Körfubolti

Ekkert nema harmleikir eftir ævintýrið mikla í úrslitakeppninni 2012

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Það hefur lítið gengið hjá Þórsliðinu í úrslitakeppninni undanfarin ár.
Það hefur lítið gengið hjá Þórsliðinu í úrslitakeppninni undanfarin ár. Vísir/Ernir
Óhætt er að segja að lítið hafi gengið hjá körfuboltaliði Þórs frá Þorlákshöfn eftir ævintýrið mikla í úrslitakeppninni 2012.

Þórsarar fóru alla leið í lokaúrslitin í úrslitakeppninni árið 2012 en það var fyrsta úrslitakeppni félagsins auk þess sem Þór var þá nýliði í Domino´s deildinni.  

Þór vann 6 leiki í úrslitakeppninni 2012 en varð að lokum að sætta sig við 3-1 tap á móti Grindavík í lokaúrslitunum. Síðan þá hefur Þórsliðið aðeins unnið samtals tvo leiki í úrslitakeppni á fjórum árum.

Þórsarar hefja sína sjöttu úrslitakeppni í kvöld þegar þeir sækja umrædda Grindvíkinga heim og vonast eftir því að lukkan fari nú að snúast með þeim á ný.  

Þórsarar hafa síðan ekki unnið seríu í úrslitakeppni undanfarin fjögur tímabili og það sem meira er liðið hefur tapað 11 af 13 leikjum sínum í átta liða úrslitunum undanfarin fjögur ár.

Þórsarar hafa meðal annars tapað 5 af 6 heimaleikjum sínum í þessum fjórum síðustu úrslitakeppnum sínum.

Það dugði Þórsliðinu ekki að komast í 1-0 á móti Haukum í fyrra því sigurinn í fyrsta leiknum á Ásvöllum dugði skammt því Haukarnir unnu þrjá næstu leiki og komust í undanúrslitin.

Þór Þorlákshöfn í átta liða úrslitunum undanfarin fjögur ár:

2013: Þór Þorl. 0-2 KR

2014: Grindavík 3-1 Þór Þorl.

2015: Tindastóll 3-0 Þór Þorl.

2016: Haukar 3-1 Þór Þorl.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×