Menntastefna í mótun Skúli Helgason skrifar 16. mars 2017 07:00 Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skúli Helgason Mest lesið Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson Skoðun Af hverju lýgur Alma? Arnar Sigurðsson Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir – magnaður árangur Bryndís Eva Birgisdóttir skrifar Skoðun Hvar eru verndarar tjáningarfrelsisins nú? Ugla Stefanía Kristjönudóttir Jónsdóttir skrifar Skoðun Flosa til formennsku í VR Pétur Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Konur gegn hernaði og nýlenduhyggju Lea María Lemarquis skrifar Skoðun Týndir hælisleitendur Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stenzt ekki stjórnarskrána Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Skipulagsslys í Garðabæ Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Langþráður áfangi að hefja skimun fyrir ristilkrabbameini Ágúst Ingi Ágústsson skrifar Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar Skoðun Sagnaarfur Biblíunnar – Jósefssagan og einelti Sigurvin Lárus Jónsson skrifar Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar Skoðun Innanlandsflug eru almenningssamgöngur ! Lilja Rafney Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stígamót í 35 ár Drífa Snædal skrifar Skoðun Nýtum atkvæði okkar VR-ingar Ásgeir Geirsson skrifar Skoðun Hvað segir ein mynd af barni okkur? Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Magnús Karl: Fyrsta flokks kennari, fyrsta flokks rektor Þorri Geir Rúnarsson skrifar Skoðun Er seinnivélin komin? Halla Signý Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar Skoðun Rödd Íslands athlægi um allan heim Ástþór Magnússon skrifar Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lokað á lausnir í leikskólamálum Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Ég styð Magnús Karl Jón Gnarr skrifar Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Samningamaðurinn Trump & narssisisminn Kristján Reykjalín Vigfússon skrifar Skoðun Hver er hin raunverulega barátta Bandaríkjastjórnar? Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Hættum að segja „Flýttu þér“ Einar Sverrisson skrifar Skoðun Bókasafnið: hjartað í hverjum skóla Stefán Pálsson skrifar Skoðun Áhrif gervigreindar á störf tæknimenntaðra Svana Helen Björnsdóttir skrifar Skoðun Bið eftir talmeinaþjónustu er allt of löng Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Sjá meira
Mikil og góð vinna stendur nú yfir í Reykjavík við að greina og þróa leiðir til að bæta starfsumhverfi í leikskólum, grunnskólum og frístundastarfi. Þar er forgangsmál að fjölga leikskólakennurum, grunnskólakennurum og fagfólki í frístundastarfi samhliða því að bæta vinnuaðstæður þeirra. Þá er verið að leggja lokahönd á tillögur um hvernig megi nýta fjármagn á betri, sanngjarnari og árangursríkari hátt m.a. með nýjum úthlutunarlíkönum. Á sama tíma hefur borgarstjórn sameinast um að móta menntastefnu Reykjavíkur til 2030. Tilgangurinn með mótun menntastefnu er að skapa víðtæka samstöðu í skólasamfélaginu um framtíðarsýn og mikilvægustu markmið í málaflokknum og aðgerðir til að ná þeim fram. Þar leggjum við áherslu á að virkja þann fjölbreytta mannauð sem ber uppi skólastarf í borginni: stjórnendur, kennara og annað starfsfólk, foreldra og nemendur auk fræðasamfélagsins. Nú stendur yfir hugmyndasöfnun meðal þessara aðila og munu á fimmta hundrað manns leggja sitt af mörkum í fyrsta áfanga auk þess sem leitað verður álits almennings. Framundan er síðan vinna með öllum starfsmönnum á ríflega 100 starfsstöðvum skóla- og frístundasviðs. Útgangspunktur vinnunnar er að skilgreina þá hæfni í víðum skilningi sem við teljum mikilvægast að nemendur hafi öðlast við lok skólagöngunnar og hvaða breytingar þurfi að gera á skóla- og frístundastarfi borgarinnar til að nemendur öðlist þessa hæfni. Í skóla- og frístundastarfi borgarinnar er unnið þrekvirki á hverjum degi en víða má bæta, sbr. annmarka á framkvæmd skóla án aðgreiningar, brýna þörf á því að efla list- og verknám, vísbendingar um aukinn kvíða nemenda o.s.frv. En við nálgumst verkið með það í huga sem fræðimenn allt frá Artistóteles til Pasi Sahlberg hafa miðlað að ekkert verkefni stjórnvalda er mikilvægara en að standa vel að menntun íbúanna og gott samfélag byggir ekki síst á því að allir eigi kost á góðri menntun sem gerir þá færa um að rækta sinn garð í samræmi við eigin áhuga og hæfileika og sinna um leið samfélagslegum skyldum. Greinin birtist fyrst í Fréttablaðinu.
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun
Skoðun Don Quixote og veruleikafirring evrópskra stjórnmálamanna Gunnar Bragi Sveinsson skrifar
Skoðun Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands skrifar
Skoðun Stöndum frekar með selum en syndaselum og pólitískum klækjarefum Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Ingibjörg Gunnarsdóttir - Rektor með framtíðarsýn fyrir Háskola Íslands Ármann Höskuldsson skrifar
Skoðun Kolbrún Pálsdóttir – Öflugur leiðtogi fyrir Háskóla Íslands Ágúst Arnar Þráinsson,Kolbrún Lára Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Hlutverk og sjálfsmynd Íslands á alþjóðavettvangi Guðbjörg Elísa Hafsteinsdóttir skrifar
Við styðjum Magnús Karl Magnússon sem næsta rektor Háskóla Íslands Hópur starfsmanna Háskóla Íslands Skoðun