5 fráköst og 4,3 stoðsendingar að meðaltali í leik. Ekkert vanmat var hjá Keflavíkurstúlkum í byrjun leiks en þær byrjuðu af krafti og komust í 11 stiga forystu þegar 3 mínútur voru liðnar af leiknum. Keflavík setti upp góða pressu sem sló Njarðvík út af laginu í byrjun leiks en þær komust fljótt í takt við leikinn. Heimastúlkur voru að sýna flotta takta á köflum í vörn og sókn, en Keflavík var með yfirhöndina mestan tímann. Í hálfleik var staðan 20-37 fyrir Keflavík. Fljótlega í byrjun seinni hálfleiks komust gestirnir frá Keflavík í 20 stiga forustu og hélst hún út allan leikhlutann. Njarðvík átti flotta spretti inná milli en Keflavík drap alla stemningu sem myndaðist við það með þriggja stiga körfu eða villu og karfa góð. Keflavík notaði síðustu mínútur leiksins til þess að bæta aðeins sigruðu með 24 stiga sigri. Báðir þjálfararnir rúlluðu á öllum sínum leikmönnum í leiknum. Leikurinn endaði með sigri Keflavíkur, 49-73.Af hverju vann Keflavík? Keflavík var nokkrum númerum of stórt fyrir Njarðvík í þessum leik. Sverrir Þór Sverrisson náði að dreifa álæginu vel í leiknum. Heimastúlkur áttu í miklum erfiðleikum með að losa sig undan fullri pressu allan völl. Keflavík rúlluðu vel í gegnum kerfin og voru að fá mikið af opnum skotum og nýttu þau vel. Stigin voru að koma allstaðar af vellinum, inní teig og fyrir utan.Bestu menn vallarins: Ariana Moorer var atkvæðamest hjá Keflavík með 13 stig, 9 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Thelma Dís Ásgeirsdóttir skoraði 11 stig, tók 6 fráköst og gaf 4 stoðsendingar. Hjá Njarðvík var María Jónsdóttir með 17 stig, tók 6 fráköst og gaf 2 stoðsendingar. En óvæntu menn leiksins voru stuðningsmenn Njarðvíkur. En rétt fyrir leik fylltist kofinn af 35 ungum og efnilegum körfuboltastelpum sem studdu vel við bakið á sínu liði.Hvað gekk illa: Njarðvík náði aldrei góðu áhlaupi á Keflavík í kvöld. Áttu flotta spretti inn á milli en Keflavík drap það alltaf niður. Greinilegt að Carmen skilur eftir sig stórt skarð sem erfitt er að fylla uppí. Einnig var Ína María Einarsdóttir fjarverandi sem gerði þetta enn erfiðara fyrir Njarðvík í þessum leik. En Njarðvíkurkonur fá hrós fyrir mikla baráttu og þær gáfu ekkert eftir þó svo að þær væru með tapaðan leik í höndunum.Sverrir Þór Sverrisson: Það er mikið álag í þessari viku Sverrir Þór Sverrisson, þjálfari Keflavíkur, var ánægðu með sínar stelpur í kvöld og segir að þau hafi farið vel í gegnum undirbúning fyrir leikin svo að ekkert vanmat væri hjá sínu liði. „Nei alls ekkert vanmat, við vorum búin að fara vel í gegnum undirbúning fyrir þennan leik þar sem að Njarðvíkurliðið er mikið breytt. Við vissum að þær myndu reyna að koma sterkar í síðustu leikina, reyna að þjappa sér svolítið saman, reyna að berjast fyrir hvor aðra og taka svolítið á skarið. Þær gerðu það nokkuð vel,“ sagði Sverrir Þór og bætti við: „Mér fannst við vera að gera ágætlega vel á móti þessu og rúlluðum á öllum hópnum. Það er mikið álag í þessari viku því það eru 3 leikir hjá okkur og gott að getað rúllað á mörgum leikmönnum. Fínn sigur,“ sagði Sverrir Þór Það er þétt plan framundan hjá Keflavík fyrir úrslitakeppni og aðspurður hvað planið er fyrir útslitakeppnina segir Sverrir. „Það eru bara tveir leikir eftir og nú förum við að einbeita okkur að laugardeginum. Við eigum Val heima og stefnum að því að mæta með krafti í þann leik og ná í tvö stig,“ sagði Sverrir ÞórAgnar Gunnarsson: