Sá litli nálgast risana Michael Jordan og Kobe Bryant Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 16. mars 2017 23:00 Isaiah Thomas. Vísir/Getty Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017 NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira
Isaiah Thomas hefur farið á kostum með liði Boston Celtics í NBA-deildinni á þessu tímabili og svo vel að hann nálgast nú tvo af mestu og stöðugust skorurum deildarinnar í gegnum tíðina. Isaiah Thomas hefur skorað 30,8 stig að meðaltali með Boston Celtics liðinu og er á góðri leið með að bæta met Larry Bird yfir flest stig að meðaltali hjá Boston Celtics á einu tímabili. Enginn leikmaður Boston hefur verið með yfir 30 stig að meðaltali í leik. Það er þó önnur tölfræði sem hefur komið Isaiah Thomas í hóp með stöðugustu skorunum sem NBA-deildin hefur séð síðan NBA og ABA deildirnar sameinuðust á áttunda áratugnum. Isaiah Thomas var stigahæstur í 117-104 sigri Boston á Minnesota Timberwolves í nótt en hann skoraði þá 27 stig eða sjö stigum meira en næsti maður. Þetta var 32. leikurinn í röð sem Isaiah Thomas er stigahæstur hjá Boston-liðinu og aðeins Michael Jordan og Kobe Bryant hafa verið stigahæstir hjá sínu liði í fleiri leikjum í röð. Isaiah Thomas er stutt frá því að ná að komast yfir Kobe Bryant og inn á topp tvö listann með sjálfum Michael Jordan. Jordan er reyndar í í nokkrum sér flokki enda með tvo spretti í efstu tveimur sætunum. Jordan var stigahæstur hjá Chicago Bulls í 66 leikjum í röð 1987-88 tímabilið og í 41 leik í röð tímabilið á undan. Isaiah Thomas þarf að vera stigahæstur í tveimur leikjum í röð til að jafna Kobe Bryant í þriðja sætinu. Bryant var stigahæstur í 34 leikjum í röð hjá Los Angeles Lakers tímabilið 2005-06. Það var margt á móti Isaiah Thomas, hann er aðeins 175 sentímetrar á hæð og var valinn sextugasti í nýliðavalinu 2011. Síðan hefur hann unnið sig upp í að vera einn af bestu leikmönnum deildarinnar. Lykilatriðið var að komast til Boston Celtics en þar hefur strákurinn sprungið út og er nú á góðri leið með að slá stigamet Larry Bird. Hann hefur þegar tekið önnur met hjá félaginu og þetta tímabil hjá Isaiah Thomas því löngu orðið sögulegt í Boston Garden. Isaiah Thomas had 27 Pts tonight to lead the Celtics in outright scoring for the 32nd straight game. He's in elite company, via @EliasSports pic.twitter.com/wmfBBqGoBG— ESPN Stats & Info (@ESPNStatsInfo) March 16, 2017
NBA Mest lesið Allt annað en sáttur með Frey Fótbolti Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Körfubolti Ronaldo sýndi óvænta óeigingirni Fótbolti Labbar inn í stjórn UEFA án kosningar og fær fyrir 23 milljónir á ári Fótbolti Lögreglumaður var fótboltabulla í felum Enski boltinn „Fyrr skal ég dauður liggja“ Enski boltinn „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Körfubolti Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ Körfubolti Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Körfubolti Hafa ekki tapað undanúrslitaleik í nítján ár Handbolti Fleiri fréttir Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Elvar og Martin: Hvernig þetta byrjaði, hvernig þetta gengur Luka Doncic líklega á leið til Íslands í sumar „Þetta er stærra en að vinna einhverja titla“ Sigur Ungverja á Ítalíu dugði skammt Uppgjörið: Ísland - Tyrkland 83-71 | Ísland tryggði sér sæti á EM Martin komst í hóp þeirra gömlu og mjög góðu Popovich kemur ekki til baka á þessu tímabili Loksins fékk Lakers að sjá Luka eins og við þekkjum hann Kári kemur inn í hópinn gegn Tyrkjum Uppselt á körfuboltalandsleikinn á morgun Ruglaðist á Tramadol og Toradol og féll á lyfjaprófi Slagur um stól formanns KKÍ LeBron með fjörutíu stig í fjarveru Doncic: „Hann storkar lögmálunum“ Fær ekki að spila á Íslandi vegna gamals dóms: „Ekki ógn við þjóðina“ Bætti skólamet pabba síns Sjá meira