Stólarnir mega helst ekki sjá þessa tölfræði fyrir kvöldið Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 08:00 Vísir/Anton Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík) Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira
Tindastóll og Keflavík hefja í kvöld einvígi sitt í átta liða úrslitum Domino´s deildar karla í körfubolta en liðið sem fyrr vinnur þrjá leiki tryggir sér sæti í undanúrslitum úrslitakeppninnar. Tindastóll endaði í þriðja sæti Domino´s deildar karla en Keflavík í því sjötta. Bæði liðin töpuðu í lokaumferð deildarkeppninnar en Stólarnir náðu ekki að fagna sigri í síðustu tveimur deildarleikjum sínum. Tindastóll tapaði fyrir Grindavík á heimavelli og Haukum á útivelli í síðustu tveimur leikjum sínum. Bæði voru töpin þó eins naum og þau verða, Tindastólsliðið tapaði á flautukörfu á heimavelli á móti Grindavík og með þremur stigum á útivelli á móti Haukum. Tapleikirnir tveir setja Stólanna hinsvegar í flokk með liðum sem hefur ekki gengið alltof vel í úrslitakeppninni í gegnum tíðina. Stólarnir mega nefnilega helst ekki sjá eftirfarandi tölfræði fyrir leik kvöldsins en átján ár síðan að lið í sömu stöðu komst áfram í undanúrslitin. Aðeins þrjú lið með heimavallarrétt í fyrstu umferð úrslitakeppninnar hafa komið inn í úrslitakeppnina með tveggja leikja taphrinu á bakinu á þessari öld og öll þrjú duttu þau út úr átta liða úrslitunum. Skallagrímsliðið frá 2007, KR-liðið frá 2003 og Tindastólsliðið frá 2000 voru öll með heimavallarrétt í átta liða úrslitunum þrátt fyrir að tapa tveimur síðustu leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Tvö þeirra, KR 2003 og Tindastóll 2000, töpuðu báðum leikjum sínum í átta liða úrslitunum og þar með fjórum síðustu leikjum tímabilsins en Skallagrímsliðið náði að vinna einn leik í átta liða úrslitunum. Borgnesingar voru hinsvegar sendir í sumarfrí í oddaleiknum í Fjósinu. Eina liðið sem hefur komist í undanúrslitin í slíkri stöðu, síðan að úrslitakeppnin varð að átta liða keppni vorið 1995, er lið Grindavíkur frá árinu 1999. Grindavík vann þá 2-0 sigur á KR í átta liða úrslitunum en það fylgir líka sögunni að KR-ingar töpuðu líka síðustu tveimur leikjum sínum fyrir úrslitakeppni. Grindavík tapaði síðan 3-1 á móti verðandi Íslandsmeisturum Keflavíkur í undanúrslitunum.Lið með heimavallarrétt í átta liða úrslitum sem töpuðu tveimur síðustu deildarleikjum sínum fyrir úrslitakeppni: Skallarímur 2007 - datt út í átta liða úrslitum (1-2 á móti Grindavík) KR 2003 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti Njarðvík) Tindastóll 2000 - datt út í átta liða úrslitum (0-2 á móti KR) Grindavík 1999 - - datt út í undanúrslitum (1-3 á móti Keflavík)
Dominos-deild karla Mest lesið Uppgjörið: Svíþjóð - Ísland 26-24 | Svekkjandi tap í síðasta leik fyrir HM Handbolti Frábært mark Trents, fyrsta mark Chiesa og nýtt Liverpool met hjá sextán ára strák Enski boltinn Missti öll tíu Ólympíuverðlaun sín í eldunum Sport Þórir hefur ekki áhuga Handbolti Freyr sagði já við Brann Fótbolti Frækinn sigur Plymouth en þægilegt hjá Chelsea Enski boltinn Upprúllun hjá City gegn litla nágrannaliðinu Enski boltinn „Ætla að halda áfram að pumpa væntingarnar“ Handbolti Stórsigur hjá KR-ingum Íslenski boltinn David Moyes aftur orðinn knattspyrnustjóri Everton Enski boltinn Fleiri fréttir „Hann hefur náð að fela hann varnarlega alveg fáránlega vel“ Góður leikur Elvars í mikilvægum sigri Þjálfari Lakers missti heimili sitt: „Mörg ár síðan ég hef grátið svona mikið“ Hemmi Hauks valdi besta KR-ing sögunnar: „Þetta er svo vont“ Uppgjörið: Stjarnan-KR 94-86 | Stjörnumenn tóku aftur til sín toppsætið Finnur foxillur: „Bara hrikaleg frammistaða” Uppgjörið: Þór Þ.-Valur 94-69 | Þórsarar rassskelltu meistarana „Hann er að hringja til að segjast ætla að drepa mig“ Æskuheimili Steve Kerr brann til kaldra kola Uppgjörið: Keflavík - Höttur 112-98 | Fyrsti sigur Keflvíkinga á árinu „Fínt eins og það er, en rosalega margt sem við getum enn gert betur“ „Ég var að sinna hlutum sem eru mikilvægari en körfubolti“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 75-81 | Vítaklúður og vonbrigði í Forsetahöllinni Uppgjörið: Grindavík-Haukar 79-71 | Torsóttur skyldusigur Grindvíkinga Uppgjörið: Tindastóll-ÍR 98-88 | Stólarnir á toppinn Fresta NBA leik vegna eldanna í Los Angeles Stóðu í Tyrkjunum en allt hrundi í lokin Cavs vann uppgjör toppliðanna í NBA Kane þrumaði yfir samherjunum: „Hvar er helvítis hjartað ykkar og kjarkurinn?“ Stalst í síma liðsfélaga og tók sjötíu sjálfur „Ég mun vera með þetta út ferilinn minn, bara fyrir þig“ Uppgjör og viðtöl: Þór Ak.-Keflavík 109-87 | Þórskonur áfram í stuði á heimavelli „Vonandi náum við að stækka hópinn og gera magnaða hluti í vor” Fóru í leikinn Hvar spilar hann? Skoraði ótrúlega sigurkörfu fyrir aftan miðju Öskraði í miðju vítaskoti „Maður fær bara hnút í magann að koma hingað inn“ „Kannski bara ágætt að tapa einum og ná jarðtengingu“ Uppgjörið: Valur - Tindastóll 73-64 | Valskonur kældu Stólana niður Uppgjör og viðtöl: Njarðvík - Haukar 75-82 | Haukakonur juku forskotið Sjá meira