Mér fannst þær bara nokkuð seigar Agnar Gunnarsson, þjálfari Njarðvíkur var ánægður með stelpurnar á móti sterku liði Keflavíkur án þess að hafa kana í liðinu. „Það var margt jákvætt hjá mínum stelpum í dag og okkur vantaði tvö stór ígildi í byrjunarliðið og stelpurnar sem komu inn lögðu sig allar fram í verkefnið og mér fannst þær bara nokkuð seigar,“ sagði Agnar og bætti við: „Við erum náttúrulega að spila á móti sterku Keflavíkurliði sem að ég held að fari alla leið en ég tek ofan fyrir mínum stelpum því þær lögðu allt í þetta,“ sagði Agnar Aðspurður hvernig planið fyrir síðustu tvo leikina væri segir Aggi að allir leikmenn fái að spreyta sig. „Það er bara eins og í þessum leik. Við rúlluðum vel á öllum stelpunum og allar voru að fá tækifæri og margar hverjar voru að grípa það sem hafa kannski fengið að sitja meira í vetur. Þegar losnar um 70 til 80 mínútur í tímastórum ígildum þá losnar fyrir aðrar. Í þessum tveimur leikjum verður gefið öllum séns að fá að sýna sig,“ sagði Agnar. Sáttur með þín leikmenn í kvöld? „Já, það var margt jákvætt og þótt að margir litlir hlutir hefðu getað verið gert betur en í heildina yfir þá komu þær bara nokkuð sprækar í þennan leik og með hausinn á herðunum,“ sagði Agnar.
Dominos-deild kvenna Mest lesið Guardiola var á undan Haaland með stóru fréttirnar Enski boltinn Óttaðist að drukkna í eigin blóði og ólétta eiginkonan gat ekki horft á Sport Víkingar minnast vinar sem lést á 27 ára afmæli sínu Fótbolti Þurfti að biðja allt liðið afsökunar: „Þetta var ekkert illa meint“ Fótbolti Dómarar tilkynna áhorfendum ákvörðun sína Enski boltinn Viðurkennir að Man. Utd sogist í fallbaráttu: „Mjög erfiðir tímar“ Enski boltinn Newcastle bætti við martröð Man. Utd Enski boltinn Pep kastar inn hvíta handklæðinu og segir liðið þurfa hjálp Fótbolti Anníe Mist, Katrín Tanja og Sara verða saman í liði Sport Snýr aftur til leiks og tekur gallabuxurnar með Sport Fleiri fréttir Fertugur LeBron gæti spilað „fimm til sjö ár“ til viðbótar Martin stiga- og stoðsendingahæstur í tapi Berlínarmanna Sá þriðji í sögunni til að spila fullkominn leik De'Sean Parsons mætir aftur til Hauka Meiddist eftir aðeins eina sekúndu Kostaði hann fjórtán milljónir að nota f-orðið í viðtali Stiklað á stóru sigrunum: „Erum stolt af því að vera íþróttabær“ Brotist inn til Doncic Grindvíkingar um daginn örlagaríka: „Í fyrsta sinn sem ég missi kúlið“ Ein skærasta stjarna NBA tefldi við fólk úti á götu Elvar og félagar upp úr fallsæti eftir langþráðan sigur Tryggvi og Bilbæingar luku árinu með sigri Samspil Elvars og Tryggva meðal tilþrifa ársins Riley búinn að fá nóg og þvertekur fyrir að Miami muni skipta Butler Butler sagður vilja burt frá Miami sem fyrst „Ég elska NFL en jóladagur er okkar“ 76ers sóttu sigur úr Garðinum Risaleikur Wembanyama dugði ekki til Ruddi Wembanyama og var rekinn af velli fyrir reiðiskast Wagner með slitið krossband og úr leik út tímabilið Martin og félagar burstuðu botnslaginn Fimm töp í röð hjá Elvari og félögum Versta frumraun í úrvalsdeild? Segist bara hafa óskað dómurunum gleðilegra jóla Selfoss fær leikmann sem hefur spilað meira en hundrað NBA leiki „Sást frekar bersýnilega að það er ekki mikið sjálfstraust í liðinu“ „Valsararnir voru bara betri“ „Við þurfum að girða okkur í jólafríinu“ Enn eitt tapið og Martin í minna hlutverki en vanalega Uppgjörið: Valur - Tindastóll 89-80 | Meistararnir upp úr fallsæti Sjá meira