Íslenski boltinn

Grindvíkingar fullkomnuðu endurkomuna í uppbótartímanum

Óskar Ófeigur Jónsson skrifar
Grindvíkingar fagna marki síðasta sumar.
Grindvíkingar fagna marki síðasta sumar. Vísir/Hanna
Grindvíkingar fóru burtu með öll þrjú stigin frá Eimskipsvellinum í Laugardalnum í kvöld eftir að hafa unnið 3-2 endurkomusigur á heimamönnum í Þrótti í Lengjubikar karla í fótbolta.

Þróttarar voru 2-1 yfir þegar fimmtán mínútur voru eftir gestirnir úr Grindavík jöfnuðu metin á 77. mínútu og tryggðu sér síðan sigur í uppbótartíma.

Bandaríkjamaðurinn William Daniels skoraði sigurmarkið á fyrstu mínútu uppbótartímans eftir að Alexander Veigar Þórarinsson hafði jafnað metin í 2-2 á 77. mínútu.

Grindvíkingurinn Andri Rúnar Bjarnason skoraði fyrsta mark leiksins úr vítaspyrnu strax á fimmtu mínútu en jafnaði fyrir Þrótt aðeins sex mínútum síðar. Aron Dagur Heiðarsson kom Þrótti í 2-1 á 67. mínútu og þannig var staðan þar til endurkoma Grindvíkinga hófst þrettán mínútum fyrir leikslok.

Lærisveinar Óla Stefáns Flóventssonar hjá Grindvík hafa þar með náð í 10 stig af 12 mögulegum í fyrstu fjórum leikjum sínum og alls skorað í þeim 12 mörk eða þrjú mörk að meðaltali í leik. Þetta skilar liðinu í toppsæti 4 riðils á betri markatölu en Stjarnan.

William Daniels hefur skorað 4 mörk í fyrstu fjórum leikjum sínum í Lengjubikarnum í ár og Alexander Veigar Þórarinsson er með þrjú mörk.

Þróttur hefur tapað þremur af fjórum leikjum sínum og markatalan er sex mörk í mínus eða 6-12.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×